Íslandsmeistararnir hefja leik gegn nýliðunum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 4. október 2018 14:00 KR fagnaði sínum fimmta Íslandsmeistaratitli í röð í vor. Kemur sá sjötti í safnið? vísir Domino's deild karla fer af stað í kvöld og er tímabilið í ár eitt það óútreiknanlegasta í langan tíma. Stjörnunni er spáð sigri, Íslandsmeisturum KR spáð í baráttu um heimaleikjarétt og deildarmeistarar Hauka gætu fallið ef einhverjar spár ganga eftir. Síðasta vetur var KKÍ gert að afnema svokallaða 4+1 reglu sem takmarkaði fjölda erlendra leikmanna í liðum deilda sambandsins við einn. Nú mega liðin tefla fram eins mörgum evrópskum leikmönnum og þau vilja. Það er því mikið af óþekktum stærðum í liðunum fyrir þetta tímabil og erfitt að segja til um hvað gerist í vetur. Eitt virðast flestir þó sammála um: Stjarnan mun vera í toppbaráttunni.Ægir Þór Steinarsson kann við sig í bláu. Hann er nú kominn í Stjörnubláttvísir/ernirStjörnumenn fengu til sín landsliðsmanninn Ægi Þór Steinarsson sem snéri heim úr atvinnumennsku á Spáni og finnska landsliðsmanninn Antti Kanervo. Það kemur í ljós annað kvöld hvernig Garðabæjarliðið kemur undan sumrinu, þeir hefja leik gegn ÍR. Deildin hefst hins vegar með fjórum leikjum í kvöld. KR hefur verið með einokun á Íslandsmeistaratitlinum síðustu fimm árin en þar gæti orðið breyting á eftir miklar mannabreytingar í sumar. KR-ingar voru teknir í karphúsið af Tindastólsmönnum í Meistarakeppni KKÍ síðasta sunnudag og frammistaða liðsins hefur ekki fyllt mörg hjörtu í Vesturbænum af von. KR-ingar mæta nýliðum Skallagríms í DHL-höllinni í kvöld. Á síðasta tímabili mættu þeir einnig nýliðum í fyrstu umferð, þá sóttu þeir Valsmenn heim. Sá leikur endaði með sjö stiga sigri KR.Sigtryggur Arnar Björnsson er farinn úr vínrauðu í GrindavíkurgultVísir/EyþórBikarmeistarar Tindastóls fögnuðu sínum fyrsta titli þegar þeir lyftu Maltbikarnum í janúar. Þeir bættu í safnið á sunnudaginn með meistarar meistaranna bikarnum eftir sigurinn á KR. Þeir hefja tímabilið heima á Sauðárkróki þar sem Þórsarar úr Þorlákshöfn mæta í Síkið. Stólarnir unnu báða leiki þessara liða á síðasta tímabili, þar af stórsigur í Síkinu. Suður með sjó mæta hinir nýliðar deildarinnar Breiðablik gulum Grindvíkingum. Grindavík endaði í sjötta sæti deildarinnar í fyrra og tapaði gegn Tindastól í 8-liða úrslitunum. Rauðu fuglafélögin Valur og Haukar mætast svo í Origo höllinni á Hlíðarenda. Deildarmeistararnir misstu fjóra stóra leikmenn í sumar og veðja flestir á að þeir muni eiga erfitt uppdráttar í vetur. Ívar Ásgrímsson sagði sjálfur að það væri líklega óraunhæft fyrir Hauka að stefna á heimaleikjarétt, 5.-6. sæti væri markmiðið. Umferðin klárast svo á föstudaginn með stórleik í Ljónagryfjunni, grannaslag Njarðvíkur og Keflavíkur, og allir leikirnir verða að sjálfsögðu gerðir upp í Domino's Körfuboltakvöldi sem verður á sínum stað líkt og fyrri ár.1. umferð Domino's deildar karla:Fimmtudagur 4. október 19:15 Tindastóll - Þór Þorlákshöfn 19:15 KR - Skallagrímur 19:15 Grindavík - Breiðablik 19:15 Valur - Haukar, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3Föstudagur 5. október 18:30 Stjarnan - ÍR, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 20:15 Njarðvík - Keflavík, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport Dominos-deild karla Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Sjá meira
Domino's deild karla fer af stað í kvöld og er tímabilið í ár eitt það óútreiknanlegasta í langan tíma. Stjörnunni er spáð sigri, Íslandsmeisturum KR spáð í baráttu um heimaleikjarétt og deildarmeistarar Hauka gætu fallið ef einhverjar spár ganga eftir. Síðasta vetur var KKÍ gert að afnema svokallaða 4+1 reglu sem takmarkaði fjölda erlendra leikmanna í liðum deilda sambandsins við einn. Nú mega liðin tefla fram eins mörgum evrópskum leikmönnum og þau vilja. Það er því mikið af óþekktum stærðum í liðunum fyrir þetta tímabil og erfitt að segja til um hvað gerist í vetur. Eitt virðast flestir þó sammála um: Stjarnan mun vera í toppbaráttunni.Ægir Þór Steinarsson kann við sig í bláu. Hann er nú kominn í Stjörnubláttvísir/ernirStjörnumenn fengu til sín landsliðsmanninn Ægi Þór Steinarsson sem snéri heim úr atvinnumennsku á Spáni og finnska landsliðsmanninn Antti Kanervo. Það kemur í ljós annað kvöld hvernig Garðabæjarliðið kemur undan sumrinu, þeir hefja leik gegn ÍR. Deildin hefst hins vegar með fjórum leikjum í kvöld. KR hefur verið með einokun á Íslandsmeistaratitlinum síðustu fimm árin en þar gæti orðið breyting á eftir miklar mannabreytingar í sumar. KR-ingar voru teknir í karphúsið af Tindastólsmönnum í Meistarakeppni KKÍ síðasta sunnudag og frammistaða liðsins hefur ekki fyllt mörg hjörtu í Vesturbænum af von. KR-ingar mæta nýliðum Skallagríms í DHL-höllinni í kvöld. Á síðasta tímabili mættu þeir einnig nýliðum í fyrstu umferð, þá sóttu þeir Valsmenn heim. Sá leikur endaði með sjö stiga sigri KR.Sigtryggur Arnar Björnsson er farinn úr vínrauðu í GrindavíkurgultVísir/EyþórBikarmeistarar Tindastóls fögnuðu sínum fyrsta titli þegar þeir lyftu Maltbikarnum í janúar. Þeir bættu í safnið á sunnudaginn með meistarar meistaranna bikarnum eftir sigurinn á KR. Þeir hefja tímabilið heima á Sauðárkróki þar sem Þórsarar úr Þorlákshöfn mæta í Síkið. Stólarnir unnu báða leiki þessara liða á síðasta tímabili, þar af stórsigur í Síkinu. Suður með sjó mæta hinir nýliðar deildarinnar Breiðablik gulum Grindvíkingum. Grindavík endaði í sjötta sæti deildarinnar í fyrra og tapaði gegn Tindastól í 8-liða úrslitunum. Rauðu fuglafélögin Valur og Haukar mætast svo í Origo höllinni á Hlíðarenda. Deildarmeistararnir misstu fjóra stóra leikmenn í sumar og veðja flestir á að þeir muni eiga erfitt uppdráttar í vetur. Ívar Ásgrímsson sagði sjálfur að það væri líklega óraunhæft fyrir Hauka að stefna á heimaleikjarétt, 5.-6. sæti væri markmiðið. Umferðin klárast svo á föstudaginn með stórleik í Ljónagryfjunni, grannaslag Njarðvíkur og Keflavíkur, og allir leikirnir verða að sjálfsögðu gerðir upp í Domino's Körfuboltakvöldi sem verður á sínum stað líkt og fyrri ár.1. umferð Domino's deildar karla:Fimmtudagur 4. október 19:15 Tindastóll - Þór Þorlákshöfn 19:15 KR - Skallagrímur 19:15 Grindavík - Breiðablik 19:15 Valur - Haukar, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3Föstudagur 5. október 18:30 Stjarnan - ÍR, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 20:15 Njarðvík - Keflavík, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport
Dominos-deild karla Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Sjá meira