Arnór Ingvi: Ég hef alveg verið betri Árni Jóhannsson skrifar 15. október 2018 22:22 Arnór Ingvi reynir að vinna boltann gegn Michael Lang í leiknum í kvöld. Vísir/vilhelm „Já við vorum mjög nálægt því að jafna leikinn í lokin en það eru nokkrar sekúndur þar sem við missum einbeitinguna og fáum á okkur þessi tvö mörk sem var dýrkeypt“, sagði Arnór Ingvi Traustason eftir leik þegar hann var spurður út í hversu nálægt Ísland hafi verið að jafna leikinn á móti Sviss í kvöld. „Þetta eru ákveðin smáatriði sem eru að klikka hjá okkur og það kostar okkur leikinn í dag. En við spiluðum þokkalega vel í fyrri hálfleik og gáfum ekki mörg færi á okkur svo kemur þessi kafli í seinni hálfleik þar sem þeir skora tvö mörk og það kostar okkur leikinn“. Tveir undanfarnir leikir eru framför frá fyrra landsleikjahléi og var Arnór beðinn um að leggja mat á stöðu liðsins í dag. „Mér finnst hún vera þokkalega góð. Eftir skellinn í seinasta verkefni þá hefur verið stígandi í okkar leik og á móti Frökkum sýndum við að við getum staðið í hverjum sem er. Það var alveg eins í kvöld en það er smá kafli í kvöld sem var erfiður en það er margt sem hægt er að byggja á og tekið með inn í næsta verkefni og næstu undankeppni“. Að lokum var Arnór spurður út í eigin frammistöðu og þá staðreynd að hann virðist njóta trausts hjá Erik Hamrén enda hefur Arnór verið í byrjunarliðinu í tveimur leikjum í röð. „Ég hef alveg verið betri. Það voru kaflar þarna sem ég var þokkalegur en aftur á móti hef ég gert betur. Það er svo alltaf gaman að byrja og þá sérstaklega með landsliðinu þannig að ég er mjög ánægður með það og þakklátur. Ég mun reyna að halda áfram að standa mig vel með Malmö og reyna að halda landsliðssætinu“. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Ragnar: Styrkleikaröðunin skiptir ekki höfuðmáli Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn í vörn Íslands í kvöld. Hann var vitaskuld svekktur í lok leiks þegar Vísir ræddi við hann. 15. október 2018 21:55 Jóhann Berg: Við töpuðum og það er ekki nógu gott Jóhann Berg Guðmundsson var svekktur í leikslok er Ísland tapaði 2-1 gegn Sviss í Þjóðadeildinni. Jóhann segir að mörkin sem Sviss skoraði séu eitthvað sem íslenska liðið eigi að geta komið í veg fyrir. 15. október 2018 21:14 Sjáðu stórkostlegt mark Alfreðs Ísland mætir Sviss í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli. 15. október 2018 20:30 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
„Já við vorum mjög nálægt því að jafna leikinn í lokin en það eru nokkrar sekúndur þar sem við missum einbeitinguna og fáum á okkur þessi tvö mörk sem var dýrkeypt“, sagði Arnór Ingvi Traustason eftir leik þegar hann var spurður út í hversu nálægt Ísland hafi verið að jafna leikinn á móti Sviss í kvöld. „Þetta eru ákveðin smáatriði sem eru að klikka hjá okkur og það kostar okkur leikinn í dag. En við spiluðum þokkalega vel í fyrri hálfleik og gáfum ekki mörg færi á okkur svo kemur þessi kafli í seinni hálfleik þar sem þeir skora tvö mörk og það kostar okkur leikinn“. Tveir undanfarnir leikir eru framför frá fyrra landsleikjahléi og var Arnór beðinn um að leggja mat á stöðu liðsins í dag. „Mér finnst hún vera þokkalega góð. Eftir skellinn í seinasta verkefni þá hefur verið stígandi í okkar leik og á móti Frökkum sýndum við að við getum staðið í hverjum sem er. Það var alveg eins í kvöld en það er smá kafli í kvöld sem var erfiður en það er margt sem hægt er að byggja á og tekið með inn í næsta verkefni og næstu undankeppni“. Að lokum var Arnór spurður út í eigin frammistöðu og þá staðreynd að hann virðist njóta trausts hjá Erik Hamrén enda hefur Arnór verið í byrjunarliðinu í tveimur leikjum í röð. „Ég hef alveg verið betri. Það voru kaflar þarna sem ég var þokkalegur en aftur á móti hef ég gert betur. Það er svo alltaf gaman að byrja og þá sérstaklega með landsliðinu þannig að ég er mjög ánægður með það og þakklátur. Ég mun reyna að halda áfram að standa mig vel með Malmö og reyna að halda landsliðssætinu“.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Ragnar: Styrkleikaröðunin skiptir ekki höfuðmáli Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn í vörn Íslands í kvöld. Hann var vitaskuld svekktur í lok leiks þegar Vísir ræddi við hann. 15. október 2018 21:55 Jóhann Berg: Við töpuðum og það er ekki nógu gott Jóhann Berg Guðmundsson var svekktur í leikslok er Ísland tapaði 2-1 gegn Sviss í Þjóðadeildinni. Jóhann segir að mörkin sem Sviss skoraði séu eitthvað sem íslenska liðið eigi að geta komið í veg fyrir. 15. október 2018 21:14 Sjáðu stórkostlegt mark Alfreðs Ísland mætir Sviss í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli. 15. október 2018 20:30 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Ragnar: Styrkleikaröðunin skiptir ekki höfuðmáli Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn í vörn Íslands í kvöld. Hann var vitaskuld svekktur í lok leiks þegar Vísir ræddi við hann. 15. október 2018 21:55
Jóhann Berg: Við töpuðum og það er ekki nógu gott Jóhann Berg Guðmundsson var svekktur í leikslok er Ísland tapaði 2-1 gegn Sviss í Þjóðadeildinni. Jóhann segir að mörkin sem Sviss skoraði séu eitthvað sem íslenska liðið eigi að geta komið í veg fyrir. 15. október 2018 21:14
Sjáðu stórkostlegt mark Alfreðs Ísland mætir Sviss í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli. 15. október 2018 20:30