Miðasala hefur gengið erfiðlega eftir að slegist hefur verið um miðana undanfarin ár þegar liðinu gekk sem best en spennan er eitthvað minni fyrir þessum leik eftir skellina í fyrstu tveimur leikjum Þjóðadeildarinnar.
Rúmlega 1000 miðar seldust í gær á leik Íslands og Sviss í Þjóðadeild UEFA.
Þar af fóru 700 eftir að Birkir Bjarnason skoraði fyrra mark Íslands!
Fyllum völlinn! Styðjum strákana til sigurs!#fyririslandpic.twitter.com/GeYZzRNECT
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 12, 2018
Nánast hefur verið uppselt á hvern einasta heimaleik undanfarin ár en nú stefnir í að auð sæti sjáist þegar að strákarnir ganga út á Laugardalsvöllinn í kvöld á móti Sviss.
Leikurinn hefur mikla þýðingu fyrir bæði stöðu strákanna í Þjóðadeildinni sem og undankeppni EM 2020. Með sigri á liðið enn þá möguleika á að halda sér í A-deild Þjóðadeildarinnar og betri mögulega á að vera í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður til EM 2020 í byrjun desember.