Lýðheilsa Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 9. október 2018 07:00 Árlega má rekja um 63 prósent dauðsfalla í heiminum til sjúkdóma sem ekki eru komnir til vegna smits. Þetta eru hinir svokölluðu smitlausu sjúkdómar. Þessir kvillar eru jafn fjölbreyttir og þeir eru margir; oft krónísk veikindi, stundum skyndileg dauðsföll. Árið 2012 mátti rekja 38 milljónir dauðsfalla í heiminum til þessara sjúkdóma. Koma má í veg fyrir langflesta smitlausa sjúkdóma, enda eru þeir oftar en ekki háðir breytum sem mögulegt er að stýra, eða eiga við. Flestar birtingarmyndir krabbameins má flokka sem smitlausan sjúkdóm sem háður er ytri breytum og þáttum. Hægt er að koma í veg fyrir 30 til 50 prósent allra krabbameina með því að lágmarka aukna áhættu sem hlýst af tóbaksreykingum, ofþyngd, offitu, lélegu mataræði, of lítilli hreyfingu, áfengisneyslu og loftmengun. Krabbamein er því ekki aðeins bundið við óheppilegar stökkbreytingar í erfðaefni okkar og óstjórnlega fjölgun frumna í kjölfarið, heldur hverfist það að stórum hluta um okkar eigin ákvarðanir, umhverfi og lífsstíl. Tíðindi af mikilvægum framförum í krabbameinslækningum og erfðavísindum dynja á okkur öllum stundum, og öðru hverju í bland við staðlausa stafi hómópata, grasalækna og annarra sölumanna snákaolíu um ósannreyndar aðferðir til að koma í veg fyrir krabbamein og aðra kvilla. Það er auðvelt, jafnvel freistandi, að falla í gryfju aðleiðslu sem byggð er á því sem blasir við okkur, í stað þess að komast að niðurstöðu eða ályktun á rökréttan hátt. Það verður vafalaust erfitt að telja almenningi trú um að hann sjálfur beri á endanum mestu ábyrgðina. Raunar er slíkt ómögulegt þegar þjóðarleiðtogar og aðrir sem tök hafa til að móta opinbera umræðu lýsa því yfir að lækning verði að finnast við krabbameini. Sama hversu miklum peningum við ausum í krabbameinsrannsóknir þá verður afraksturinn aldrei lækning. Þannig eru slíkar yfirlýsingar aðeins til þess fallnar að létta ábyrgðinni af einstaklingum. Eins mikilvægt og það er að efla rannsóknir á sviðum erfða og krabbameins, þá verður þessi mikilvægi vilji til að sigrast á hinu ósigranlega að endurspeglast í opinberri stefnumótun ríkis og sveitarfélaga. Þar sem einstaklingurinn er virkjaður í baráttunni og hvattur til að taka skynsamlegar ákvarðanir um lífsstíl sinn og umhverfi. Það er auðveldara að koma í veg fyrir krabbamein en að lækna það. Með aukinni þátttöku í skimunum og snemmgreiningu krabbameins, auk bólusetningar við þeim veirum sem tengdar eru krabbameini (HPV), verður hægt að ná miklum árangri. En mikilvægasta aðgerðin mun ávallt taka til áhættuþátta í umhverfinu og bætts lífsmynsturs almennings. Slík áhersla krefst meiriháttar fjárfestingar, en ef við ætlum á annað borð að reyna að eiga við hið óviðráðanlega þá getum við allt eins gert það af eins miklum krafti og mögulegt er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Skoðun Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Árlega má rekja um 63 prósent dauðsfalla í heiminum til sjúkdóma sem ekki eru komnir til vegna smits. Þetta eru hinir svokölluðu smitlausu sjúkdómar. Þessir kvillar eru jafn fjölbreyttir og þeir eru margir; oft krónísk veikindi, stundum skyndileg dauðsföll. Árið 2012 mátti rekja 38 milljónir dauðsfalla í heiminum til þessara sjúkdóma. Koma má í veg fyrir langflesta smitlausa sjúkdóma, enda eru þeir oftar en ekki háðir breytum sem mögulegt er að stýra, eða eiga við. Flestar birtingarmyndir krabbameins má flokka sem smitlausan sjúkdóm sem háður er ytri breytum og þáttum. Hægt er að koma í veg fyrir 30 til 50 prósent allra krabbameina með því að lágmarka aukna áhættu sem hlýst af tóbaksreykingum, ofþyngd, offitu, lélegu mataræði, of lítilli hreyfingu, áfengisneyslu og loftmengun. Krabbamein er því ekki aðeins bundið við óheppilegar stökkbreytingar í erfðaefni okkar og óstjórnlega fjölgun frumna í kjölfarið, heldur hverfist það að stórum hluta um okkar eigin ákvarðanir, umhverfi og lífsstíl. Tíðindi af mikilvægum framförum í krabbameinslækningum og erfðavísindum dynja á okkur öllum stundum, og öðru hverju í bland við staðlausa stafi hómópata, grasalækna og annarra sölumanna snákaolíu um ósannreyndar aðferðir til að koma í veg fyrir krabbamein og aðra kvilla. Það er auðvelt, jafnvel freistandi, að falla í gryfju aðleiðslu sem byggð er á því sem blasir við okkur, í stað þess að komast að niðurstöðu eða ályktun á rökréttan hátt. Það verður vafalaust erfitt að telja almenningi trú um að hann sjálfur beri á endanum mestu ábyrgðina. Raunar er slíkt ómögulegt þegar þjóðarleiðtogar og aðrir sem tök hafa til að móta opinbera umræðu lýsa því yfir að lækning verði að finnast við krabbameini. Sama hversu miklum peningum við ausum í krabbameinsrannsóknir þá verður afraksturinn aldrei lækning. Þannig eru slíkar yfirlýsingar aðeins til þess fallnar að létta ábyrgðinni af einstaklingum. Eins mikilvægt og það er að efla rannsóknir á sviðum erfða og krabbameins, þá verður þessi mikilvægi vilji til að sigrast á hinu ósigranlega að endurspeglast í opinberri stefnumótun ríkis og sveitarfélaga. Þar sem einstaklingurinn er virkjaður í baráttunni og hvattur til að taka skynsamlegar ákvarðanir um lífsstíl sinn og umhverfi. Það er auðveldara að koma í veg fyrir krabbamein en að lækna það. Með aukinni þátttöku í skimunum og snemmgreiningu krabbameins, auk bólusetningar við þeim veirum sem tengdar eru krabbameini (HPV), verður hægt að ná miklum árangri. En mikilvægasta aðgerðin mun ávallt taka til áhættuþátta í umhverfinu og bætts lífsmynsturs almennings. Slík áhersla krefst meiriháttar fjárfestingar, en ef við ætlum á annað borð að reyna að eiga við hið óviðráðanlega þá getum við allt eins gert það af eins miklum krafti og mögulegt er.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun