Nábrókin dregur til sín fé og seldist fljótt Heimir Már Pétursson skrifar 5. október 2018 22:30 Málverk af Bjarna Benediktssyni að klæða sig í nábrók var fljótt að fara en kaupandinn var sjálfstæðismaður sem hafði húmor fyrir myndinni, að sögn Þrándar Þórarinssonar myndlistarmanns. Stjórnendur Hannesarholts tóku fyrir það að myndin yrði hluti af sýningu sem listamaðurinn heldur þar. Þjóðsagan segir að nábrók geti gert menn auðuga. Á verki Þrándar má sjá fjármálaráðherra smeygja sér í slíka brók. „Þessi mynd heitir Skollabuxna-Bjarni, einnig kölluð Nábrókar-Bjarni. Ég er hér að vinna með gamla þjóðtrú sem gekk út á að það væri hægt að komast í álnir með því að flá lík fyrir neðan mitti og klæða sig í skinnið af líkinu,” segir Þrándur um þessa umdeildu mynd sína. En myndin átti ekki upp á pallborðið hjá húsráðendum í Hannesarholti í Reykjavík þar sem Þrándur opnar sýningu á fertugsafmæli sínu á morgun. Hann segir að vissulega megi túlka myndina þannig að fjármálaráðherrann og fjársýslumaðurinn fyrrverandi hafi dregið til sín fé með því að klæðast nábrók. „Ég ætla samt ekki að stafa það ofan í fólk hvernig það vill túlka þetta verk. En jú það er vissulega nærtæk skýring á verkinu,” segir Þrándur. Hann er hins vegar ekki alls kostar sáttur við ritskoðun forráðamanna Hannesarholts. En þótt húsbændur Hannesarholts vilji ekki að myndin hangi upp á veitinga- og fundarstaðnum kunna aðrir ágætlega að meta hana. „Hún var eiginlega bara fljót að fara eftir að þetta kom upp, þetta mál. Hann tók það fram maðurinn sem keypti af mér myndina að hann væri sjálfur sjálfstæðismaður og hafði bara húmor fyrir þessu,” segir myndlistarmaðurinn sem segist ekki eiga í erfiðleikum með að koma myndum sínum í verð.Aðrar myndir hér á sýningunni í Hannesarholti eru kannski ekki alveg eins blóðugar og nábrókin?„Nei, þær eru miskrassandi. Sumar eru grófari en aðrar. Margar eru bara voðalega blíðar og saklausar.”Eins og þjóðarleiðtogarnir, Reagan og Gorbatsjov, fyrir framan Höfða hér á bakvið okkur?„Jú,jú segðu. Þessa kalla ég Stóðum tveir í túni.” En Þrándur blandar oft sögupersónum inn í myndir sínar og síðan sjálfum sér. „Ég er þarna að fæða sjálfan mig og ég er líka ljósmóðirin á þessari mynd. Þetta er svona þreföld sjálfsmynd. Ég gerði þessa mynd til stuðnings ljósmæðrum, þegar ljósmæðradeilan stóð sem hæst,” segir Þrándur Þórarinsson. Innlent Tengdar fréttir Hannesarholt neitar að sýna Nábrókar-Bjarna Þrándi Þórarinssyni listmálara hefur verið meinað að sýna málverkið Nábrókar-Bjarna á sýningu sinni sem opnuð verður í Hannesarholti um helgina. 4. október 2018 20:00 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Málverk af Bjarna Benediktssyni að klæða sig í nábrók var fljótt að fara en kaupandinn var sjálfstæðismaður sem hafði húmor fyrir myndinni, að sögn Þrándar Þórarinssonar myndlistarmanns. Stjórnendur Hannesarholts tóku fyrir það að myndin yrði hluti af sýningu sem listamaðurinn heldur þar. Þjóðsagan segir að nábrók geti gert menn auðuga. Á verki Þrándar má sjá fjármálaráðherra smeygja sér í slíka brók. „Þessi mynd heitir Skollabuxna-Bjarni, einnig kölluð Nábrókar-Bjarni. Ég er hér að vinna með gamla þjóðtrú sem gekk út á að það væri hægt að komast í álnir með því að flá lík fyrir neðan mitti og klæða sig í skinnið af líkinu,” segir Þrándur um þessa umdeildu mynd sína. En myndin átti ekki upp á pallborðið hjá húsráðendum í Hannesarholti í Reykjavík þar sem Þrándur opnar sýningu á fertugsafmæli sínu á morgun. Hann segir að vissulega megi túlka myndina þannig að fjármálaráðherrann og fjársýslumaðurinn fyrrverandi hafi dregið til sín fé með því að klæðast nábrók. „Ég ætla samt ekki að stafa það ofan í fólk hvernig það vill túlka þetta verk. En jú það er vissulega nærtæk skýring á verkinu,” segir Þrándur. Hann er hins vegar ekki alls kostar sáttur við ritskoðun forráðamanna Hannesarholts. En þótt húsbændur Hannesarholts vilji ekki að myndin hangi upp á veitinga- og fundarstaðnum kunna aðrir ágætlega að meta hana. „Hún var eiginlega bara fljót að fara eftir að þetta kom upp, þetta mál. Hann tók það fram maðurinn sem keypti af mér myndina að hann væri sjálfur sjálfstæðismaður og hafði bara húmor fyrir þessu,” segir myndlistarmaðurinn sem segist ekki eiga í erfiðleikum með að koma myndum sínum í verð.Aðrar myndir hér á sýningunni í Hannesarholti eru kannski ekki alveg eins blóðugar og nábrókin?„Nei, þær eru miskrassandi. Sumar eru grófari en aðrar. Margar eru bara voðalega blíðar og saklausar.”Eins og þjóðarleiðtogarnir, Reagan og Gorbatsjov, fyrir framan Höfða hér á bakvið okkur?„Jú,jú segðu. Þessa kalla ég Stóðum tveir í túni.” En Þrándur blandar oft sögupersónum inn í myndir sínar og síðan sjálfum sér. „Ég er þarna að fæða sjálfan mig og ég er líka ljósmóðirin á þessari mynd. Þetta er svona þreföld sjálfsmynd. Ég gerði þessa mynd til stuðnings ljósmæðrum, þegar ljósmæðradeilan stóð sem hæst,” segir Þrándur Þórarinsson.
Innlent Tengdar fréttir Hannesarholt neitar að sýna Nábrókar-Bjarna Þrándi Þórarinssyni listmálara hefur verið meinað að sýna málverkið Nábrókar-Bjarna á sýningu sinni sem opnuð verður í Hannesarholti um helgina. 4. október 2018 20:00 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Hannesarholt neitar að sýna Nábrókar-Bjarna Þrándi Þórarinssyni listmálara hefur verið meinað að sýna málverkið Nábrókar-Bjarna á sýningu sinni sem opnuð verður í Hannesarholti um helgina. 4. október 2018 20:00