Schumacher yngri sagður geta farið alla leið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 15. október 2018 16:15 Mick Schumacher er á hraðleið upp á stjörnuhimininn. vísir/getty Það er ekki lítil pressa að vera í kappakstri og bera þess utan eftirnafnið Schumacher. Hinn 19 ára gamli Mick Schumacher virðist þó hafa allt til að bera. Honum er spáð frægð og frama á komandi árum. Schumacher er nýbúinn að tryggja sér meistaratitilinn í Formúlu 3 þó svo það sé enn ein keppni eftir. Þeim árangri hefur hann náð á aðeins tveimur árum. Hann varð tólfti í fyrra. Það hefur verið fylgst með honum alla tíð enda ekki langt að sækja aksturshæfileikana. Til þess að létta álaginu á sér þá bar hann eftirnafn móður sinnar, Betsch, um tíma. „Það voru allir að fylgjast með honum frá upphafi. Það var mikil pressa á honum og ekki auðvelt að eiga við það. Frammistaða hans á seinni hluta tímabilsins er glæsileg. Hann er búinn að sanna að hann hefur allt sem til þarf. Hann getur orðið einn af þeim stóru í Formúlu 1,“ sagði Toto Wolff sem stýrir öllu hjá F1-liði Mercedes. Fyrrum ökuþór Ferrari, Gerhard Berger, tekur í svipaðan streng. „Aksturinn er í genunum hjá Mick. Ef hann heldur svona áfram verður hann kominn með vinnu í F1 áður en hann veit af,“ segir Berger. Bæði F1-lið Mercedes eru farin að sýna Schumacher áhuga. „Það er ekki hægt að segja nei við mann með þessu nafni,“ sagði yfirmaður Ferrari. Mick var aðeins 14 ára gamall er faðir hans slasaðist alvarlega í skíðaslysi og hefur ekki sést opinberlega síðan. Mick var með í för og hefur átt erfitt síðan rétt eins og öll hans fjölskylda. Formúla Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Það er ekki lítil pressa að vera í kappakstri og bera þess utan eftirnafnið Schumacher. Hinn 19 ára gamli Mick Schumacher virðist þó hafa allt til að bera. Honum er spáð frægð og frama á komandi árum. Schumacher er nýbúinn að tryggja sér meistaratitilinn í Formúlu 3 þó svo það sé enn ein keppni eftir. Þeim árangri hefur hann náð á aðeins tveimur árum. Hann varð tólfti í fyrra. Það hefur verið fylgst með honum alla tíð enda ekki langt að sækja aksturshæfileikana. Til þess að létta álaginu á sér þá bar hann eftirnafn móður sinnar, Betsch, um tíma. „Það voru allir að fylgjast með honum frá upphafi. Það var mikil pressa á honum og ekki auðvelt að eiga við það. Frammistaða hans á seinni hluta tímabilsins er glæsileg. Hann er búinn að sanna að hann hefur allt sem til þarf. Hann getur orðið einn af þeim stóru í Formúlu 1,“ sagði Toto Wolff sem stýrir öllu hjá F1-liði Mercedes. Fyrrum ökuþór Ferrari, Gerhard Berger, tekur í svipaðan streng. „Aksturinn er í genunum hjá Mick. Ef hann heldur svona áfram verður hann kominn með vinnu í F1 áður en hann veit af,“ segir Berger. Bæði F1-lið Mercedes eru farin að sýna Schumacher áhuga. „Það er ekki hægt að segja nei við mann með þessu nafni,“ sagði yfirmaður Ferrari. Mick var aðeins 14 ára gamall er faðir hans slasaðist alvarlega í skíðaslysi og hefur ekki sést opinberlega síðan. Mick var með í för og hefur átt erfitt síðan rétt eins og öll hans fjölskylda.
Formúla Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira