Fundu sterkar vísendingar um fyrsta fjartunglið Kjartan Kjartansson skrifar 4. október 2018 23:32 Teikning listamanns af Kepler 1625b með tungli. NASA, ESA, and L. Hustak (STScI) Tveir stjörnufræðingar telja sig hafa fundið sterkar vísbendingar um risavaxið tungl á braut um reikistjörnu í öðru sólkerfi. Verði uppgötvunin staðfest er þetta fyrsta tunglið sem menn hafa komið auga á utan sólkerfisins okkar. Tunglið er engin smásmíði en stærð þess er fordæmalaus í sólkerfinu okkar. Það er sagt sambærilegt að þvermáli og ísrisinn Neptúnus. Það er að finna í sólkerfi sem er í um átta þúsund ljósára fjarlægð frá jörðinni. Móðurreikistjarnan er einnig tröllvaxin. Hún er gasrisi sem er nokkrum sinnum massameiri en Júpíter, stærsta reikistjarnan í sólkerfinu okkar. Saman ganga hnettirnir á braut um móðurstjörnu sína sem er talin rétt innan svonefnds lífbeltis hennar. Vísindamenn komust fyrst á spor tunglsins þegar Kepler-geimsjónaukinn beindi linsu sinni í átt að fjarreikistjörnunni Kepler-1625b í fyrra. Það voru svo tveir stjörnufræðingar við Kólumbíuháskóla í New York sem notuðu Hubble-geimsjónaukann til þess að litast frekar um eftir mögulegu tungli, að því er segir í frétt á vef Hubble-sjónaukans. Enginn hægðarleikur er að finna fjarreikistjörnur, hvað þá fjartungl eins og þetta. Reikistjörnurnar eru dimmar og litlar og hverfa í geislandi bjarma móðurstjarna sinna. Stjörnufræðingar koma yfirleitt auga á fjarreikistjörnur með því að skima svæði á himninum og leita að örlitlum breytingum á birtu stjarnanna sem geta verið vísbendingar um reikistjörnur sem ganga fyrir þær frá jörðinni séð. Til þess leggjast vísindamenn yfir gröf sem sýna birtustig stjarnanna. Kepler-geimsjónaukinn hefur fundið þúsundir fjarreikistjarna með þessum hætti. Enn erfiðara er hins vegar að finna fjartungl sem eru enn smærri og skilja enn veikari ummerki eftir sig.Tveir skuggar á skömmum tíma Í leit sinni að tungli á braut um Kepler 1625b fylgdust stjörnufræðingarnir með því þegar reikistjarnan gekk fyrir móðurstjörnuna með Hubble. Þá tóku þeir eftir örlitlum frávikum í ljósinu sem barst frá henni til jarðar. Í ljós kom að þremur og hálfri klukkustund eftir að reikistjarnan hafði gengið fyrir stjörnuna skyggði eitthvað mun minna á stjörnuna. Það gat passað við tungl sem fylgdi í humátt á eftir reikistjörnunni. „Það var sannarlega sláandi augnablik að sjá þetta ljósgraf, hjartað mitt byrjaði að slá örlítið hraðar og ég hélt bara áfram að stara á þetta merki,“ segir David Kipping, annar stjörnufræðinganna. Reikistjarnan byrjaði einnig að ganga fyrir stjörnuna meira en klukkustund fyrr en vísindamennirnir höfðu gert ráð fyrir. Það telja vísindamennirnir geta skýrst af þyngdaráhrifum tungls á braut um hana. Það frávik gæti einnig skýrst af annarri reikistjörnu í sólkerfinu. Hubble fann hins vegar engar vísbendingar um fleiri reikistjörnur. Stærð tunglsins er óvenjuleg og gæti hún leitt til þess að stjörnufræðingar þurfi að endurskoða kenningar sínar um hvernig sólkerfi þróast og hvernig tungl myndast í þeim. Vísindi Tengdar fréttir Afkastamesti fjarreikistjörnukönnuðurinn nálgast endalokin Kepler-geimsjónaukinn er kominn í dvala á meðan gögnum sem hann hefur safnað er hlaðið niður. Eldsneyti hans er að þrotum komið. 10. júlí 2018 10:15 Gervigreind fann sólkerfi með átta reikistjörnur Búið er að finna jafningja sólkerfis okkar. 14. desember 2017 23:05 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Sjá meira
Tveir stjörnufræðingar telja sig hafa fundið sterkar vísbendingar um risavaxið tungl á braut um reikistjörnu í öðru sólkerfi. Verði uppgötvunin staðfest er þetta fyrsta tunglið sem menn hafa komið auga á utan sólkerfisins okkar. Tunglið er engin smásmíði en stærð þess er fordæmalaus í sólkerfinu okkar. Það er sagt sambærilegt að þvermáli og ísrisinn Neptúnus. Það er að finna í sólkerfi sem er í um átta þúsund ljósára fjarlægð frá jörðinni. Móðurreikistjarnan er einnig tröllvaxin. Hún er gasrisi sem er nokkrum sinnum massameiri en Júpíter, stærsta reikistjarnan í sólkerfinu okkar. Saman ganga hnettirnir á braut um móðurstjörnu sína sem er talin rétt innan svonefnds lífbeltis hennar. Vísindamenn komust fyrst á spor tunglsins þegar Kepler-geimsjónaukinn beindi linsu sinni í átt að fjarreikistjörnunni Kepler-1625b í fyrra. Það voru svo tveir stjörnufræðingar við Kólumbíuháskóla í New York sem notuðu Hubble-geimsjónaukann til þess að litast frekar um eftir mögulegu tungli, að því er segir í frétt á vef Hubble-sjónaukans. Enginn hægðarleikur er að finna fjarreikistjörnur, hvað þá fjartungl eins og þetta. Reikistjörnurnar eru dimmar og litlar og hverfa í geislandi bjarma móðurstjarna sinna. Stjörnufræðingar koma yfirleitt auga á fjarreikistjörnur með því að skima svæði á himninum og leita að örlitlum breytingum á birtu stjarnanna sem geta verið vísbendingar um reikistjörnur sem ganga fyrir þær frá jörðinni séð. Til þess leggjast vísindamenn yfir gröf sem sýna birtustig stjarnanna. Kepler-geimsjónaukinn hefur fundið þúsundir fjarreikistjarna með þessum hætti. Enn erfiðara er hins vegar að finna fjartungl sem eru enn smærri og skilja enn veikari ummerki eftir sig.Tveir skuggar á skömmum tíma Í leit sinni að tungli á braut um Kepler 1625b fylgdust stjörnufræðingarnir með því þegar reikistjarnan gekk fyrir móðurstjörnuna með Hubble. Þá tóku þeir eftir örlitlum frávikum í ljósinu sem barst frá henni til jarðar. Í ljós kom að þremur og hálfri klukkustund eftir að reikistjarnan hafði gengið fyrir stjörnuna skyggði eitthvað mun minna á stjörnuna. Það gat passað við tungl sem fylgdi í humátt á eftir reikistjörnunni. „Það var sannarlega sláandi augnablik að sjá þetta ljósgraf, hjartað mitt byrjaði að slá örlítið hraðar og ég hélt bara áfram að stara á þetta merki,“ segir David Kipping, annar stjörnufræðinganna. Reikistjarnan byrjaði einnig að ganga fyrir stjörnuna meira en klukkustund fyrr en vísindamennirnir höfðu gert ráð fyrir. Það telja vísindamennirnir geta skýrst af þyngdaráhrifum tungls á braut um hana. Það frávik gæti einnig skýrst af annarri reikistjörnu í sólkerfinu. Hubble fann hins vegar engar vísbendingar um fleiri reikistjörnur. Stærð tunglsins er óvenjuleg og gæti hún leitt til þess að stjörnufræðingar þurfi að endurskoða kenningar sínar um hvernig sólkerfi þróast og hvernig tungl myndast í þeim.
Vísindi Tengdar fréttir Afkastamesti fjarreikistjörnukönnuðurinn nálgast endalokin Kepler-geimsjónaukinn er kominn í dvala á meðan gögnum sem hann hefur safnað er hlaðið niður. Eldsneyti hans er að þrotum komið. 10. júlí 2018 10:15 Gervigreind fann sólkerfi með átta reikistjörnur Búið er að finna jafningja sólkerfis okkar. 14. desember 2017 23:05 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Sjá meira
Afkastamesti fjarreikistjörnukönnuðurinn nálgast endalokin Kepler-geimsjónaukinn er kominn í dvala á meðan gögnum sem hann hefur safnað er hlaðið niður. Eldsneyti hans er að þrotum komið. 10. júlí 2018 10:15
Gervigreind fann sólkerfi með átta reikistjörnur Búið er að finna jafningja sólkerfis okkar. 14. desember 2017 23:05