Höfum sofið á verðinum hvað það varðar að stýra vinnuálagi Hjörvar Ólafsson skrifar 5. október 2018 09:00 Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ. vísir/ernir Stjórn KSÍ fékk bréf frá starfsfólki sambandsins í lok ágúst þar sem það lýsir yfir áhyggjum af vinnuálagi. Þar koma fram vangaveltur starfsmanna um að vinnuálag sé á stundum of mikið og tilmæli þeirra um að heilsufari starfsmanna verði meiri gaumur gefinn. Fram kemur í fundargerðinni að stjórn og framkvæmdastjóri KSÍ taki málið alvarlega. Þau munu bregðast við áhyggjum starfsmanna sinna í samráði við heilsufyrirtækið Auðnast sem hefur verið samstarfsaðili sambandsins undanfarin ár. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, ræðir við Fréttablaðið hvernig sambandið hyggst bregðast við áhyggjum starfsmanna sinna. Hjá sambandinu vinna um það bil 20 starfsmenn í fullu starfi sem er ansi lítill starfsmannafjöldi sé mið tekið af öðrum knattspyrnusamböndum. Verkefni sambandsins eru mörg og sum þeirra einkar umfangsmikil. Sú hefð hefur skapast innan sambandsins að starfsmenn einhenda sér í öll þau verkefni sem inna þarf af hendi og er þá ekki ávallt spurt hvort verkefnið eigi að vera á könnu þess sem sinnir því. Fjölmiðlamenn vita það til að mynda að fjölmiðlafulltrúar eru boðnir og búnir að svara fyrirspurnum fjölmiðlamanna jafnvel þótt þær komi utan venjulegs vinnutíma. „Við vitum það vel að umfang starfsemi sambandsins hefur vaxið umtalsvert. Það er til að mynda með reglubundinni þátttöku okkar á stórmótum, fjölgun deilda, bæði í karla- og kvennaflokki og fjölgun liða í deildunum og aukinni fjölmiðlaathygli á íslenskri knattspyrnu. Starfsmenn sambandsins hafa unnið langa vinnudaga og við höfum sofið á verðinum hvað það varðar að stýra vinnuálaginu hjá okkur,“ segir Klara um vinnuálagið innan sambandsins. „Við brugðumst við því að við fundum hversu vinnuálagið var okkur um megn á Evrópumótinu árið 2016 með því að ráða fleiri starfsmenn tímabundið í kringum heimsmeistaramótið í sumar. Það var samt sem áður mikið álag á starfsmönnum þrátt fyrir að þetta hafi verið mun meðfærilegra. Starfsmenn okkar eru ávallt boðnir og búnir að vinna langa vinnudaga, svara fyrirspurnum nánast hvenær sólarhringsins sem er og taka vinnuna með sér heim. Við þurfum að fræða starfsmenn okkar betur um mikilvægi hvíldar, að geta aðskilið vinnu og frítíma og nauðsyn þess að sofa vel,“ segir framkvæmdastjórinn. „Stjórn sambandsins hefur svo verið að vinna í stefnumótun fyrir sambandið og skipulagsbreytingum innan sambandsins. Þar er meðal annars verið að fara yfir það hvernig við getum dreift álaginu betur á milli starfsmannanna og hvort við getum útvistað einhverju af þeim verkefnum sem við sinnum þessa stundina. Þá mun heilsufyrirtækið Auðnast sem gert hefur heilsufarsskoðanir á starfsmönnum okkar undanfarin tvö ár – það er athugun á blóðsykri og blóðþrýstingi og fleira í þeim dúr – gera ítarlegri heilsufarsskoðanir á starfsmönnum sambandsins,“ segir hún. „Það ber hins vegar að undirstrika að í fyrrgreindu bréfi komu ekki fram ásakanir eða kvartanir. Þarna voru einfaldlega vinsamlegar ábendingar sem eru góð áminning um hvað betur megi fara hjá okkur. Innan starfsmannahópsins er afar góður vinnuandi og það sést kannski best á því hversu lengi flestir okkar starfsmenn hafa unnið hér og þeirri staðreynd að fáir starfsmenn hætta hjá okkur í gegnum tíðina,“ segir Klara. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Sjá meira
Stjórn KSÍ fékk bréf frá starfsfólki sambandsins í lok ágúst þar sem það lýsir yfir áhyggjum af vinnuálagi. Þar koma fram vangaveltur starfsmanna um að vinnuálag sé á stundum of mikið og tilmæli þeirra um að heilsufari starfsmanna verði meiri gaumur gefinn. Fram kemur í fundargerðinni að stjórn og framkvæmdastjóri KSÍ taki málið alvarlega. Þau munu bregðast við áhyggjum starfsmanna sinna í samráði við heilsufyrirtækið Auðnast sem hefur verið samstarfsaðili sambandsins undanfarin ár. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, ræðir við Fréttablaðið hvernig sambandið hyggst bregðast við áhyggjum starfsmanna sinna. Hjá sambandinu vinna um það bil 20 starfsmenn í fullu starfi sem er ansi lítill starfsmannafjöldi sé mið tekið af öðrum knattspyrnusamböndum. Verkefni sambandsins eru mörg og sum þeirra einkar umfangsmikil. Sú hefð hefur skapast innan sambandsins að starfsmenn einhenda sér í öll þau verkefni sem inna þarf af hendi og er þá ekki ávallt spurt hvort verkefnið eigi að vera á könnu þess sem sinnir því. Fjölmiðlamenn vita það til að mynda að fjölmiðlafulltrúar eru boðnir og búnir að svara fyrirspurnum fjölmiðlamanna jafnvel þótt þær komi utan venjulegs vinnutíma. „Við vitum það vel að umfang starfsemi sambandsins hefur vaxið umtalsvert. Það er til að mynda með reglubundinni þátttöku okkar á stórmótum, fjölgun deilda, bæði í karla- og kvennaflokki og fjölgun liða í deildunum og aukinni fjölmiðlaathygli á íslenskri knattspyrnu. Starfsmenn sambandsins hafa unnið langa vinnudaga og við höfum sofið á verðinum hvað það varðar að stýra vinnuálaginu hjá okkur,“ segir Klara um vinnuálagið innan sambandsins. „Við brugðumst við því að við fundum hversu vinnuálagið var okkur um megn á Evrópumótinu árið 2016 með því að ráða fleiri starfsmenn tímabundið í kringum heimsmeistaramótið í sumar. Það var samt sem áður mikið álag á starfsmönnum þrátt fyrir að þetta hafi verið mun meðfærilegra. Starfsmenn okkar eru ávallt boðnir og búnir að vinna langa vinnudaga, svara fyrirspurnum nánast hvenær sólarhringsins sem er og taka vinnuna með sér heim. Við þurfum að fræða starfsmenn okkar betur um mikilvægi hvíldar, að geta aðskilið vinnu og frítíma og nauðsyn þess að sofa vel,“ segir framkvæmdastjórinn. „Stjórn sambandsins hefur svo verið að vinna í stefnumótun fyrir sambandið og skipulagsbreytingum innan sambandsins. Þar er meðal annars verið að fara yfir það hvernig við getum dreift álaginu betur á milli starfsmannanna og hvort við getum útvistað einhverju af þeim verkefnum sem við sinnum þessa stundina. Þá mun heilsufyrirtækið Auðnast sem gert hefur heilsufarsskoðanir á starfsmönnum okkar undanfarin tvö ár – það er athugun á blóðsykri og blóðþrýstingi og fleira í þeim dúr – gera ítarlegri heilsufarsskoðanir á starfsmönnum sambandsins,“ segir hún. „Það ber hins vegar að undirstrika að í fyrrgreindu bréfi komu ekki fram ásakanir eða kvartanir. Þarna voru einfaldlega vinsamlegar ábendingar sem eru góð áminning um hvað betur megi fara hjá okkur. Innan starfsmannahópsins er afar góður vinnuandi og það sést kannski best á því hversu lengi flestir okkar starfsmenn hafa unnið hér og þeirri staðreynd að fáir starfsmenn hætta hjá okkur í gegnum tíðina,“ segir Klara.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Sjá meira