Jakob dregur framboð sitt til baka Atli Ísleifsson skrifar 18. október 2018 10:36 Jakob S. Jónsson hefur starfað sem leiðsögumaður og leikstjóri. Aðsent Jakob S. Jónsson, leiðsögumaður og leikstjóri, hefur dregið framboð sitt til formanns Neytendasamtakanna til baka. Í tilkynningu frá Jakobi segir að hann geri þetta af persónulegum ástæðum. Þing Neytendasamtakanna verður haldið í Reykjavík helgina 27. til 28. október þar sem kosinn verður nýr formaður. Upphaflega voru sex í framboði til formanns en fyrr í mánuðinum dró Guðmundur Hörður Guðmundsson framboð sitt til baka. Í framboði eru þá Guðjón Sigurbjartsson, Breki Karlsson, Ásthildur Lóa Þórsdóttir og Unnur Rán Reynisdóttir.Af óhjákvæmilegri nauðsyn Jakob segir í sinni tilkynningu að hann hafi ákveðið að bjóða sig fram til formanns samtakanna eftir að skorað hafi verið á hann. Neytendamál hafi lengi verið áhugamál hans og sá hann fyrir sér að gaman yrði að vinna þeim málaflokki framgang í hlutverki formanns öflugra neytendasamtaka. „Nú hafa þó veður skyndilega skipast þannig í lofti að ég sé þann einn kostinn í stöðunni að draga framboð mitt tilbaka og er það vissulega gert með eftirsjá en af óhjákvæmilegri nauðsyn. Stuðningsmönnum mínum þakka ég af heilum hug alla uppörvun og hvatningu og minni á að ávallt er þörf á að stuðla að framgangi málefna neytenda. Af nógu er að taka og miklu skiptir að þar standi öflugt lið jafnt í forystu sem og bakvarðarsveit. Neytendasamtökunum óska ég alls góðs í framtíðinni. Nýrri stjórn óska ég að henni takist að gera Neytendasamtökin að fjölda- og baráttusamtökum neytenda á Íslandi.“ Neytendur Tengdar fréttir Guðmundur Hörður dregur framboð sitt til baka Guðmundur Hörður hefur dregið framboð sitt til formanns Neytendasamtakanna til baka. 1. október 2018 21:11 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Jakob S. Jónsson, leiðsögumaður og leikstjóri, hefur dregið framboð sitt til formanns Neytendasamtakanna til baka. Í tilkynningu frá Jakobi segir að hann geri þetta af persónulegum ástæðum. Þing Neytendasamtakanna verður haldið í Reykjavík helgina 27. til 28. október þar sem kosinn verður nýr formaður. Upphaflega voru sex í framboði til formanns en fyrr í mánuðinum dró Guðmundur Hörður Guðmundsson framboð sitt til baka. Í framboði eru þá Guðjón Sigurbjartsson, Breki Karlsson, Ásthildur Lóa Þórsdóttir og Unnur Rán Reynisdóttir.Af óhjákvæmilegri nauðsyn Jakob segir í sinni tilkynningu að hann hafi ákveðið að bjóða sig fram til formanns samtakanna eftir að skorað hafi verið á hann. Neytendamál hafi lengi verið áhugamál hans og sá hann fyrir sér að gaman yrði að vinna þeim málaflokki framgang í hlutverki formanns öflugra neytendasamtaka. „Nú hafa þó veður skyndilega skipast þannig í lofti að ég sé þann einn kostinn í stöðunni að draga framboð mitt tilbaka og er það vissulega gert með eftirsjá en af óhjákvæmilegri nauðsyn. Stuðningsmönnum mínum þakka ég af heilum hug alla uppörvun og hvatningu og minni á að ávallt er þörf á að stuðla að framgangi málefna neytenda. Af nógu er að taka og miklu skiptir að þar standi öflugt lið jafnt í forystu sem og bakvarðarsveit. Neytendasamtökunum óska ég alls góðs í framtíðinni. Nýrri stjórn óska ég að henni takist að gera Neytendasamtökin að fjölda- og baráttusamtökum neytenda á Íslandi.“
Neytendur Tengdar fréttir Guðmundur Hörður dregur framboð sitt til baka Guðmundur Hörður hefur dregið framboð sitt til formanns Neytendasamtakanna til baka. 1. október 2018 21:11 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Guðmundur Hörður dregur framboð sitt til baka Guðmundur Hörður hefur dregið framboð sitt til formanns Neytendasamtakanna til baka. 1. október 2018 21:11