Merki um versnandi afkomu fyrirtækja Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 3. október 2018 08:00 Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Versnandi afkoma og minnkandi samkeppnishæfni fyrirtækja á Íslandi kemur skýrt fram í nýbirtum tölum embættis ríkisskattstjóra yfir álagningu opinberra gjalda á lögaðila. Þetta segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í samtali við Markaðinn. Ríkisskattstjóri birti helstu tölur yfir álagningu opinberra gjalda á lögaðila vegna rekstrarársins 2017 í síðustu viku. Stærstu breytingarnar snerta tekjuskatt lögaðila, sem lækkar um 5,6 milljarða króna og tryggingagjald, sem hækkar um 5,9 milljarða króna. „Tölurnar draga upp mjög skýra mynd. Samdráttur tekjuskatts lögaðila segir okkur að afkoma fyrirtækja hafi heilt yfir verið verri á síðasta ári en hún var á árinu þar á undan. Hækkun tryggingagjaldsins segir okkur að á sama tíma og afkoman versnaði hafi opinberar álögur á fyrirtækin aukist,“ segir Sigurður. „Þetta er ein birtingarmynd þess hvernig hefur dregið úr samkeppnishæfni íslensks efnahagslífs á undanförnum árum.“ Hækkun tryggingagjaldsins, sem er hlutfall af launakostnaði, bendir einnig til þess að launahækkanir undanfarinna ára hafi haft áhrif á afkomu fyrirtækja og að launþegar séu að taka stærri hluta af kökunni en áður. Sigurður telur að þessi þróun mála hafi haldið áfram á árinu 2018. „Það bendir margt til þess að afkoma fyrirtækja sé heilt yfir lakari í ár en í fyrra. Við sjáum áframhaldandi þróun í þessa átt sem eru mjög slæmar fréttir fyrir hagkerfið.“ Í fjárlögum er reiknað með að tryggingagjaldið skili ríflega 100,8 milljörðum króna á næsta ári sem er tæplega 3,5 milljörðum krónum meira en á þessu ári, þrátt fyrir boðaða lækkun upp á 0,25 prósentustig. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Sjá meira
Versnandi afkoma og minnkandi samkeppnishæfni fyrirtækja á Íslandi kemur skýrt fram í nýbirtum tölum embættis ríkisskattstjóra yfir álagningu opinberra gjalda á lögaðila. Þetta segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í samtali við Markaðinn. Ríkisskattstjóri birti helstu tölur yfir álagningu opinberra gjalda á lögaðila vegna rekstrarársins 2017 í síðustu viku. Stærstu breytingarnar snerta tekjuskatt lögaðila, sem lækkar um 5,6 milljarða króna og tryggingagjald, sem hækkar um 5,9 milljarða króna. „Tölurnar draga upp mjög skýra mynd. Samdráttur tekjuskatts lögaðila segir okkur að afkoma fyrirtækja hafi heilt yfir verið verri á síðasta ári en hún var á árinu þar á undan. Hækkun tryggingagjaldsins segir okkur að á sama tíma og afkoman versnaði hafi opinberar álögur á fyrirtækin aukist,“ segir Sigurður. „Þetta er ein birtingarmynd þess hvernig hefur dregið úr samkeppnishæfni íslensks efnahagslífs á undanförnum árum.“ Hækkun tryggingagjaldsins, sem er hlutfall af launakostnaði, bendir einnig til þess að launahækkanir undanfarinna ára hafi haft áhrif á afkomu fyrirtækja og að launþegar séu að taka stærri hluta af kökunni en áður. Sigurður telur að þessi þróun mála hafi haldið áfram á árinu 2018. „Það bendir margt til þess að afkoma fyrirtækja sé heilt yfir lakari í ár en í fyrra. Við sjáum áframhaldandi þróun í þessa átt sem eru mjög slæmar fréttir fyrir hagkerfið.“ Í fjárlögum er reiknað með að tryggingagjaldið skili ríflega 100,8 milljörðum króna á næsta ári sem er tæplega 3,5 milljörðum krónum meira en á þessu ári, þrátt fyrir boðaða lækkun upp á 0,25 prósentustig.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Sjá meira