Ný breiðfylking að myndast innan verkalýðshreyfingarinnar Heimir Már Pétursson skrifar 5. október 2018 20:00 Nítján félög innan Starfsgreinasambandsins munu leggja fram kröfur sínar fyrir komandi kjaraviðræður um miðja næstu viku. Félögin öll hafa ákveðið að fara sameinuð fram í komandi kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins en það hefur ekki áður gerst í sögu sambandsins. Ný breiðfylking er í mótun innan verkalýðshreyfingarinnar sem gæti leitt komandi kjaraviðræður því í gær og í dag hefur forystufólk nítján aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins fundað á hótel Selfossi til að móta kröfur fyrir komandi kjaraviðræður. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins segir félögin öll hafa samþykkt að Starfsgreinasambandið fari með samningsumboð þeirra í komandi viðræðum. „Það er í fyrsta skipti í sögunni sem öll félög innan Starfsgreinasambandsins hafa veitt sambandinu umboð,“ segir Björn. En félög sambandsins á höfuðborgarsvæðinu hafa farið fram undir merkjum Flóabandalagsins undanfarin ár. Formenn félaganna fara nú með drög að kröfugerð til sinna félagsmanna til kynningar og samþykktar og er stefnt að því að kröfugerðin verði formlega lögð fram á miðvikudag í næstu viku. En viðræðuáætlanir vegna komandi samningalotu verða að liggja fyrir samkvæmt lögum fyrir 22. október. Innan úr Starfsgreinasambandinu hafa heyrst kröfur um að lægstu laun verði hækkuð í allt að 375 þúsund krónur og vinnuvikan stytt. En í nýlegu bréfi Samtaka atvinnulífsins til forystu verkalýðshreyfingarinnar er hins vegar lögð áhersla á hóflegar launahækkanir og að vægi dagvinnu á kostnað yfirvinnu verði aukið. „Hvenær hefur það gerst í upphafi kjarasamninga að Samtök atvinnulífsins hafi ekki sagt það? Ég man ekki eftir því og er búinn að vera svolítið lengi í þessu,“ segir Björn. Áhersla verði lögð á að bæta lægstu launin verulega. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, fjölmennasta félagsins innan Starfsgreinasambandsins, vill stækka samflot verkalýðsfélaganna enn frekar með félögum innan Landssambands verslunarmanna. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hefur einnig hvatt til þess. „Ég bind mjög miklar vonir við það. Það á eftir að koma í ljós hvernig það verður en ég er mjög vongóð.”Hversu mikilvægt er að fá VR með?„Gríðarlega mikilvægt, mjög mikilvægt,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir. Innlent Kjaramál Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira
Nítján félög innan Starfsgreinasambandsins munu leggja fram kröfur sínar fyrir komandi kjaraviðræður um miðja næstu viku. Félögin öll hafa ákveðið að fara sameinuð fram í komandi kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins en það hefur ekki áður gerst í sögu sambandsins. Ný breiðfylking er í mótun innan verkalýðshreyfingarinnar sem gæti leitt komandi kjaraviðræður því í gær og í dag hefur forystufólk nítján aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins fundað á hótel Selfossi til að móta kröfur fyrir komandi kjaraviðræður. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins segir félögin öll hafa samþykkt að Starfsgreinasambandið fari með samningsumboð þeirra í komandi viðræðum. „Það er í fyrsta skipti í sögunni sem öll félög innan Starfsgreinasambandsins hafa veitt sambandinu umboð,“ segir Björn. En félög sambandsins á höfuðborgarsvæðinu hafa farið fram undir merkjum Flóabandalagsins undanfarin ár. Formenn félaganna fara nú með drög að kröfugerð til sinna félagsmanna til kynningar og samþykktar og er stefnt að því að kröfugerðin verði formlega lögð fram á miðvikudag í næstu viku. En viðræðuáætlanir vegna komandi samningalotu verða að liggja fyrir samkvæmt lögum fyrir 22. október. Innan úr Starfsgreinasambandinu hafa heyrst kröfur um að lægstu laun verði hækkuð í allt að 375 þúsund krónur og vinnuvikan stytt. En í nýlegu bréfi Samtaka atvinnulífsins til forystu verkalýðshreyfingarinnar er hins vegar lögð áhersla á hóflegar launahækkanir og að vægi dagvinnu á kostnað yfirvinnu verði aukið. „Hvenær hefur það gerst í upphafi kjarasamninga að Samtök atvinnulífsins hafi ekki sagt það? Ég man ekki eftir því og er búinn að vera svolítið lengi í þessu,“ segir Björn. Áhersla verði lögð á að bæta lægstu launin verulega. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, fjölmennasta félagsins innan Starfsgreinasambandsins, vill stækka samflot verkalýðsfélaganna enn frekar með félögum innan Landssambands verslunarmanna. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hefur einnig hvatt til þess. „Ég bind mjög miklar vonir við það. Það á eftir að koma í ljós hvernig það verður en ég er mjög vongóð.”Hversu mikilvægt er að fá VR með?„Gríðarlega mikilvægt, mjög mikilvægt,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir.
Innlent Kjaramál Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira