Formenn stjórnarflokkanna funduðu með fulltrúum sveitarfélaganna um fiskeldismál Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. október 2018 16:56 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Formenn stjórnarflokka ríkisstjórnarinnar funduðu í gær með bæjarstjóra Vesturbyggðar og oddvita Tálknafjarðarbæjar. Tilefni fundarins var að ræða stöðuna sem nú er uppi hjá fiskeldisfyrirtækjum í sveitarfélögunum tveimur en úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála ógilti á dögunum rekstrarleyfi fyrirtækjanna til fiskeldis á Vestfjörðum. Sveitarstjórnarmenn sveitarfélaganna sátu einnig fundinn. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Þá kom fram í færslunni að fundarmenn hafi verið upplýstir um að bæði sjávarútvegsráðherra og umhverfisráðherra hafi verið með til skoðunar hvaða leiðir væru færar til þess að gæta meðalhófs í málum fiskeldisfyrirtækjanna. Í færslunni kom fram að það væri gert „þannig að fyrirtæki geti almennt fengið sanngjarnan frest til að bæta úr þeim annmörkum sem koma fram í kæruferli og faglega sé staðið að öllum málum.“ Þá sagðist Katrín vona að hægt verði að finna farsæla lausn á málinu sem allra fyrst.Formenn allra stjórnarflokka hafa tjáð sig um máliðFyrr í dag birti Sigurður Ingi Jóhannesson, sveitarstjórna- og samgöngumálaráðherra, Facebook-færslu þar sem hann sagði viðmælanda RÚV í frétt um fiskeldi á Vestfjörðum í gær hafi farið með staðlausa stafi um atvinnugreinina. Þá kallaði hann eftir því að þeir sem um málin fjalla fari ekki með rangt mál. Þá birti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í gær færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann sagði óvissuástandið sem nú blasir við á Vestfjörðum vera óviðunandi og að bregðast þyrfti hratt við og svara því með hvaða hætti þeim sem í hlut eiga verði tryggður réttur til að láta reyna á stöðu sína gagnvart stjórnvöldum. Í því efni séu ekki eingöngu hagsmunir einstaka rekstraraðila undir heldur alls samfélagsins fyrir vestan. Fiskeldi Innlent Sveitarstjórnarmál Vesturbyggð Tengdar fréttir Bjarni segir óvissuástandið á Vestfjörðum með öllu óviðunandi Fjármála- og efnahagsráðherra segir að það óvissuástand sem hafi skapast hefur á Vestfjörðum í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál sé með öllu óviðunandi. 6. október 2018 13:28 Ráðherra segir Óttar fara með staðlausa stafi í umræðu um fiskeldi Sigurður Ingi Jóhannsson segir að lögmann náttúruverndarsamtaka og veiðiréttarhafa fara með rangt mál í umræðu um fiskeldi á Vestfjörðum. 7. október 2018 13:27 Hafna frestun réttaráhrifa eftir sviptingu starfsleyfis Úrskurðar- og auðlindanefnd vísaði frá kröfu fiskeldisfyrirtækja um frestun réttaráhrifa. 5. október 2018 19:45 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Varað við ferðalögum víða um land Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Formenn stjórnarflokka ríkisstjórnarinnar funduðu í gær með bæjarstjóra Vesturbyggðar og oddvita Tálknafjarðarbæjar. Tilefni fundarins var að ræða stöðuna sem nú er uppi hjá fiskeldisfyrirtækjum í sveitarfélögunum tveimur en úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála ógilti á dögunum rekstrarleyfi fyrirtækjanna til fiskeldis á Vestfjörðum. Sveitarstjórnarmenn sveitarfélaganna sátu einnig fundinn. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Þá kom fram í færslunni að fundarmenn hafi verið upplýstir um að bæði sjávarútvegsráðherra og umhverfisráðherra hafi verið með til skoðunar hvaða leiðir væru færar til þess að gæta meðalhófs í málum fiskeldisfyrirtækjanna. Í færslunni kom fram að það væri gert „þannig að fyrirtæki geti almennt fengið sanngjarnan frest til að bæta úr þeim annmörkum sem koma fram í kæruferli og faglega sé staðið að öllum málum.“ Þá sagðist Katrín vona að hægt verði að finna farsæla lausn á málinu sem allra fyrst.Formenn allra stjórnarflokka hafa tjáð sig um máliðFyrr í dag birti Sigurður Ingi Jóhannesson, sveitarstjórna- og samgöngumálaráðherra, Facebook-færslu þar sem hann sagði viðmælanda RÚV í frétt um fiskeldi á Vestfjörðum í gær hafi farið með staðlausa stafi um atvinnugreinina. Þá kallaði hann eftir því að þeir sem um málin fjalla fari ekki með rangt mál. Þá birti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í gær færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann sagði óvissuástandið sem nú blasir við á Vestfjörðum vera óviðunandi og að bregðast þyrfti hratt við og svara því með hvaða hætti þeim sem í hlut eiga verði tryggður réttur til að láta reyna á stöðu sína gagnvart stjórnvöldum. Í því efni séu ekki eingöngu hagsmunir einstaka rekstraraðila undir heldur alls samfélagsins fyrir vestan.
Fiskeldi Innlent Sveitarstjórnarmál Vesturbyggð Tengdar fréttir Bjarni segir óvissuástandið á Vestfjörðum með öllu óviðunandi Fjármála- og efnahagsráðherra segir að það óvissuástand sem hafi skapast hefur á Vestfjörðum í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál sé með öllu óviðunandi. 6. október 2018 13:28 Ráðherra segir Óttar fara með staðlausa stafi í umræðu um fiskeldi Sigurður Ingi Jóhannsson segir að lögmann náttúruverndarsamtaka og veiðiréttarhafa fara með rangt mál í umræðu um fiskeldi á Vestfjörðum. 7. október 2018 13:27 Hafna frestun réttaráhrifa eftir sviptingu starfsleyfis Úrskurðar- og auðlindanefnd vísaði frá kröfu fiskeldisfyrirtækja um frestun réttaráhrifa. 5. október 2018 19:45 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Varað við ferðalögum víða um land Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Bjarni segir óvissuástandið á Vestfjörðum með öllu óviðunandi Fjármála- og efnahagsráðherra segir að það óvissuástand sem hafi skapast hefur á Vestfjörðum í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál sé með öllu óviðunandi. 6. október 2018 13:28
Ráðherra segir Óttar fara með staðlausa stafi í umræðu um fiskeldi Sigurður Ingi Jóhannsson segir að lögmann náttúruverndarsamtaka og veiðiréttarhafa fara með rangt mál í umræðu um fiskeldi á Vestfjörðum. 7. október 2018 13:27
Hafna frestun réttaráhrifa eftir sviptingu starfsleyfis Úrskurðar- og auðlindanefnd vísaði frá kröfu fiskeldisfyrirtækja um frestun réttaráhrifa. 5. október 2018 19:45