Deilt um afar undarlegt viðtal við Drew Barrymore sem hún segist ekki hafa veitt Birgir Olgeirsson skrifar 4. október 2018 08:32 Drew Barrymore. Vísir/Getty Eitt af undarlegri málum vikunnar er viðtal við bandarísku leikkonuna Drew Barrymore sem birtist í tímariti egypska flugfélagsins EgyptAir. Blaðamaður kom auga á viðtalið og birti skjáskot úr því á Twitter síðu sinni þar sem hann sagði viðtalið vera súrrealískt og vöknuðu upp spurningar hjá netverjum þess efnis hvort að Barrymore hefði látið ýmis ummæli sem þar eru að finna falla.This interview with Drew Barrymore in the Egypt Air in flight magazine is, umm, surreal. pic.twitter.com/fN3lNHXbL0— Adam Baron (@adammbaron) October 2, 2018 Talsmaður Barrymore fullyrðir að leikkonan hefði ekki veitt þetta viðtal og að þau væru í samskiptum við almanntengsladeild egypska flugfélagsins. Blaðamaðurinn sem ritar viðtalið Aida Tekla hefur varið viðtalið. Hún fullyrðir að hafa tekið viðtalið við Barrymore í New York en talsmenn Barrymore segja Tekla hafa byggt viðtalið á blaðamannafundi sem Barrymore sat. Í viðtalinu er að finna ummæli um Barrymore sem fóru fyrir brjóstið á mörgum. Þar er Barrymore sögð hafa yfirgefið sviðsljósið til að sinna mikilvægasta hlutverki lífs síns, móðurhlutverkinu, og að hún ætli sér ekki að snúa aftur í leiklist fyrr en hún veit að dætur hennar geta séð um sig sjálfar. Mörgum fannst blaðamaðurinn einnig lýsa Barrymore á niðrandi hátt þegar kom að því að segja frá ástarlífi hennar. Þar er hún sögð hafa átt í misheppnuðum ástarsamböndum og hjónaböndum. Er því haldið fram í viðtalinu að Barrymore hafi átt í sautján misheppnuðum samböndum því hana skorti karlfyrirmynd í líf sitt eftir að foreldrar hennar skildu þegar hún var aðeins níu ára gömul. „Allar götur síðan hefur hún sótt í athygli og umönnun karla, en því miður fara hlutirnir ekki alltaf eins og ætlast var til og hún hefur því ekki enn náð að halda í maka af ýmsum ástæðum.“ EgyptAir hefur varið viðtalið á Twitter og sagt það ritað af fyrrverandi formanni sambands erlendra fjölmiðlamanna í Hollywood, Dr. Aida Tekla.Dear sir, this a professional magazine interview conducted by Dr. Aida Tekla Former president of the HFPA (Hollywood Foreign Press Association) and one of the voting members of the Golden Globes.— EGYPTAIR (@EGYPTAIR) October 3, 2018 Aida sjálf hefur varið viðtalið, segist hafa tekið það og það sé fjarri því að vera uppspuni.This doesn't negate the fact that the interview with Drew Barrimoor which took place in New York is genuine &far from fake.As far as Drew we interviewed her several times I saw her grow up before my eyes she is charming and talented.@EGYPTAIR— Aida (@Aidatakla1) October 3, 2018 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira
Eitt af undarlegri málum vikunnar er viðtal við bandarísku leikkonuna Drew Barrymore sem birtist í tímariti egypska flugfélagsins EgyptAir. Blaðamaður kom auga á viðtalið og birti skjáskot úr því á Twitter síðu sinni þar sem hann sagði viðtalið vera súrrealískt og vöknuðu upp spurningar hjá netverjum þess efnis hvort að Barrymore hefði látið ýmis ummæli sem þar eru að finna falla.This interview with Drew Barrymore in the Egypt Air in flight magazine is, umm, surreal. pic.twitter.com/fN3lNHXbL0— Adam Baron (@adammbaron) October 2, 2018 Talsmaður Barrymore fullyrðir að leikkonan hefði ekki veitt þetta viðtal og að þau væru í samskiptum við almanntengsladeild egypska flugfélagsins. Blaðamaðurinn sem ritar viðtalið Aida Tekla hefur varið viðtalið. Hún fullyrðir að hafa tekið viðtalið við Barrymore í New York en talsmenn Barrymore segja Tekla hafa byggt viðtalið á blaðamannafundi sem Barrymore sat. Í viðtalinu er að finna ummæli um Barrymore sem fóru fyrir brjóstið á mörgum. Þar er Barrymore sögð hafa yfirgefið sviðsljósið til að sinna mikilvægasta hlutverki lífs síns, móðurhlutverkinu, og að hún ætli sér ekki að snúa aftur í leiklist fyrr en hún veit að dætur hennar geta séð um sig sjálfar. Mörgum fannst blaðamaðurinn einnig lýsa Barrymore á niðrandi hátt þegar kom að því að segja frá ástarlífi hennar. Þar er hún sögð hafa átt í misheppnuðum ástarsamböndum og hjónaböndum. Er því haldið fram í viðtalinu að Barrymore hafi átt í sautján misheppnuðum samböndum því hana skorti karlfyrirmynd í líf sitt eftir að foreldrar hennar skildu þegar hún var aðeins níu ára gömul. „Allar götur síðan hefur hún sótt í athygli og umönnun karla, en því miður fara hlutirnir ekki alltaf eins og ætlast var til og hún hefur því ekki enn náð að halda í maka af ýmsum ástæðum.“ EgyptAir hefur varið viðtalið á Twitter og sagt það ritað af fyrrverandi formanni sambands erlendra fjölmiðlamanna í Hollywood, Dr. Aida Tekla.Dear sir, this a professional magazine interview conducted by Dr. Aida Tekla Former president of the HFPA (Hollywood Foreign Press Association) and one of the voting members of the Golden Globes.— EGYPTAIR (@EGYPTAIR) October 3, 2018 Aida sjálf hefur varið viðtalið, segist hafa tekið það og það sé fjarri því að vera uppspuni.This doesn't negate the fact that the interview with Drew Barrimoor which took place in New York is genuine &far from fake.As far as Drew we interviewed her several times I saw her grow up before my eyes she is charming and talented.@EGYPTAIR— Aida (@Aidatakla1) October 3, 2018
Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira