Róttækra breytinga er þörf Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 19. október 2018 07:00 Hvernig verður lífið á Jörðinni árið 2118? Hækki hitastig jarðar um að meðaltali 2°C frá upphafi iðnbyltingar blasir afar dökk mynd við, samkvæmt skýrslu milliríkjanefndar SÞ um loftslagsbreytingar. Meðalhiti hefur þegar hækkað um 1°C og markmiðið verður að vera að fara ekki yfir 1,5°C. Á fundi umhverfisráðherra Norðurskautsríkjanna sem fram fór í Finnlandi í síðustu viku var umrædd skýrsla í brennidepli og sú staðreynd að norðurskautið hitnar tvöfalt hraðar en meðaltalið á Jörðinni. Á fundinum var ekki síst áhrifaríkt að heyra fulltrúa frumbyggjasamtaka allt í kringum norðurskautið lýsa því hvaða breytingar hafa þegar átt sér stað. Þau sögðu sögur af skógareldum, votlendi sem hefur horfið, dýrahjörðum sem hegða sér öðruvísi en áður og ám sem eitt sinn voru ísi lagðar stóran hluta árs en eru í dag orðnar farartálmar því ísinn hefur bráðnað. Samhljómur fólks frá Alaska, nyrstu svæðum Kanada, fulltrúa Ínúíta, Sama og fólks frá Síberíu var algjör: Loftslagsbreytingar eru ekki eitthvað sem snertir einhverja aðra í fjarlægri framtíð. Þær eru nú þegar allt umlykjandi í lífi þeirra.Jarðefnaeldsneyti verður að víkja Skýrslan um loftslagsbreytingar er sláandi lesning en sýnir jafnframt að ef við grípum til róttækra aðgerða getum við sannarlega haft áhrif á þróunina. Jarðefnaeldsneyti verður meðal annars að víkja og binda þarf koltvísýring úr andrúmslofti í stórum stíl. Í fyrstu útgáfu af nýútkominni aðgerðaáætlun í loftslagsmálum hér á landi er einmitt lögð áhersla á orkuskipti í samgöngum og kolefnisbindingu í gróðri og jarðvegi. Samkvæmt loftslagsskýrslunni þurfum við að ná kolefnishlutleysi á Jörðinni árið 2050. Hér á landi höfum við sett okkur það markmið tíu árum fyrr – árið 2040. Við þurfum öll að leggjast á árarnar, ríkið, sveitarfélög, fyrirtæki og fólkið í landinu, ég og þú. Eins og bent hefur verið á erum við sem nú lifum á Jörðinni fyrsta kynslóðin sem upplifir þær loftslagsbreytingar sem nú eiga sér stað og sú seinasta sem getur komið í veg fyrir þær.Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Ingi Guðbrandsson Umhverfismál Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Hvernig verður lífið á Jörðinni árið 2118? Hækki hitastig jarðar um að meðaltali 2°C frá upphafi iðnbyltingar blasir afar dökk mynd við, samkvæmt skýrslu milliríkjanefndar SÞ um loftslagsbreytingar. Meðalhiti hefur þegar hækkað um 1°C og markmiðið verður að vera að fara ekki yfir 1,5°C. Á fundi umhverfisráðherra Norðurskautsríkjanna sem fram fór í Finnlandi í síðustu viku var umrædd skýrsla í brennidepli og sú staðreynd að norðurskautið hitnar tvöfalt hraðar en meðaltalið á Jörðinni. Á fundinum var ekki síst áhrifaríkt að heyra fulltrúa frumbyggjasamtaka allt í kringum norðurskautið lýsa því hvaða breytingar hafa þegar átt sér stað. Þau sögðu sögur af skógareldum, votlendi sem hefur horfið, dýrahjörðum sem hegða sér öðruvísi en áður og ám sem eitt sinn voru ísi lagðar stóran hluta árs en eru í dag orðnar farartálmar því ísinn hefur bráðnað. Samhljómur fólks frá Alaska, nyrstu svæðum Kanada, fulltrúa Ínúíta, Sama og fólks frá Síberíu var algjör: Loftslagsbreytingar eru ekki eitthvað sem snertir einhverja aðra í fjarlægri framtíð. Þær eru nú þegar allt umlykjandi í lífi þeirra.Jarðefnaeldsneyti verður að víkja Skýrslan um loftslagsbreytingar er sláandi lesning en sýnir jafnframt að ef við grípum til róttækra aðgerða getum við sannarlega haft áhrif á þróunina. Jarðefnaeldsneyti verður meðal annars að víkja og binda þarf koltvísýring úr andrúmslofti í stórum stíl. Í fyrstu útgáfu af nýútkominni aðgerðaáætlun í loftslagsmálum hér á landi er einmitt lögð áhersla á orkuskipti í samgöngum og kolefnisbindingu í gróðri og jarðvegi. Samkvæmt loftslagsskýrslunni þurfum við að ná kolefnishlutleysi á Jörðinni árið 2050. Hér á landi höfum við sett okkur það markmið tíu árum fyrr – árið 2040. Við þurfum öll að leggjast á árarnar, ríkið, sveitarfélög, fyrirtæki og fólkið í landinu, ég og þú. Eins og bent hefur verið á erum við sem nú lifum á Jörðinni fyrsta kynslóðin sem upplifir þær loftslagsbreytingar sem nú eiga sér stað og sú seinasta sem getur komið í veg fyrir þær.Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun