Handbolti

Rúnar markahæstur í mikilvægum sigri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Átta mörk frá Rúnari í kvöld.
Átta mörk frá Rúnari í kvöld. vísir/ernir
Rúnar Kárason var markahæsti maður vallarins er Ribe-Esbjerg vann sinn annan sigur í dönsku úrvalsdeildinni er liðið hafði betur KIF Kolding, 24-20.

Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Ribe-Esbjerg leiddi með einu marki í hálfleik, 12-11.

Mikið jafnræði var með liðunum í síðari hálfleik allt þangað til undir lok leiks. Ribe breytti stöðunni úr 19-19 í 24-20 og það urðu lokatölur.

Rúnar Kárason var markahæstur og skoraði átta mörk í fjórtán skotum en Gunnar Steinn Jónsson bætti við þremur mörkum og þremur stoðsendingum.

Ólafur Gústafsson komst ekki á blað úr þeim tveimur skotum sem hann tók fyrir Kolding en KIF er í ellefta sætinu með tíu stig. Ribe-Esbjerg er sæti ofar með jafn mörg stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×