Jóhann Þór: Veit ekki hvort ég haldi áfram hérna Smári Jökull Jónsson skrifar 18. október 2018 21:16 Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. vísir/ernir Það var ekki laust við ákveðið vonleysi hjá Jóhanni Þór Ólafssyni þjálfara Grindavíkur eftir 97-62 tapið gegn Keflavík á heimavelli í kvöld og hann íhugar að hætta þjálfun liðsins. „Liðið mitt er eins og það sé enn júní og við í einhverjum leik, í einhverjum pick-up bolta. Mig langar að segja svo margt en ég ætla að láta það ógert. Það eina jákvæða er hvernig fólkið mætir hérna og ég vona að það sé komið til að vera. Það eru sjálfsagt fleiri hér í kvöld en mættu á alla 11 leikina hér í Pepsi-deildinni í sumar,“ sagði Jóhann í samtali við Vísi eftir leik. Keflavík tók yfirhöndina strax í upphafi og Jóhann sagði að hann sæi enga ástæðu fyrir því af hverju hans menn mættu jafn illa til leiks. „Ég er algjörlega mát. Við erum rúnir öllu sjálfstrausti, það er alveg sama hver það er í mínu liði. Það eru allir í mínu liði eins og þeir séu að sjá körfubolta í fyrsta skipti. Það er alvega sama hvað við gerum, hvað við reynum. Þetta er eins og lélegur pick-up bolti það sem við erum að bjóða uppá hérna.“ „Þetta eru svipuð gæði og við buðum uppá gegn Breiðablik og Skallagrími. Hér mætum við hörkugóðu liði Keflavíkur og ef Sverrir hefði spilað á sínu sterkasta liði hefðu þeir farið í 150 stig. Eins og ég segi þá langar mig að segja svo margt en ég bara get það ekki.“ Grindavík sendi Grikkjann Michael Liapis frá sér í síðustu viku og búast við að bæta við sig Bosman-leikmanni áður en langt um líður. „Það var farið af stað en eins og staðan er núna hef ég mikilvægari hluti að hugsa um, hvort ég ætli að halda yfirhöfuð áfram hérna. Þetta er hræðilegt.“ Ertu að íhuga það að hætta með liðið? „Já, ég verð að viðurkenna það.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Keflavík 62-97 | Keflavík slátraði nágrönnunum Keflavík rótburstaði nágranna sína í Grindavík í 3.umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Gestirnir höfðu yfirhöndina nánast frá upphafi, leiddu með 25 stigum í hálfleik og heimamenn áttu aldrei möguleika. Lokatölur 97-62 og Keflavík þar með að vinna sinn annan sigur í röð en Grindavík hefur tapað síðustu tveimur. 18. október 2018 22:00 Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Sjá meira
Það var ekki laust við ákveðið vonleysi hjá Jóhanni Þór Ólafssyni þjálfara Grindavíkur eftir 97-62 tapið gegn Keflavík á heimavelli í kvöld og hann íhugar að hætta þjálfun liðsins. „Liðið mitt er eins og það sé enn júní og við í einhverjum leik, í einhverjum pick-up bolta. Mig langar að segja svo margt en ég ætla að láta það ógert. Það eina jákvæða er hvernig fólkið mætir hérna og ég vona að það sé komið til að vera. Það eru sjálfsagt fleiri hér í kvöld en mættu á alla 11 leikina hér í Pepsi-deildinni í sumar,“ sagði Jóhann í samtali við Vísi eftir leik. Keflavík tók yfirhöndina strax í upphafi og Jóhann sagði að hann sæi enga ástæðu fyrir því af hverju hans menn mættu jafn illa til leiks. „Ég er algjörlega mát. Við erum rúnir öllu sjálfstrausti, það er alveg sama hver það er í mínu liði. Það eru allir í mínu liði eins og þeir séu að sjá körfubolta í fyrsta skipti. Það er alvega sama hvað við gerum, hvað við reynum. Þetta er eins og lélegur pick-up bolti það sem við erum að bjóða uppá hérna.“ „Þetta eru svipuð gæði og við buðum uppá gegn Breiðablik og Skallagrími. Hér mætum við hörkugóðu liði Keflavíkur og ef Sverrir hefði spilað á sínu sterkasta liði hefðu þeir farið í 150 stig. Eins og ég segi þá langar mig að segja svo margt en ég bara get það ekki.“ Grindavík sendi Grikkjann Michael Liapis frá sér í síðustu viku og búast við að bæta við sig Bosman-leikmanni áður en langt um líður. „Það var farið af stað en eins og staðan er núna hef ég mikilvægari hluti að hugsa um, hvort ég ætli að halda yfirhöfuð áfram hérna. Þetta er hræðilegt.“ Ertu að íhuga það að hætta með liðið? „Já, ég verð að viðurkenna það.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Keflavík 62-97 | Keflavík slátraði nágrönnunum Keflavík rótburstaði nágranna sína í Grindavík í 3.umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Gestirnir höfðu yfirhöndina nánast frá upphafi, leiddu með 25 stigum í hálfleik og heimamenn áttu aldrei möguleika. Lokatölur 97-62 og Keflavík þar með að vinna sinn annan sigur í röð en Grindavík hefur tapað síðustu tveimur. 18. október 2018 22:00 Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Keflavík 62-97 | Keflavík slátraði nágrönnunum Keflavík rótburstaði nágranna sína í Grindavík í 3.umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Gestirnir höfðu yfirhöndina nánast frá upphafi, leiddu með 25 stigum í hálfleik og heimamenn áttu aldrei möguleika. Lokatölur 97-62 og Keflavík þar með að vinna sinn annan sigur í röð en Grindavík hefur tapað síðustu tveimur. 18. október 2018 22:00
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn