Skynsemi Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 16. október 2018 06:00 Hin raunverulegu tíðindi sem bárust úr Hæstarétti í síðustu viku, í máli íslenska ríkisins gegn Frjálsum kjötvörum, eru ekki þau að hið opinbera hafi á ný orðið uppvíst að því að brjóta gegn ákvæðum EES-samningsins um bann við innflutningi á fersku kjöti frá Evrópska efnahagssvæðinu. Hin raunverulegu tíðindi eru fólgin í vilja ríkisins til að eyða tíma, orku og peningum í tapað mál. Augljóst var hver niðurstaðan yrði, sérstaklega í ljósi dóms EFTA-dómstólsins frá því í nóvember á síðasta ári þar sem bannið var sagt á skjön við samninginn. Andstæðingar innflutnings á hráu kjöti og öðrum búvörum hafa farið fram með gífuryrðum og oft misvísandi fullyrðingum um að afnám bannsins muni hafa bein og afgerandi áhrif á lýðheilsu á Íslandi. Íslensku búfjárkynin muni hverfa af sjónarsviðinu og heilsu Íslendinga muni hraka hratt með auknu flæði smitefna til landsins. Í þessari afbökuðu orðræðu er sannleikskorn að finna. Óheftur innflutningur búvöru getur haft neikvæð áhrif með tilliti til líffræðilegs fjölbreytileika og útbreiðslu sýklalyfjaónæmis og matarborinna sjúkdóma. Fjórar vel unnar skýrslur, gerðar að beiðni yfirvalda, undirstrika þessa áhættu. Óheftur innflutningur er hins vegar ekki það sem er til umræðu, að minnsta kosti ekki í því samhengi sem andstæðingar innflutnings hafa kosið að heyja baráttu sína. Í skýrslum ríkisins er eftirlits-, tilkynningar- og vöktunarkerfi ESB gefinn lítill gaumur. Vörurnar sem um ræðir lúta sama eftirliti og allar íslenskar búvörur. Sé innflutningurinn í samræmi við reglur eftirlitskerfisins er hægt að lágmarka hættu á útbreiðslu smitefna og þannig gera neikvæð áhrif á heilsu manna og dýra óveruleg. Frjálst flæði búvara til og frá Noregi hefur gengið vel, og lítið hefur borið á áföllum í norskri lýðheilsu eða dýraheilbrigði. Einnig ber að hafa í huga að kjöt hefur verið flutt til landsins í stórum stíl undanfarin ár, um leið og skortur er á vísindalegum gögnum um kosti 30 daga frystiskyldu. Vísbendingar eru um að sá tími dugi ekki til að koma í veg fyrir að sýktar vörur rati á markað. Enn fremur hafa rannsóknir sýnt fram á að frysting matvæla er heldur gagnslaus aðferð, þó svo að frysting dragi sannarlega úr fjölda kamfýlóbaktera í matvælunum. Áhyggjur af áhrifum innflutnings á matvælum eru eðlilegar og um fram allt nauðsynlegar, þá sérstaklega með tilliti til sýklalyfjaónæmis. Því er það með ólíkindum að íslensk yfirvöld hafi ekki nú þegar hafið undirbúning að breyttu og lögmætu fyrirkomulagi innflutningsins. Það vill nefnilega svo til að velferð neytenda og hagstæðara umhverfi þeirra eru ekki andstæðir pólar, heldur fara þessar tvær áherslur ágætlega saman. Hins vegar eru önnur og öflugri rök fyrir því að standa ekki í slíkum innflutningi. Rekja má um einn fimmta af heimslosun gróðurhúsalofttegunda til ræktunar búpenings. Að neytendur taki skynsamlegri og umhverfisvænni ákvarðanir um mataræði sitt er eitt af lykilatriðum þegar baráttan við loftslagsbreytingar er annars vegar. Í þessu samhengi er viljinn til að standa í stórfelldum innflutningi á kjöti fjarstæðukennd hugmynd og algjörlega úr takti við það verkefni sem heimsbyggðin öll stendur frammi fyrir. Það er á þessu sviði sem yfirvöld ættu að eyða tíma sínum, orku og peningum, en ekki í þras fyrir dómstólum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fastir pennar Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Sjá meira
Hin raunverulegu tíðindi sem bárust úr Hæstarétti í síðustu viku, í máli íslenska ríkisins gegn Frjálsum kjötvörum, eru ekki þau að hið opinbera hafi á ný orðið uppvíst að því að brjóta gegn ákvæðum EES-samningsins um bann við innflutningi á fersku kjöti frá Evrópska efnahagssvæðinu. Hin raunverulegu tíðindi eru fólgin í vilja ríkisins til að eyða tíma, orku og peningum í tapað mál. Augljóst var hver niðurstaðan yrði, sérstaklega í ljósi dóms EFTA-dómstólsins frá því í nóvember á síðasta ári þar sem bannið var sagt á skjön við samninginn. Andstæðingar innflutnings á hráu kjöti og öðrum búvörum hafa farið fram með gífuryrðum og oft misvísandi fullyrðingum um að afnám bannsins muni hafa bein og afgerandi áhrif á lýðheilsu á Íslandi. Íslensku búfjárkynin muni hverfa af sjónarsviðinu og heilsu Íslendinga muni hraka hratt með auknu flæði smitefna til landsins. Í þessari afbökuðu orðræðu er sannleikskorn að finna. Óheftur innflutningur búvöru getur haft neikvæð áhrif með tilliti til líffræðilegs fjölbreytileika og útbreiðslu sýklalyfjaónæmis og matarborinna sjúkdóma. Fjórar vel unnar skýrslur, gerðar að beiðni yfirvalda, undirstrika þessa áhættu. Óheftur innflutningur er hins vegar ekki það sem er til umræðu, að minnsta kosti ekki í því samhengi sem andstæðingar innflutnings hafa kosið að heyja baráttu sína. Í skýrslum ríkisins er eftirlits-, tilkynningar- og vöktunarkerfi ESB gefinn lítill gaumur. Vörurnar sem um ræðir lúta sama eftirliti og allar íslenskar búvörur. Sé innflutningurinn í samræmi við reglur eftirlitskerfisins er hægt að lágmarka hættu á útbreiðslu smitefna og þannig gera neikvæð áhrif á heilsu manna og dýra óveruleg. Frjálst flæði búvara til og frá Noregi hefur gengið vel, og lítið hefur borið á áföllum í norskri lýðheilsu eða dýraheilbrigði. Einnig ber að hafa í huga að kjöt hefur verið flutt til landsins í stórum stíl undanfarin ár, um leið og skortur er á vísindalegum gögnum um kosti 30 daga frystiskyldu. Vísbendingar eru um að sá tími dugi ekki til að koma í veg fyrir að sýktar vörur rati á markað. Enn fremur hafa rannsóknir sýnt fram á að frysting matvæla er heldur gagnslaus aðferð, þó svo að frysting dragi sannarlega úr fjölda kamfýlóbaktera í matvælunum. Áhyggjur af áhrifum innflutnings á matvælum eru eðlilegar og um fram allt nauðsynlegar, þá sérstaklega með tilliti til sýklalyfjaónæmis. Því er það með ólíkindum að íslensk yfirvöld hafi ekki nú þegar hafið undirbúning að breyttu og lögmætu fyrirkomulagi innflutningsins. Það vill nefnilega svo til að velferð neytenda og hagstæðara umhverfi þeirra eru ekki andstæðir pólar, heldur fara þessar tvær áherslur ágætlega saman. Hins vegar eru önnur og öflugri rök fyrir því að standa ekki í slíkum innflutningi. Rekja má um einn fimmta af heimslosun gróðurhúsalofttegunda til ræktunar búpenings. Að neytendur taki skynsamlegri og umhverfisvænni ákvarðanir um mataræði sitt er eitt af lykilatriðum þegar baráttan við loftslagsbreytingar er annars vegar. Í þessu samhengi er viljinn til að standa í stórfelldum innflutningi á kjöti fjarstæðukennd hugmynd og algjörlega úr takti við það verkefni sem heimsbyggðin öll stendur frammi fyrir. Það er á þessu sviði sem yfirvöld ættu að eyða tíma sínum, orku og peningum, en ekki í þras fyrir dómstólum.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun