Axel Stefánsson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, valdi í dag 20 leikmenn til æfinga í lok mánaðarins en hópurinn samanstendur eingöngu af leikmönnum úr Olís-deildinni.
Markvörðurinn Erla Rós Sigmarsdóttir, sem gekk í raðir Íslands- og bikarmeistara Fram, er í hópnum sem og Katrín Ósk Magnúsdóttir sem kom heim frá Danmörku og ver mark Selfoss í Olís-deildinni.
Allir bestu leikmenn deildarinnar eru í hópnum, þar á meðal fastamenn í landsliðinu eins og Ester Óskarsdóttir, Karen Knútsdóttir, Lovísa Thompson og Þórey Rósa Stefánsdóttir.
Leikmenn sem hafa heillað í byrjun móts fá tækifæri til að sýna sig fyrir Axel eins og Sólveig Lára Kristjánsdóttir í KA/Þór og Sandra Dís Sigurðardóttir, hægri skytta ÍBV.
Hópurinn:
Markverðir:
Erla Rós Sigmarsdóttir, Fram
Guðný Jenný Ásmundsdóttir, ÍBV
Katrín Ósk Magnúsdóttir, Selfoss
Vinstra horn:
Sandra Erlingsdóttir, Valur
Sigríður Hauksdóttir, HK
Stefanía Theodórsdóttir, Stjarnan
Vinstri skytta:
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Selfoss
Lovísa Thompson, Valur
Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram
Sólveig Lára Kristjánsdóttir, KA/Þór
Miðjumenn:
Ester Óskarsdóttir, ÍBV
Karen Knútsdóttir, Fram
Morgan Marie Þorkelsdóttir, Valur
Hægri skytta:
Díana Dögg Magnúsdóttir, Valur
Sandra Dís Sigurðardóttir, ÍBV
Hægra horn:
Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Stjarnan
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram
Línumenn:
Arna Sif Pálsdóttir, ÍBV
Perla Ruth Albertsdóttir, Selfoss
Varnarmaður:
Berglind Þorsteinsdóttir, HK
Axel valdi 20 leikmenn úr Olís-deildinni
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið


Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar
Íslenski boltinn

„Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“
Körfubolti



Asensio skaut Villa áfram
Enski boltinn

Embiid frá út leiktíðina
Körfubolti

Albert kom við sögu í naumum sigri
Fótbolti


„Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“
Körfubolti