Brýnt að halda hlýnun Jarðar undir 1,5 gráðum Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 8. október 2018 06:30 Hliðarmarkmið Parísarsamningsins er orðið meginstef baráttunnar við loftslagsbreytingar. Vísir/Getty LOFTSLAGSMÁL Aðeins með því að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5 gráður verður hægt að koma í veg fyrir meiriháttar raskanir á helstu lífkerfum Jarðar. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í sérstakri skýrslu Vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál (IPCC) sem kynnt var í Incheon í Suður-Kóreu í nótt. Skýrslan tekur mið af því markmiði sem 195 ríki heims sammæltust um í tengslum við Parísarsamkomulagið um að freista þess að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5 gráður fyrir árið 2100, miðað við hitastig fyrir tíma iðnbyltingarinnar. Niðurstaða skýrslunnar, sem verið hefur til umræðu í Incheon síðustu daga, er sú að núverandi áherslur og markmið þjóðríkjanna í loftslagsmálum ganga engan veginn nógu langt til að ná því markmiði. Núverandi staða muni þvert á móti leiða til 3 gráðu hækkunar. Í skýrslunni kemur fram að hægt sé að ná 1,5 gráðu markmiðinu, svo lengi sem orkuskiptum úr jarðefnaeldsneyti og í vistvæna orkugjafa sé flýtt samhliða aukinni áherslu á nýja orkusparandi tækni. Vísindamenn IPCC tíunda nokkrar mismunandi leiðir í átt að markmiðinu, en flestar gera ráð fyrir því að hækkunin muni á einherjum tímapunkti fara yfir 1,5 gráður. Fulltrúar nokkurra ríkja, þar á meðal Evrópusambandsins, ítrekuðu í Incheon að nauðsynlegt væri að forðast með öllu að hitastig hækkaði umfram 1,5 gráður, jafnvel tímabundið. Slíkt myndi valda hættu á bleikingu í flestum kóralrifjum Jarðar. Hækkun um 2 gráður setur öll kóralrif í hættu. „Hálfur milljarður manna byggir lífsviðurværi sitt með beinum eða óbeinum hætti á kóralrifjum, því tekur eyðing þeirra ekki aðeins til glötunar fjölbreyttra vistkerfa,“ segir í athugasemd ESB við drög að skýrslu IPCC. „Leiðarvísir að 1,5 gráðu markmiðinu má ekki gera ráð fyrir tímabundinni umframhækkun.“ Markmiðið um 1,5 gráðu hækkun hitastigs er metnaðarfyllsta, og um leið umdeildasta, ákvæði Parísarsamkomulagsins sem samþykkt voru í Frakklandi í desember 2015. Fyrst og fremst voru það litlar eyþjóðir sem börðust fyrir ákvæðinu. Í dag er markmiðið hins vegar orðið að meginstefi í samkomulaginu, enda finna þjóðir heims nú fyrir áhrifum loftslagsbreytinga þegar hækkunin nemur aðeins 1,1 gráðu. „Þau vísindi sem finna má í skýrslu IPCC um 1,5 gráðu markmiðið tala sínu máli. Að halda hlýnun undir 1,5 gráðum er nú fyrst og fremst spurning um pólitískan vilja,“ sagði Payal Parekh, verkefnastjóri hjá umhverfissamtökunum 350.org. „Það er einfaldlega ekki valmöguleiki lengur að stinga höfðinu í sandinn.“ „Því miður er það svo að við nálgumst nú hratt 1,5 gráðu hækkun hitastigs, og fátt gefur til kynna að það muni breytast,“ sagði Elena Manaenkova, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. „Á síðustu 20 árum hafa hnattræn hitamet verið slegin 18 sinnum.“ kjartanh@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Vísindi Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Sjá meira
LOFTSLAGSMÁL Aðeins með því að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5 gráður verður hægt að koma í veg fyrir meiriháttar raskanir á helstu lífkerfum Jarðar. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í sérstakri skýrslu Vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál (IPCC) sem kynnt var í Incheon í Suður-Kóreu í nótt. Skýrslan tekur mið af því markmiði sem 195 ríki heims sammæltust um í tengslum við Parísarsamkomulagið um að freista þess að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5 gráður fyrir árið 2100, miðað við hitastig fyrir tíma iðnbyltingarinnar. Niðurstaða skýrslunnar, sem verið hefur til umræðu í Incheon síðustu daga, er sú að núverandi áherslur og markmið þjóðríkjanna í loftslagsmálum ganga engan veginn nógu langt til að ná því markmiði. Núverandi staða muni þvert á móti leiða til 3 gráðu hækkunar. Í skýrslunni kemur fram að hægt sé að ná 1,5 gráðu markmiðinu, svo lengi sem orkuskiptum úr jarðefnaeldsneyti og í vistvæna orkugjafa sé flýtt samhliða aukinni áherslu á nýja orkusparandi tækni. Vísindamenn IPCC tíunda nokkrar mismunandi leiðir í átt að markmiðinu, en flestar gera ráð fyrir því að hækkunin muni á einherjum tímapunkti fara yfir 1,5 gráður. Fulltrúar nokkurra ríkja, þar á meðal Evrópusambandsins, ítrekuðu í Incheon að nauðsynlegt væri að forðast með öllu að hitastig hækkaði umfram 1,5 gráður, jafnvel tímabundið. Slíkt myndi valda hættu á bleikingu í flestum kóralrifjum Jarðar. Hækkun um 2 gráður setur öll kóralrif í hættu. „Hálfur milljarður manna byggir lífsviðurværi sitt með beinum eða óbeinum hætti á kóralrifjum, því tekur eyðing þeirra ekki aðeins til glötunar fjölbreyttra vistkerfa,“ segir í athugasemd ESB við drög að skýrslu IPCC. „Leiðarvísir að 1,5 gráðu markmiðinu má ekki gera ráð fyrir tímabundinni umframhækkun.“ Markmiðið um 1,5 gráðu hækkun hitastigs er metnaðarfyllsta, og um leið umdeildasta, ákvæði Parísarsamkomulagsins sem samþykkt voru í Frakklandi í desember 2015. Fyrst og fremst voru það litlar eyþjóðir sem börðust fyrir ákvæðinu. Í dag er markmiðið hins vegar orðið að meginstefi í samkomulaginu, enda finna þjóðir heims nú fyrir áhrifum loftslagsbreytinga þegar hækkunin nemur aðeins 1,1 gráðu. „Þau vísindi sem finna má í skýrslu IPCC um 1,5 gráðu markmiðið tala sínu máli. Að halda hlýnun undir 1,5 gráðum er nú fyrst og fremst spurning um pólitískan vilja,“ sagði Payal Parekh, verkefnastjóri hjá umhverfissamtökunum 350.org. „Það er einfaldlega ekki valmöguleiki lengur að stinga höfðinu í sandinn.“ „Því miður er það svo að við nálgumst nú hratt 1,5 gráðu hækkun hitastigs, og fátt gefur til kynna að það muni breytast,“ sagði Elena Manaenkova, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. „Á síðustu 20 árum hafa hnattræn hitamet verið slegin 18 sinnum.“ kjartanh@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Vísindi Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Sjá meira