Ingi: Getum ekki reiknað með Pavel fyrr en við sjáum hann á æfingu Árni Jóhannsson skrifar 4. október 2018 21:53 Ingi var ánægður með sína menn í kvöld. vísir/ernir Nýr þjálfari KR, Ingi Þór Steinþórsson, er kominn aftur á heimaslóðir en hann þjálfaði KR frá 1999 til 2004 en er snúinn aftur í Vesturbæinn til að sjá um uppbygginguna eftir ansi langa og samfellda sigurgöngu KR í körfubolta undanfarin ár. Fyrsti leikurinn var fyrr í kvöld á móti nýliðum Skallagríms og var hann spurður að því hvernig tilfinningin væri að klára fyrsta leikinn í nýjum búning. „Þetta er nú gamall og góður búningur og maður flýr ekki uppruna sinn. Tilfinningin er samt ótrúlega góð,” sagði Ingi Þór í leikslok. Eftir jafnan fyrri hálfleik þá sigldu heimamenn fram úr en sex stigum munaði á liðunum í hálfleik en KR vann að lokum 109-93. Ingi Þór var spurður að því hvað hann hafi sagt við sína menn í hálfleik. „Við tökum ekkert af Skallagrím, þeir voru sprækir og gerðu mjög vel hérna. Voru að skjóta boltanum mjög vel og sóttu hart að okkur en við náðum svo að stoppa fyrir smá leka og héldum síðan ákafanum út leikinn þannig að leiðir skildu en við erum kannski með örlítið meiri breidd en þeir.” „Við löguðum nokkur atriði varnarlega og það gaf okkur auðveldar körfur sem við nýttum okkur til að skapa sigurinn.“ Inga líst mjög vel á komandi tímabil en gerir sér alveg grein fyrir því að verkefnið er ærið enda er þetta sigursæla félag í endurbyggingu. „Þetta er bara nýtt lið. Liðið sem í fyrra hökti að titlinum á nánast ótrúlegan hátt er farið nánast allt eða allavega hryggjarsúlan úr því. Þekkingin er hinsvegar til staðar hérna og við erum bara auðmjúk og nálgumst verkefnið þannig að við ætlum okkur að búa til gott lið og taka okkur tíma í það.” „Við erum raunhæf og erum ekkert að taka fram úr okkur með neitt, ætlum að láta verkin tala.” „Eins og staðan er í dag þá eigum við langt í land, við sýndum það seinasta sunnudag að við eigum langt í land til að vera góðir og á meðan ég og Hjalti og strákarnir erum meðvitaðir um þetta og erum að vinna í því þá eigum við eftir að vera betri.“ Að lokum var Ingi spurður út í stöðuna á Pavel Ermolinskij en ekkert hefur heyrst um það hvað hann ætlar að gera í vetur. „Staðan hjá Pavel er í raun og veru óákveðin, hann er meiddur og ekki að æfa með okkur eins og er. Vonandi þegar lengra líður þá gerist eitthvað í þeim málum. Eins og staðan er í dag þá erum við ekki með hann í hópnum hjá okkur þannig að við getum ekkert reiknað með honum fyrr en við sjáum hann á æfingu.” Dominos-deild karla Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Sjá meira
Nýr þjálfari KR, Ingi Þór Steinþórsson, er kominn aftur á heimaslóðir en hann þjálfaði KR frá 1999 til 2004 en er snúinn aftur í Vesturbæinn til að sjá um uppbygginguna eftir ansi langa og samfellda sigurgöngu KR í körfubolta undanfarin ár. Fyrsti leikurinn var fyrr í kvöld á móti nýliðum Skallagríms og var hann spurður að því hvernig tilfinningin væri að klára fyrsta leikinn í nýjum búning. „Þetta er nú gamall og góður búningur og maður flýr ekki uppruna sinn. Tilfinningin er samt ótrúlega góð,” sagði Ingi Þór í leikslok. Eftir jafnan fyrri hálfleik þá sigldu heimamenn fram úr en sex stigum munaði á liðunum í hálfleik en KR vann að lokum 109-93. Ingi Þór var spurður að því hvað hann hafi sagt við sína menn í hálfleik. „Við tökum ekkert af Skallagrím, þeir voru sprækir og gerðu mjög vel hérna. Voru að skjóta boltanum mjög vel og sóttu hart að okkur en við náðum svo að stoppa fyrir smá leka og héldum síðan ákafanum út leikinn þannig að leiðir skildu en við erum kannski með örlítið meiri breidd en þeir.” „Við löguðum nokkur atriði varnarlega og það gaf okkur auðveldar körfur sem við nýttum okkur til að skapa sigurinn.“ Inga líst mjög vel á komandi tímabil en gerir sér alveg grein fyrir því að verkefnið er ærið enda er þetta sigursæla félag í endurbyggingu. „Þetta er bara nýtt lið. Liðið sem í fyrra hökti að titlinum á nánast ótrúlegan hátt er farið nánast allt eða allavega hryggjarsúlan úr því. Þekkingin er hinsvegar til staðar hérna og við erum bara auðmjúk og nálgumst verkefnið þannig að við ætlum okkur að búa til gott lið og taka okkur tíma í það.” „Við erum raunhæf og erum ekkert að taka fram úr okkur með neitt, ætlum að láta verkin tala.” „Eins og staðan er í dag þá eigum við langt í land, við sýndum það seinasta sunnudag að við eigum langt í land til að vera góðir og á meðan ég og Hjalti og strákarnir erum meðvitaðir um þetta og erum að vinna í því þá eigum við eftir að vera betri.“ Að lokum var Ingi spurður út í stöðuna á Pavel Ermolinskij en ekkert hefur heyrst um það hvað hann ætlar að gera í vetur. „Staðan hjá Pavel er í raun og veru óákveðin, hann er meiddur og ekki að æfa með okkur eins og er. Vonandi þegar lengra líður þá gerist eitthvað í þeim málum. Eins og staðan er í dag þá erum við ekki með hann í hópnum hjá okkur þannig að við getum ekkert reiknað með honum fyrr en við sjáum hann á æfingu.”
Dominos-deild karla Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Sjá meira