Ragnar: Styrkleikaröðunin skiptir ekki höfuðmáli Árni Jóhannsson skrifar 15. október 2018 21:55 Ragnar í leiknum í kvöld. Vísir/vilhelm Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn í vörn Íslands í kvöld. Hann var vitaskuld svekktur í lok leiks þegar Vísir ræddi við hann. „Að sjálfsögðu erum við svekktir að ná ekki neinu út úr þessum leik. Við byrjuðum leikinn frekar illa en síðan var þetta mjög jafn leikur og fyrsta markið kemur upp úr engu finnst mér. Svo ná þeir öðru ódýru marki og við vorum svo mjög óheppnir að ná ekki að jafna þetta í endann, við vorum betri og áttum fullt af færum sem markmaðurinn þeirra var að verja og þeir voru góðir í að fara fyrir skotin okkar. Það var smá óheppni í þessu“, sagði Ragnar Sigurðsson þegar blaðamenn náðu á hann eftir leikinn. Hann var spurður út í fyrsta markið sem liðið fékk á sig en í báðum mörkunum var um einbeitingarleysi og samskiptaleysi að ræða, sem er sjaldséð hjá íslenska landsliðinu. „Ég veit eiginlega ekki hvað var í gangi í fyrsta markinu, ég þyrfti að sjá þetta aftur. Mér fannst ekkert vera í gangi og svo kemur góð fyrirgjöf og góður skalli en það voru önnur augnablik í leiknum sem voru hættulegri og það kom ekkert út úr þeim þannig að það var ágætis skellur að fá á sig fyrsta markið“. Ragnar hefur litlar áhyggjur af því hvaða áhrif það hefur að hafa ekki náð sigri í dag þegar litið er til næstu undankeppni. „Þetta hefur náttúrlega áhrif á styrkleikaröðina hjá okkur en ég held að þetta skipti ekki höfuðmáli þegar riðlakeppnin byrjar“. Að lokum ræddi Ragnar um það jákvæða sem hægt er að taka út úr þessum tveimur leikjum sem Ísland spilaði þessa vikuna. „Síðustu tveir leikir finnst mér hafa verið góðir og mikill stígandi í okkar leik. Mér finnst við hafa átt meira skilið út úr þeim og eitthvað til að byggja á og þó við séum pirraðir núna þá er margt mjög jákvætt við þessa leiki“ Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Gylfi bestur Ísland beið lægri hlut gegn Sviss á Laugardalsvelli í leik í Þjóðadeildinni í kvöld. Svisslendingar komust í 2-0 með mörkum frá Haris Seferovic og Michael Lang en Alfreð Finnbogason minnkaði muninn með stórkostlegu marki. 15. október 2018 20:46 Jóhann Berg: Við töpuðum og það er ekki nógu gott Jóhann Berg Guðmundsson var svekktur í leikslok er Ísland tapaði 2-1 gegn Sviss í Þjóðadeildinni. Jóhann segir að mörkin sem Sviss skoraði séu eitthvað sem íslenska liðið eigi að geta komið í veg fyrir. 15. október 2018 21:14 Kári: Auðvitað mjög pirrandi Kári Árnason segir að Ísland hefði átt að jafna metin gegn Sviss í Þjóðadeild UEFA í kvöld. 15. október 2018 20:57 Umfjöllun: Ísland - Sviss 1-2 | Svekkjandi tap gegn Sviss Strákarnir okkar eru fallnir úr A-deild Þjóðadeildar UEFA eftir 1-2 tap gegn Sviss í kvöld. Það verður þó ekki tekið af okkar mönnum að þeir gáfu sig ekki fyrr en í fulla hnefana í kvöld. 15. október 2018 21:30 Sjáðu stórkostlegt mark Alfreðs Ísland mætir Sviss í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli. 15. október 2018 20:30 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira
Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn í vörn Íslands í kvöld. Hann var vitaskuld svekktur í lok leiks þegar Vísir ræddi við hann. „Að sjálfsögðu erum við svekktir að ná ekki neinu út úr þessum leik. Við byrjuðum leikinn frekar illa en síðan var þetta mjög jafn leikur og fyrsta markið kemur upp úr engu finnst mér. Svo ná þeir öðru ódýru marki og við vorum svo mjög óheppnir að ná ekki að jafna þetta í endann, við vorum betri og áttum fullt af færum sem markmaðurinn þeirra var að verja og þeir voru góðir í að fara fyrir skotin okkar. Það var smá óheppni í þessu“, sagði Ragnar Sigurðsson þegar blaðamenn náðu á hann eftir leikinn. Hann var spurður út í fyrsta markið sem liðið fékk á sig en í báðum mörkunum var um einbeitingarleysi og samskiptaleysi að ræða, sem er sjaldséð hjá íslenska landsliðinu. „Ég veit eiginlega ekki hvað var í gangi í fyrsta markinu, ég þyrfti að sjá þetta aftur. Mér fannst ekkert vera í gangi og svo kemur góð fyrirgjöf og góður skalli en það voru önnur augnablik í leiknum sem voru hættulegri og það kom ekkert út úr þeim þannig að það var ágætis skellur að fá á sig fyrsta markið“. Ragnar hefur litlar áhyggjur af því hvaða áhrif það hefur að hafa ekki náð sigri í dag þegar litið er til næstu undankeppni. „Þetta hefur náttúrlega áhrif á styrkleikaröðina hjá okkur en ég held að þetta skipti ekki höfuðmáli þegar riðlakeppnin byrjar“. Að lokum ræddi Ragnar um það jákvæða sem hægt er að taka út úr þessum tveimur leikjum sem Ísland spilaði þessa vikuna. „Síðustu tveir leikir finnst mér hafa verið góðir og mikill stígandi í okkar leik. Mér finnst við hafa átt meira skilið út úr þeim og eitthvað til að byggja á og þó við séum pirraðir núna þá er margt mjög jákvætt við þessa leiki“
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Gylfi bestur Ísland beið lægri hlut gegn Sviss á Laugardalsvelli í leik í Þjóðadeildinni í kvöld. Svisslendingar komust í 2-0 með mörkum frá Haris Seferovic og Michael Lang en Alfreð Finnbogason minnkaði muninn með stórkostlegu marki. 15. október 2018 20:46 Jóhann Berg: Við töpuðum og það er ekki nógu gott Jóhann Berg Guðmundsson var svekktur í leikslok er Ísland tapaði 2-1 gegn Sviss í Þjóðadeildinni. Jóhann segir að mörkin sem Sviss skoraði séu eitthvað sem íslenska liðið eigi að geta komið í veg fyrir. 15. október 2018 21:14 Kári: Auðvitað mjög pirrandi Kári Árnason segir að Ísland hefði átt að jafna metin gegn Sviss í Þjóðadeild UEFA í kvöld. 15. október 2018 20:57 Umfjöllun: Ísland - Sviss 1-2 | Svekkjandi tap gegn Sviss Strákarnir okkar eru fallnir úr A-deild Þjóðadeildar UEFA eftir 1-2 tap gegn Sviss í kvöld. Það verður þó ekki tekið af okkar mönnum að þeir gáfu sig ekki fyrr en í fulla hnefana í kvöld. 15. október 2018 21:30 Sjáðu stórkostlegt mark Alfreðs Ísland mætir Sviss í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli. 15. október 2018 20:30 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira
Einkunnir Íslands: Gylfi bestur Ísland beið lægri hlut gegn Sviss á Laugardalsvelli í leik í Þjóðadeildinni í kvöld. Svisslendingar komust í 2-0 með mörkum frá Haris Seferovic og Michael Lang en Alfreð Finnbogason minnkaði muninn með stórkostlegu marki. 15. október 2018 20:46
Jóhann Berg: Við töpuðum og það er ekki nógu gott Jóhann Berg Guðmundsson var svekktur í leikslok er Ísland tapaði 2-1 gegn Sviss í Þjóðadeildinni. Jóhann segir að mörkin sem Sviss skoraði séu eitthvað sem íslenska liðið eigi að geta komið í veg fyrir. 15. október 2018 21:14
Kári: Auðvitað mjög pirrandi Kári Árnason segir að Ísland hefði átt að jafna metin gegn Sviss í Þjóðadeild UEFA í kvöld. 15. október 2018 20:57
Umfjöllun: Ísland - Sviss 1-2 | Svekkjandi tap gegn Sviss Strákarnir okkar eru fallnir úr A-deild Þjóðadeildar UEFA eftir 1-2 tap gegn Sviss í kvöld. Það verður þó ekki tekið af okkar mönnum að þeir gáfu sig ekki fyrr en í fulla hnefana í kvöld. 15. október 2018 21:30
Sjáðu stórkostlegt mark Alfreðs Ísland mætir Sviss í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli. 15. október 2018 20:30