Fjárlagafrumvarpið brást eldri borgurum! Björgvin Guðmundsson skrifar 4. október 2018 07:00 Eldri borgarar biðu með nokkurri eftirvæntingu eftir að sjá fjárlagafrumvarpið fyrir 2019 til þess að sjá hvað hækka ætti lífeyri þeirra frá almannatryggingum. Þeir urðu fyrir miklum vonbrigðum. Hækkunin er aðeins 3,4% og tekur ekki gildi fyrr en um næstu áramót. Þetta er alger hungurlús. Þetta þýðir, að lífeyrir eftir skatt muni hækka um rúmlega 6.000 kr. á mánuði eða úr 243 þúsund kr. mánuði eftir skatt í 249 þúsund eftir skatt hjá einstaklingum. Þetta er fyrsta hækkun lífeyris aldraðra og öryrkja, sem ríkisstjórn Katrínar getur eignað sér. Fram til þessa hefur lífeyrir aldraðra frá almannatryggingum ekki hækkað um eina krónu fyrir frumkvæði ríkisstjórnar Katrínar. Þó var sérstök beiðni send til Katrínar strax í byrjun ársins um að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja frá almannatryggingum vegna þess að þessi lífeyrir dygði ekki til framfærslu. Það hefði verið eðlilegt að Katrín Jakobsdóttir hefði brugðist við strax af tveimur ástæðum: 1) vegna þess, að að í stefnu VG fyrir síðustu kosningar sagði, að bæta þyrfti kjör eldra fólks með því að hækka ellilífeyri 2) Katrín sagði á síðasta ári, þegar hún var í stjórnarandstöðu, að réttlætinu yrði ekki frestað. En því miður. Katrín hefur brugðist eldri borgurum; Katrín hefur brugðist öryrkjum. Hún hefur frestað réttlætinu. Þurfa 318 þúsund kr. á mánuði eftir skatt; lágmark Starfandi er á vegum ríkisstjórnarinnar starfshópur, sem á að fjalla um afkomu þeirra, sem verst eru staddir og þar á meðal eldri borgara hækkun. Mér kæmi ekki á óvart þó sá starfshópur mundi ákveða öldruðum aðra álíka hungurlús, t.d. önnur 3,4% í hækkun. En það dugar ekki. Það á að mínu mati að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja frá almannatryggingum það mikið, að það dugi til mannsæmandi lífs. Það á að duga til þess að eldri borgarar geti átt áhyggjulaust ævikvöld og öryrkjar þurfi ekki að kvíða morgundeginum. Og það á að duga til þess að aldraðir geti tekið eðlilegan þátt í samfélaginu. Þeir þurfa að geta keypt og rekið tölvu. Þeir þurfa helst að geta átt bíl og rekið hann. Og þeir þurfa að eiga fyrir afþreyingu, geta farið í leikhús og á tónleika, ferðast innanlands og geta gefið barnabörnum sínum gjafir. Ég tel ekki upp það nauðsynlegasta eins og mat, fæði og húsnæði, það er svo sjálfsagt. En ég tel, að sem lágmark til þess að ná framangreindu markmiði og uppfylla það sem ég taldi upp þurfi einstaklingur 318 þúsund á mánuði eftir skatt. Það þýðir 420 þúsund á mánuði fyrir skatt. Það sem ég hef hér rætt um á fyrst og fremst við um þá lægst launuðu, þ.e. þá aldraða og öryrkja, sem eingöngu hafa lífeyri frá almannatryggingum. En þeir, sem hafa lítinn lífeyrissjóð til viðbótar t.d. 50-100 þúsund úr lífeyrissjóði eru lítið betur settir. Þeir verða að sæta það mikilli skerðingu auk skatta. Í grófum dráttum getur skerðing verið það mikil í þessum tilvikum, að það jafngildi því að ríkið hrifsi 30-50% af þessum lífeyri. Gróf skerðing hjá eldri borgara Margir eldri borgarar, sem ég hef samband við hafa nefnt mér dæmi um skerðingar, sem þeir sæta: Dæmi: Eldri borgari er 73ja ára. Fær kr. 152 þús. á mánuði fyrir skatt úr lífeyrissjóði og frá TR 182.334 kr. fyrir skatt, eða samtals 334.334 kr. fyrir skatt og eftir skatt eru þetta 264.726 kr. Ef þessi eldri borgari hefði ekkert fengið úr lífeyrissjóði og aldrei greitt í hann þá væru tekjurnar þessar: Frá TR 239.484 kr. á mánuði fyrir skatta. Eftir skatta væri upphæðin 204.914 kr. Vegna greiðslu frá lífeyrissjóði að fjárhæð 152 þúsund kr. á mánuði skerðist lífeyrir þessa eldri borgara frá almannatryggingum um 57.150 kr. á mánuði fyrir skatt. Þetta þýðir, að mismunur á greiðslum til hans og manns sem aldrei hefur greitt í lífeyrissjóð eru kr. 59.182 eftir skatt. Eldri borgarinn, sem ég hef hér fjallað um, fær 264.726 kr. eftir skatt samanlagt frá TR og lífeyrissjóði. Þetta er óásættanlegt. Þessi skerðing hjá eldri borgara, sem greitt hefur í lífeyrissjóð alla sína starfsævi er alls óeðlileg. Það verður að afnema slíka skerðingu; það verður að afnema alla tekjutengingu vegna lífeyrissjóða. Hún gengur í berhögg við það, sem lagt var upp með: Að lífeyrissjóðirnir ættu að vera hrein viðbót við almannatryggingar. Við það verður að standa. Annað eru svik. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Eldri borgarar biðu með nokkurri eftirvæntingu eftir að sjá fjárlagafrumvarpið fyrir 2019 til þess að sjá hvað hækka ætti lífeyri þeirra frá almannatryggingum. Þeir urðu fyrir miklum vonbrigðum. Hækkunin er aðeins 3,4% og tekur ekki gildi fyrr en um næstu áramót. Þetta er alger hungurlús. Þetta þýðir, að lífeyrir eftir skatt muni hækka um rúmlega 6.000 kr. á mánuði eða úr 243 þúsund kr. mánuði eftir skatt í 249 þúsund eftir skatt hjá einstaklingum. Þetta er fyrsta hækkun lífeyris aldraðra og öryrkja, sem ríkisstjórn Katrínar getur eignað sér. Fram til þessa hefur lífeyrir aldraðra frá almannatryggingum ekki hækkað um eina krónu fyrir frumkvæði ríkisstjórnar Katrínar. Þó var sérstök beiðni send til Katrínar strax í byrjun ársins um að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja frá almannatryggingum vegna þess að þessi lífeyrir dygði ekki til framfærslu. Það hefði verið eðlilegt að Katrín Jakobsdóttir hefði brugðist við strax af tveimur ástæðum: 1) vegna þess, að að í stefnu VG fyrir síðustu kosningar sagði, að bæta þyrfti kjör eldra fólks með því að hækka ellilífeyri 2) Katrín sagði á síðasta ári, þegar hún var í stjórnarandstöðu, að réttlætinu yrði ekki frestað. En því miður. Katrín hefur brugðist eldri borgurum; Katrín hefur brugðist öryrkjum. Hún hefur frestað réttlætinu. Þurfa 318 þúsund kr. á mánuði eftir skatt; lágmark Starfandi er á vegum ríkisstjórnarinnar starfshópur, sem á að fjalla um afkomu þeirra, sem verst eru staddir og þar á meðal eldri borgara hækkun. Mér kæmi ekki á óvart þó sá starfshópur mundi ákveða öldruðum aðra álíka hungurlús, t.d. önnur 3,4% í hækkun. En það dugar ekki. Það á að mínu mati að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja frá almannatryggingum það mikið, að það dugi til mannsæmandi lífs. Það á að duga til þess að eldri borgarar geti átt áhyggjulaust ævikvöld og öryrkjar þurfi ekki að kvíða morgundeginum. Og það á að duga til þess að aldraðir geti tekið eðlilegan þátt í samfélaginu. Þeir þurfa að geta keypt og rekið tölvu. Þeir þurfa helst að geta átt bíl og rekið hann. Og þeir þurfa að eiga fyrir afþreyingu, geta farið í leikhús og á tónleika, ferðast innanlands og geta gefið barnabörnum sínum gjafir. Ég tel ekki upp það nauðsynlegasta eins og mat, fæði og húsnæði, það er svo sjálfsagt. En ég tel, að sem lágmark til þess að ná framangreindu markmiði og uppfylla það sem ég taldi upp þurfi einstaklingur 318 þúsund á mánuði eftir skatt. Það þýðir 420 þúsund á mánuði fyrir skatt. Það sem ég hef hér rætt um á fyrst og fremst við um þá lægst launuðu, þ.e. þá aldraða og öryrkja, sem eingöngu hafa lífeyri frá almannatryggingum. En þeir, sem hafa lítinn lífeyrissjóð til viðbótar t.d. 50-100 þúsund úr lífeyrissjóði eru lítið betur settir. Þeir verða að sæta það mikilli skerðingu auk skatta. Í grófum dráttum getur skerðing verið það mikil í þessum tilvikum, að það jafngildi því að ríkið hrifsi 30-50% af þessum lífeyri. Gróf skerðing hjá eldri borgara Margir eldri borgarar, sem ég hef samband við hafa nefnt mér dæmi um skerðingar, sem þeir sæta: Dæmi: Eldri borgari er 73ja ára. Fær kr. 152 þús. á mánuði fyrir skatt úr lífeyrissjóði og frá TR 182.334 kr. fyrir skatt, eða samtals 334.334 kr. fyrir skatt og eftir skatt eru þetta 264.726 kr. Ef þessi eldri borgari hefði ekkert fengið úr lífeyrissjóði og aldrei greitt í hann þá væru tekjurnar þessar: Frá TR 239.484 kr. á mánuði fyrir skatta. Eftir skatta væri upphæðin 204.914 kr. Vegna greiðslu frá lífeyrissjóði að fjárhæð 152 þúsund kr. á mánuði skerðist lífeyrir þessa eldri borgara frá almannatryggingum um 57.150 kr. á mánuði fyrir skatt. Þetta þýðir, að mismunur á greiðslum til hans og manns sem aldrei hefur greitt í lífeyrissjóð eru kr. 59.182 eftir skatt. Eldri borgarinn, sem ég hef hér fjallað um, fær 264.726 kr. eftir skatt samanlagt frá TR og lífeyrissjóði. Þetta er óásættanlegt. Þessi skerðing hjá eldri borgara, sem greitt hefur í lífeyrissjóð alla sína starfsævi er alls óeðlileg. Það verður að afnema slíka skerðingu; það verður að afnema alla tekjutengingu vegna lífeyrissjóða. Hún gengur í berhögg við það, sem lagt var upp með: Að lífeyrissjóðirnir ættu að vera hrein viðbót við almannatryggingar. Við það verður að standa. Annað eru svik.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun