Tveir ákærðir vegna árásar á Houssin Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 15. október 2018 08:00 Houssin sat inni á Litla-Hrauni. Vísir/GVA Tveir menn, Baldur Kolbeinsson og Trausti Rafn Hendriksson, eru ákærðir vegna alvarlegrar líkamsárásar á Litla-Hrauni 23. janúar síðastliðinn. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Suðurlands 25. október næstkomandi. Brotaþolinn er ungur hælisleitandi, Houssin Bsraoi, sem kom hingað til lands haustið 2016. Hann sat inni fyrir ítrekaðar flóttatilraunir en hann freistað þess að smygla sér um borð í eitt af flutningaskipum Eimskips og komast þannig til Kanada. Heimildir Fréttablaðsins herma að ákært sé fyrir brot gegn 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga en ákvæðið tekur til líkamsárása sem hafa í för með sér stórfellt líkams- eða heilsutjón eða teljast sérstaklega hættulegar vegna þeirrar aðferðar sem beitt er. Brot gegn ákvæðinu geta varðað allt að 16 ára fangelsi. Árásin á Houssin var gerð í íþróttasal fangelsisins og er sögð bæði skipulögð og hrottafengin. Houssin var fluttur á spítala í kjölfarið, nokkuð marinn og með brotnar tennur. Skömmu eftir árásina var Houssin vísað úr landi og gafst lögreglu ekki tóm til að taka af honum skýrslu vegna málsins. Lögreglufulltrúi sem fór með rannsókn árásarinnar fékk upplýsingar í fjölmiðlum um að hann væri farinn af landinu. Ekki liggur fyrir hvort Houssin kemur aftur til landsins til að gefa skýrslu fyrir dómi en meðal sönnunargagna eru myndir úr eftirlitsmyndavélum. Ákæran gegn mönnunum hefur ekki verið birt opinberlega og því ekki enn komið fram hvort hlutur beggja ákærðu í brotinu telst jafnmikill. Baldur Kolbeinsson og Trausti Rafn Hendriksson eiga báðir nokkurn sakaferil að baki. Þá hefur Baldur ítrekað gerst sekur um ofbeldi gagnvart samföngum sínum. Hann hlaut 18 mánaða fangelsisdóm árið 2014 fyrir tvær líkamsárásir framdar með nokkurra mánaða millibili á útivistarsvæðinu á Litla-Hrauni. Í fyrra tilvikinu veittist hann að samfanga sínum og makaði saur í andlit hans og munn og sló hann svo bæði í höfuð og líkama. Auk þeirra tveggja líkamsárása sem hann var dæmdur fyrir 2014 mun hann hafa bitið vörina af samfanga sínum í slagsmálum á Litla-Hrauni síðastliðið sumar. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Hælisleitendur Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Sjá meira
Tveir menn, Baldur Kolbeinsson og Trausti Rafn Hendriksson, eru ákærðir vegna alvarlegrar líkamsárásar á Litla-Hrauni 23. janúar síðastliðinn. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Suðurlands 25. október næstkomandi. Brotaþolinn er ungur hælisleitandi, Houssin Bsraoi, sem kom hingað til lands haustið 2016. Hann sat inni fyrir ítrekaðar flóttatilraunir en hann freistað þess að smygla sér um borð í eitt af flutningaskipum Eimskips og komast þannig til Kanada. Heimildir Fréttablaðsins herma að ákært sé fyrir brot gegn 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga en ákvæðið tekur til líkamsárása sem hafa í för með sér stórfellt líkams- eða heilsutjón eða teljast sérstaklega hættulegar vegna þeirrar aðferðar sem beitt er. Brot gegn ákvæðinu geta varðað allt að 16 ára fangelsi. Árásin á Houssin var gerð í íþróttasal fangelsisins og er sögð bæði skipulögð og hrottafengin. Houssin var fluttur á spítala í kjölfarið, nokkuð marinn og með brotnar tennur. Skömmu eftir árásina var Houssin vísað úr landi og gafst lögreglu ekki tóm til að taka af honum skýrslu vegna málsins. Lögreglufulltrúi sem fór með rannsókn árásarinnar fékk upplýsingar í fjölmiðlum um að hann væri farinn af landinu. Ekki liggur fyrir hvort Houssin kemur aftur til landsins til að gefa skýrslu fyrir dómi en meðal sönnunargagna eru myndir úr eftirlitsmyndavélum. Ákæran gegn mönnunum hefur ekki verið birt opinberlega og því ekki enn komið fram hvort hlutur beggja ákærðu í brotinu telst jafnmikill. Baldur Kolbeinsson og Trausti Rafn Hendriksson eiga báðir nokkurn sakaferil að baki. Þá hefur Baldur ítrekað gerst sekur um ofbeldi gagnvart samföngum sínum. Hann hlaut 18 mánaða fangelsisdóm árið 2014 fyrir tvær líkamsárásir framdar með nokkurra mánaða millibili á útivistarsvæðinu á Litla-Hrauni. Í fyrra tilvikinu veittist hann að samfanga sínum og makaði saur í andlit hans og munn og sló hann svo bæði í höfuð og líkama. Auk þeirra tveggja líkamsárása sem hann var dæmdur fyrir 2014 mun hann hafa bitið vörina af samfanga sínum í slagsmálum á Litla-Hrauni síðastliðið sumar.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Hælisleitendur Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Sjá meira