Bolsonaro kveðst ætla að taka hart á glæpum Atli Ísleifsson skrifar 7. október 2018 09:08 Hægrimaðurinn Jair Bolsonaro hefur átt sæti á brasilíska þinginu frá árinu 1991. Vísir/Getty Forsetakosningar fara fram í Brasilíu í dag og benda kannanir til að hægrimaðurinn Jair Bolsonaro fái flesti atkvæði. Bolsonaro hefur oft verið líkt við Donald Trump og hefur heitið því að taka hart á vaxandi glæpatíðni í landinu og að fækka tíðni morða. Bolsonaro sagði í gærkvöldi, kvöldið fyrir kjördag, að stjórn hans myndi herða refsingar þannig að glæpamenn fengju þá refsingu sem þeir ættu raunverulega skilið.BBC segir frá því að skoðanakannanir bendi til að Bolsonaro, sem hefur setið á þingi frá árinu 1991, muni fá um 38 prósent atkvæða. Hann hefur barist fyrir að slakað verði á lögum og reglum sem snúa að skotvopaeign. Þá kveðst hann líta á pyndingar sem lögmætt tæki í baráttunni gegn glæpum. Hann vill ennfremur taka upp dauðarefsingar í landinu á ný. Andstæðingar Bolsonaro hafa sakað hann um kynþáttahatur og hatur í garð samkynhneigðra.Stunginn með hníf Nærri 150 milljónir Brasilíumanna eru á kjörskrá í kosningunum, en niðurstöðu þeirra er beðið með mikilli eftirvæntingu. Takist engum frambjóðanda að ná hreinum meirihluta í kosningunum í dag, verður kosið milli tveggja efstu úr fyrri umferðinni að þremur vikum liðnum. Brasilíumenn munu einnig kjósa um ríkisstjóra, tvo þriðjuhluta öldungadeildarþingmanna, öll sæti í neðri deild þingsins, auk sæta til héraðsþinga. Bolsonaro missti af hluta lokaspretts kosningabaráttunnar eftir að hafa verið stunginn með hníf á kosningafundi í síðasta mánuði.Fernando Haddad.Vísir/GettyHaddad helsti andstæðingur Bolsonaro Búist er við að baráttan og hver verði næsti forseti Brasilíu muni standa á milli Bolsonaro og Fernando Haddad, frambjóðenda Verkamannaflokksins. Kannanir benda til að Haddad muni fá um fjórðungs fylgi. Síðari umferð kosninganna fer fram þann 28. október næstkomandi. Haddad er fyrrverandi borgarstjóri Sao Paulo og nýtur stuðnings forsetans fyrrverandi Luiz Inácio Lula da Silva. Lula lét af embætti árið 2011 og naut þá mikilla vinsælda. Hann var dæmdur til fangelsisvistar fyrr á árinu eftir að hafa verið sakfelldur fyrir mútuþægni. Hann neitaði sök og segir málið sprottið undan rifjum pólitískra andstæðinga til að koma í veg fyrir að hann gæti boðið sig fram að nýju. Brasilía Tengdar fréttir Brasilískur forsetaframbjóðandi stunginn með hníf Myndband náðist af því þegar Jair Bolsonaro var stunginn þar sem stuðningsmenn hans báru hann í gegnum fjölmenni á götum Juiz de Fora. 6. september 2018 20:26 Hnífstungurásin sögð tryggja Bolsonaro brasilíska forsetastólinn Bolsonaro hvatti stuðningsmenn sína til dáða eftir að hann var stunginn í Ríó á fimmtudaginn. Hann þykir líklegur til afreka á kjördag. 8. september 2018 09:00 Mótmæla á götum Brasilíuborgar Þúsundir kvenna hafa safnast saman á götum Brasilíuborgar til þess að mótmæla framboði hægrimannsins Jair Bolsonaro. Konurnar hafa notað myllumerkið #EleNao (í. #ekkihann) í tenglum við mótmælin og skipulagningu þeirra. 30. september 2018 21:55 Brasilískir bændur vilja Bolsonaro í forsetastólinn Þrýstihópur brasilískra bænda lýsti í gær yfir stuðningi við framboð Jairs Bolsonaro til forseta. 3. október 2018 08:00 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Forsetakosningar fara fram í Brasilíu í dag og benda kannanir til að hægrimaðurinn Jair Bolsonaro fái flesti atkvæði. Bolsonaro hefur oft verið líkt við Donald Trump og hefur heitið því að taka hart á vaxandi glæpatíðni í landinu og að fækka tíðni morða. Bolsonaro sagði í gærkvöldi, kvöldið fyrir kjördag, að stjórn hans myndi herða refsingar þannig að glæpamenn fengju þá refsingu sem þeir ættu raunverulega skilið.BBC segir frá því að skoðanakannanir bendi til að Bolsonaro, sem hefur setið á þingi frá árinu 1991, muni fá um 38 prósent atkvæða. Hann hefur barist fyrir að slakað verði á lögum og reglum sem snúa að skotvopaeign. Þá kveðst hann líta á pyndingar sem lögmætt tæki í baráttunni gegn glæpum. Hann vill ennfremur taka upp dauðarefsingar í landinu á ný. Andstæðingar Bolsonaro hafa sakað hann um kynþáttahatur og hatur í garð samkynhneigðra.Stunginn með hníf Nærri 150 milljónir Brasilíumanna eru á kjörskrá í kosningunum, en niðurstöðu þeirra er beðið með mikilli eftirvæntingu. Takist engum frambjóðanda að ná hreinum meirihluta í kosningunum í dag, verður kosið milli tveggja efstu úr fyrri umferðinni að þremur vikum liðnum. Brasilíumenn munu einnig kjósa um ríkisstjóra, tvo þriðjuhluta öldungadeildarþingmanna, öll sæti í neðri deild þingsins, auk sæta til héraðsþinga. Bolsonaro missti af hluta lokaspretts kosningabaráttunnar eftir að hafa verið stunginn með hníf á kosningafundi í síðasta mánuði.Fernando Haddad.Vísir/GettyHaddad helsti andstæðingur Bolsonaro Búist er við að baráttan og hver verði næsti forseti Brasilíu muni standa á milli Bolsonaro og Fernando Haddad, frambjóðenda Verkamannaflokksins. Kannanir benda til að Haddad muni fá um fjórðungs fylgi. Síðari umferð kosninganna fer fram þann 28. október næstkomandi. Haddad er fyrrverandi borgarstjóri Sao Paulo og nýtur stuðnings forsetans fyrrverandi Luiz Inácio Lula da Silva. Lula lét af embætti árið 2011 og naut þá mikilla vinsælda. Hann var dæmdur til fangelsisvistar fyrr á árinu eftir að hafa verið sakfelldur fyrir mútuþægni. Hann neitaði sök og segir málið sprottið undan rifjum pólitískra andstæðinga til að koma í veg fyrir að hann gæti boðið sig fram að nýju.
Brasilía Tengdar fréttir Brasilískur forsetaframbjóðandi stunginn með hníf Myndband náðist af því þegar Jair Bolsonaro var stunginn þar sem stuðningsmenn hans báru hann í gegnum fjölmenni á götum Juiz de Fora. 6. september 2018 20:26 Hnífstungurásin sögð tryggja Bolsonaro brasilíska forsetastólinn Bolsonaro hvatti stuðningsmenn sína til dáða eftir að hann var stunginn í Ríó á fimmtudaginn. Hann þykir líklegur til afreka á kjördag. 8. september 2018 09:00 Mótmæla á götum Brasilíuborgar Þúsundir kvenna hafa safnast saman á götum Brasilíuborgar til þess að mótmæla framboði hægrimannsins Jair Bolsonaro. Konurnar hafa notað myllumerkið #EleNao (í. #ekkihann) í tenglum við mótmælin og skipulagningu þeirra. 30. september 2018 21:55 Brasilískir bændur vilja Bolsonaro í forsetastólinn Þrýstihópur brasilískra bænda lýsti í gær yfir stuðningi við framboð Jairs Bolsonaro til forseta. 3. október 2018 08:00 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Brasilískur forsetaframbjóðandi stunginn með hníf Myndband náðist af því þegar Jair Bolsonaro var stunginn þar sem stuðningsmenn hans báru hann í gegnum fjölmenni á götum Juiz de Fora. 6. september 2018 20:26
Hnífstungurásin sögð tryggja Bolsonaro brasilíska forsetastólinn Bolsonaro hvatti stuðningsmenn sína til dáða eftir að hann var stunginn í Ríó á fimmtudaginn. Hann þykir líklegur til afreka á kjördag. 8. september 2018 09:00
Mótmæla á götum Brasilíuborgar Þúsundir kvenna hafa safnast saman á götum Brasilíuborgar til þess að mótmæla framboði hægrimannsins Jair Bolsonaro. Konurnar hafa notað myllumerkið #EleNao (í. #ekkihann) í tenglum við mótmælin og skipulagningu þeirra. 30. september 2018 21:55
Brasilískir bændur vilja Bolsonaro í forsetastólinn Þrýstihópur brasilískra bænda lýsti í gær yfir stuðningi við framboð Jairs Bolsonaro til forseta. 3. október 2018 08:00