Fjórir ákærðir vegna tilefnislausra líkamsárása í Hafnarstræti í fyrra Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. október 2018 10:30 Lögreglan hafði í nógu að snúast í nótt. Vísir/Kolbeinn Tumi Fjórir karlmenn á þrítugsaldri hafa verið ákærðir af embætti héraðssaksóknara fyrir þrjár líkamsárásir sem áttu sér stað í febrúar á síðasta ári. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur síðastliðinn mánudag. Tveimur mannanna er gefið að sök að hafa ráðist að stúlku í Hafnarstræti í Reykjavík, hrint henni á vegg og í kjölfarið í jörðina með þeim afleiðingum að hún tognaði á hné og hruflaðist á höndum. Strax í kjölfarið á annar þeirra, í félagi við annan mann sem ekki er ákærður fyrir hrindinguna, að hafa ráðist á kærasta stúlkunnar með höggum og spörkum. Hlaut hann heilablæðingu og stóran skurð á hnakka. Er þeim gefin stórfelld líkamsárás að sök vegna þessa. Þeim sem ákærður er vegna beggja fyrri árásanna er gefin önnur árás að sök í félagi við fjórða manninn. Eru þeir ákærðir fyrir að hafa slegið hann í bak og höfuð með þeim afleiðingum að hann hlaut skurð og mar á höfði. Fjallað var um árásirnar skömmu eftir að þær áttu sér stað eftir að Runólfur Ágústsson, fyrrverandi rektor og faðir Eyvindar Ágústs Runólfssonar, þess sem mesta áverka hlaut, sagði frá afleiðingum þeirra á Facebook. Virðast árásirnar hafa verið tilefnislausar en upptökur úr öryggismyndavélum komu að gagni við rannsókn málsins. Eyvindur fer fram á fimm milljónir króna í miskabætur og 55 þúsund krónur til viðbótar vegna útlagðs sjúkrakostnaðar. Aðrir krefjast 1,1 milljónar samanlagt í miskabætur. Lögreglumál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað ítrekað Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Sjá meira
Fjórir karlmenn á þrítugsaldri hafa verið ákærðir af embætti héraðssaksóknara fyrir þrjár líkamsárásir sem áttu sér stað í febrúar á síðasta ári. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur síðastliðinn mánudag. Tveimur mannanna er gefið að sök að hafa ráðist að stúlku í Hafnarstræti í Reykjavík, hrint henni á vegg og í kjölfarið í jörðina með þeim afleiðingum að hún tognaði á hné og hruflaðist á höndum. Strax í kjölfarið á annar þeirra, í félagi við annan mann sem ekki er ákærður fyrir hrindinguna, að hafa ráðist á kærasta stúlkunnar með höggum og spörkum. Hlaut hann heilablæðingu og stóran skurð á hnakka. Er þeim gefin stórfelld líkamsárás að sök vegna þessa. Þeim sem ákærður er vegna beggja fyrri árásanna er gefin önnur árás að sök í félagi við fjórða manninn. Eru þeir ákærðir fyrir að hafa slegið hann í bak og höfuð með þeim afleiðingum að hann hlaut skurð og mar á höfði. Fjallað var um árásirnar skömmu eftir að þær áttu sér stað eftir að Runólfur Ágústsson, fyrrverandi rektor og faðir Eyvindar Ágústs Runólfssonar, þess sem mesta áverka hlaut, sagði frá afleiðingum þeirra á Facebook. Virðast árásirnar hafa verið tilefnislausar en upptökur úr öryggismyndavélum komu að gagni við rannsókn málsins. Eyvindur fer fram á fimm milljónir króna í miskabætur og 55 þúsund krónur til viðbótar vegna útlagðs sjúkrakostnaðar. Aðrir krefjast 1,1 milljónar samanlagt í miskabætur.
Lögreglumál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað ítrekað Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Sjá meira