Fram lenti ekki í miklum vandræðum með HK í Olís-deild kvenna en Íslandsmeistararnir unnu tíu marka sigur á nýliðunm, 29-19.
Það var í raun ljóst frá upphafi í hvað stefndi. HK-liðið skoraði einungis fjögur mörk gegn fjórtán mörkum Fram í fyrri hálfleik.
Fram hélt uppteknum hætti í síðari hálfeik og nokkuð þægilegur sigur Íslandsmeistaranna staðreynd, 29-19.
Díana Kristín Sigmarsdóttir var í sérflokki í liði HK en hún skoraði sjö mörk. HK er með fjögur stig af tíu mögulegum í sjötta sætinu.
Steinunn Björnsdóttir var stórkostleg í liði Fram og skoraði ellefu mörk en Fram er með fullt hús stiga á toppi deildarinnar.
HK skoraði fjögur mörk í fyrri hálfeik í tíu marka tapi gegn Fram
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið
Enski boltinn

Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum
Körfubolti


Gera grín að Jürgen Klopp
Fótbolti



Víkingar skipta um gír
Íslenski boltinn

