Virkni og vinsældir Ripped ósannaðar Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. október 2018 10:37 Orkudrykkurinn Ripped Instagram Staðhæfingar um meintan heilsufarslegan ávinning af neyslu orkudrykkjarins Ripped teljast ekki sannaðar, að mati Neytendastofu. Íþróttavörufyrirtækið Fitness Sport hélt því fram í auglýsingum sínum að drykkurinn hefði margvíslega jákvæð áhrif á líkamsstarfsemina, en fyrirtækinu hefur nú verið bannað að fullyrða um slíkt. Þar að auki hefur fyrirtækinu ekki tekist að sanna, að mati Neytendastofu, að Ripped sé vinsælasti orkudrykkur á Íslandi - eins og fram kom í auglýsingum Fitness Sport. Neytendastofa gerði Fitness Sport að sanna að fótur væri fyrir eftirfarandi fullyrðingum, sem finna mátti í markaðssetningu á Ripped:Fullyrðingar Fitness Sport um orkudrykkinn Ripped, sem fyrirtækinu tókst ekki að sanna.NeytendastofaÖfund skýri athugasemd Í svari Fitness Sport við fyrirspurn Neytendastofu sagði fyrirtækið að fullyrðingar um virkni innihaldsefna drykkjarins væru ekki lengur í umferð. Þær hefðu verið teknar úr birtingu eftir að Fitness Sport bárust ábendingar frá Matvælastofnun um að sækja þyrfti um leyfi til að nota slíkar fullyrðingar. Það væri í umsóknarferli og þangað til myndi Fitness Sport ekki fullyrða um heilsufarslegan ávinning af neyslu Ripped. Hvað varði fullyrðingar um að Ripped hafi verið söluhæsti orkudrykkur landsins í apríl 2018 sagði Fitness Sport það fengið úr sölutölum stærstu stórmarkaðskeðja landsins. Þar að auki styddu Nielsen tölur Gallup fullyrðinguna, þar sem litið er til sölu á einu tilteknu strikamerki. Hins vegar gæti Fitness Sport ekki framvísað sölutölum frá sínum viðskiptavinum til þriðja aðila, sem í þessu tilfelli væri Neytendastofa. Fyrirspurn Neytendastofu kom Fitness Sport ekki á óvart, sem sagði í bréfi sínu að það væri „viðbúið að samkeppnisaðilar félagsins sem hafi drottnað yfir markaðinum myndu gera hvað þeir gætu til að leggja stein í götu Fitness Sport þar sem innkoma þessarar nýju vöru hafi vissulega verið mikið högg fyrir markaðshlutdeild þeirra á sambærilegum vörum.“ Auglýsingar enn í umferð Neytendastofa gat þó ekki fallist á skýringar Fitness Sport. Auglýsingar með umræddum fullyrðingum væru enn aðgengilegar á bæði Facebook-síðu Fitness Sport og á Instagram-reikningnum ripped.is. Þá gaf Neytendastofa lítið fyrir réttlætingar Fitness Sport um það að fyrirtækið gæti ekki framvísað sölutölunum. Samkvæmt lögum beri Fitness Sport sönnunarbyrði fyrir þeim fullyrðingum sem fram koma í auglýsingum félagsins. Fitness Sport brást ekki við ábendingum stofnunarinnar, þrátt fyrir tveggja vikna frest. Því var Fitness Sport bönnuð birting fullyrðinganna, bæði um vinsældir og heilsufarslegan ávinning, auk þess sem fyrirtækinu var gert fjarlægja þær auglýsingar sem innihalda fullyrðingarnar af samfélagsmiðlum.Hér að neðan má sjá auglýsingu á Instagram-reikningi Ripped frá því í lok maí síðastliðins þar sem fullyrt er um vinsældir drykkjarins. View this post on Instagram A post shared by Ripped (@ripped.is) on May 28, 2018 at 8:53am PDT Neytendur Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira
Staðhæfingar um meintan heilsufarslegan ávinning af neyslu orkudrykkjarins Ripped teljast ekki sannaðar, að mati Neytendastofu. Íþróttavörufyrirtækið Fitness Sport hélt því fram í auglýsingum sínum að drykkurinn hefði margvíslega jákvæð áhrif á líkamsstarfsemina, en fyrirtækinu hefur nú verið bannað að fullyrða um slíkt. Þar að auki hefur fyrirtækinu ekki tekist að sanna, að mati Neytendastofu, að Ripped sé vinsælasti orkudrykkur á Íslandi - eins og fram kom í auglýsingum Fitness Sport. Neytendastofa gerði Fitness Sport að sanna að fótur væri fyrir eftirfarandi fullyrðingum, sem finna mátti í markaðssetningu á Ripped:Fullyrðingar Fitness Sport um orkudrykkinn Ripped, sem fyrirtækinu tókst ekki að sanna.NeytendastofaÖfund skýri athugasemd Í svari Fitness Sport við fyrirspurn Neytendastofu sagði fyrirtækið að fullyrðingar um virkni innihaldsefna drykkjarins væru ekki lengur í umferð. Þær hefðu verið teknar úr birtingu eftir að Fitness Sport bárust ábendingar frá Matvælastofnun um að sækja þyrfti um leyfi til að nota slíkar fullyrðingar. Það væri í umsóknarferli og þangað til myndi Fitness Sport ekki fullyrða um heilsufarslegan ávinning af neyslu Ripped. Hvað varði fullyrðingar um að Ripped hafi verið söluhæsti orkudrykkur landsins í apríl 2018 sagði Fitness Sport það fengið úr sölutölum stærstu stórmarkaðskeðja landsins. Þar að auki styddu Nielsen tölur Gallup fullyrðinguna, þar sem litið er til sölu á einu tilteknu strikamerki. Hins vegar gæti Fitness Sport ekki framvísað sölutölum frá sínum viðskiptavinum til þriðja aðila, sem í þessu tilfelli væri Neytendastofa. Fyrirspurn Neytendastofu kom Fitness Sport ekki á óvart, sem sagði í bréfi sínu að það væri „viðbúið að samkeppnisaðilar félagsins sem hafi drottnað yfir markaðinum myndu gera hvað þeir gætu til að leggja stein í götu Fitness Sport þar sem innkoma þessarar nýju vöru hafi vissulega verið mikið högg fyrir markaðshlutdeild þeirra á sambærilegum vörum.“ Auglýsingar enn í umferð Neytendastofa gat þó ekki fallist á skýringar Fitness Sport. Auglýsingar með umræddum fullyrðingum væru enn aðgengilegar á bæði Facebook-síðu Fitness Sport og á Instagram-reikningnum ripped.is. Þá gaf Neytendastofa lítið fyrir réttlætingar Fitness Sport um það að fyrirtækið gæti ekki framvísað sölutölunum. Samkvæmt lögum beri Fitness Sport sönnunarbyrði fyrir þeim fullyrðingum sem fram koma í auglýsingum félagsins. Fitness Sport brást ekki við ábendingum stofnunarinnar, þrátt fyrir tveggja vikna frest. Því var Fitness Sport bönnuð birting fullyrðinganna, bæði um vinsældir og heilsufarslegan ávinning, auk þess sem fyrirtækinu var gert fjarlægja þær auglýsingar sem innihalda fullyrðingarnar af samfélagsmiðlum.Hér að neðan má sjá auglýsingu á Instagram-reikningi Ripped frá því í lok maí síðastliðins þar sem fullyrt er um vinsældir drykkjarins. View this post on Instagram A post shared by Ripped (@ripped.is) on May 28, 2018 at 8:53am PDT
Neytendur Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira