8000 teskeiðar Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 6. október 2018 07:15 Meðaljóninn í okkar heimshluta brennir um það bil fimmtungi þeirra hitaeininga sem afi hans og amma gerðu í daglegu amstri. Ræktin, fjallgöngur, útihlaup og hreyfing til heilsubótar er ekki talið með. Skortir okkur agann sem forfeðurnir bjuggu yfir? Erum við kærulausari, látum okkur eigin heilsu og velferð barna okkar í léttu rúmi liggja? Auðvitað ekki. En eðli vinnu hefur breyst og freistingarnar eru allt í kring. Hvernig snúum við þessu við – náum hinu langþráða jafnvægi milli matar og hreyfingar, hinum gullna meðalvegi sem allflestir fetuðu áður fyrr? Íslendingar eru meðal feitustu þjóða. Viðbúið er að senn komi að skuldadögum. Uppgjörið snertir ekki einungis þá sem glíma við aukakílóin og sjúkdómana, sem tengjast óhófinu, og þeirra fólk. Heilbrigðiskerfið er rekið fyrir skattfé. Þetta snertir alla. Og þar spilar mataræðið langstærsta rullu og svo hreyfingin. Upp úr 1980 fór af stað mikil herferð gegn fitu. Þegar fitan fór út af matseðlinum kom viðbættur sykur í staðinn. Einnig fór að bera meira á unninni matvöru. Því sem náttúran býður var skipt út fyrir matvöru sem maðurinn sjálfur hafði fundið upp og átt við. Varla þarf að leita lengi á Íslandi til að sjá að matarvenjum okkar er stórlega ábótavant. Við hringveginn eru sykraðir gosdrykkir, unnar kjötvörur og sælgæti meira áberandi en einfaldur, hollur matur. Ekki bara hér á landi. Við getum ekki farið um flugvöll, keypt bensín eða hóstamixtúru án þess að á vegi okkar verði stæðurnar af snakki, sælgæti og hvers kyns óhollustu. Sjálft höfuðvígi heilsunnar – Landspítalinn – er ekki barnanna bestur. Furðulegt er að sjúklingar, sem fá úrvals þjónustu frá læknum og hjúkrunarfólki, fái matarbakka sem hæfir þorrablóti. Meðal Bandaríkjamaður innbyrðir 36 kíló af fitu árlega og setur 8000 teskeiðar af sykri inn fyrir varir sínar. Gosdrykkjaþamb vegur þungt. Meðalþambið er 215 lítrar. Það er ekki lítið. Rannsóknir sýna, að þegar 100 manns sem berjast við aukakílóin fara í megrun og æfa reglulega – eru færri en fimm þeirra enn að tveimur árum síðar. Uppeldi ræður miklu um mataræði og hreyfingu. Foreldrum ber að leiðbeina börnum sínum um hollt mataræði og hvetja þau til hreyfingar. En fólki sem ekki hefur úr miklu að spila er vorkunn. Það kostar mikla peninga að borða hollan mat og tómstundir eru rándýrar. Þarna þarf hið opinbera – ríki og sveitarfélög – að stíga inn. Skattkerfið á að hvetja til neyslu hollari fæðu. Skipuleg hreyfing á að vera fyrir alla – veigamikill hluti af skólagöngu. Við gerum ábyggilega margt vel á Íslandi í þessum efnum. Ef marka má afrek landans í alþjóðlegum íþróttum er hann duglegur að hreyfa sig. En betur má ef duga skal. Við erum meðal feitustu Evrópuþjóða. Leiðin til að reka af sér slyðruorðið er vel þekkt. Við þurfum að sameinast um að feta einstigið milli hófsemi í mat og drykk og hollrar hreyfingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Meðaljóninn í okkar heimshluta brennir um það bil fimmtungi þeirra hitaeininga sem afi hans og amma gerðu í daglegu amstri. Ræktin, fjallgöngur, útihlaup og hreyfing til heilsubótar er ekki talið með. Skortir okkur agann sem forfeðurnir bjuggu yfir? Erum við kærulausari, látum okkur eigin heilsu og velferð barna okkar í léttu rúmi liggja? Auðvitað ekki. En eðli vinnu hefur breyst og freistingarnar eru allt í kring. Hvernig snúum við þessu við – náum hinu langþráða jafnvægi milli matar og hreyfingar, hinum gullna meðalvegi sem allflestir fetuðu áður fyrr? Íslendingar eru meðal feitustu þjóða. Viðbúið er að senn komi að skuldadögum. Uppgjörið snertir ekki einungis þá sem glíma við aukakílóin og sjúkdómana, sem tengjast óhófinu, og þeirra fólk. Heilbrigðiskerfið er rekið fyrir skattfé. Þetta snertir alla. Og þar spilar mataræðið langstærsta rullu og svo hreyfingin. Upp úr 1980 fór af stað mikil herferð gegn fitu. Þegar fitan fór út af matseðlinum kom viðbættur sykur í staðinn. Einnig fór að bera meira á unninni matvöru. Því sem náttúran býður var skipt út fyrir matvöru sem maðurinn sjálfur hafði fundið upp og átt við. Varla þarf að leita lengi á Íslandi til að sjá að matarvenjum okkar er stórlega ábótavant. Við hringveginn eru sykraðir gosdrykkir, unnar kjötvörur og sælgæti meira áberandi en einfaldur, hollur matur. Ekki bara hér á landi. Við getum ekki farið um flugvöll, keypt bensín eða hóstamixtúru án þess að á vegi okkar verði stæðurnar af snakki, sælgæti og hvers kyns óhollustu. Sjálft höfuðvígi heilsunnar – Landspítalinn – er ekki barnanna bestur. Furðulegt er að sjúklingar, sem fá úrvals þjónustu frá læknum og hjúkrunarfólki, fái matarbakka sem hæfir þorrablóti. Meðal Bandaríkjamaður innbyrðir 36 kíló af fitu árlega og setur 8000 teskeiðar af sykri inn fyrir varir sínar. Gosdrykkjaþamb vegur þungt. Meðalþambið er 215 lítrar. Það er ekki lítið. Rannsóknir sýna, að þegar 100 manns sem berjast við aukakílóin fara í megrun og æfa reglulega – eru færri en fimm þeirra enn að tveimur árum síðar. Uppeldi ræður miklu um mataræði og hreyfingu. Foreldrum ber að leiðbeina börnum sínum um hollt mataræði og hvetja þau til hreyfingar. En fólki sem ekki hefur úr miklu að spila er vorkunn. Það kostar mikla peninga að borða hollan mat og tómstundir eru rándýrar. Þarna þarf hið opinbera – ríki og sveitarfélög – að stíga inn. Skattkerfið á að hvetja til neyslu hollari fæðu. Skipuleg hreyfing á að vera fyrir alla – veigamikill hluti af skólagöngu. Við gerum ábyggilega margt vel á Íslandi í þessum efnum. Ef marka má afrek landans í alþjóðlegum íþróttum er hann duglegur að hreyfa sig. En betur má ef duga skal. Við erum meðal feitustu Evrópuþjóða. Leiðin til að reka af sér slyðruorðið er vel þekkt. Við þurfum að sameinast um að feta einstigið milli hófsemi í mat og drykk og hollrar hreyfingar.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar