Kaþólska kirkjan tekur salvadorskan biskup í dýrlingatölu Kjartan Kjartansson skrifar 14. október 2018 09:48 Salvadorskur pílagrímur í bol með mynd af Oscar Romero á Péturtorgi í Páfagarði í morgun. Þúsundir Salvadora ferðuðust þangað tl að fylgja með því þegar Romero var tekinn í tölu dýrlinga. Vísir/EPA Frans páfi lýsti því yfir í morgun að Oscar Romero, erkibiskup El Salvadors, sem var myrtur af dauðasveitum árið 1980, hefði verið tekinn í dýrlingatölu kaþólsku kirkjunnar. Auk hans var Páll sjötti páfi og fimm aðrir lýstir dýrlingar. Um fimm þúsund Salvadorar höfðu ferðast til Rómar til að vera viðstaddir yfirlýsingu páfa. AP-fréttastofan segir að tugir þúsunda Salvadora hafi jafnframt vakað langt fram á nótt til að fylgjast með athöfninni í sjónvarpi og á risaskjám fyrir utan dómkirkjunar í San Salvador þar sem lík Romero liggur í grafhýsi. Romero var erkibiskup í San Salvador. Hann storkaði herforingjastjórn El Salvadors sem Bandaríkjastjórn studdi og talaði fyrir mannréttindum og réttindum fátæks fólks við upphaf blóðugs borgarastríðs sem geisaði í landinu frá 1980 til 1992. Í prédikunum sínum deildi Romero hart á herforingjastjórnina og vinstrisinnaða uppreisnarmenn og lýsti samstöðu með snauðum íbúum landsins. Varð hann að hetju margra í Rómönsku Ameríku fyrir vikið.Fólk vottar Romero virðingu sína viku eftir að hann var myrtur í mars árið 1980. Talið er að 75.000 manns hafi fallið í borgarastríðinu sem geisaði í tólf ár eftir dauða erkibiskupsins.Hægrisinnaðar dauðasveitir hliðhollar herforingjastjórninni skutu Romero til bana þegar hann þjónaði við messu í sjúkrahússkapellu árið 1980. Við athöfnina í morgun var Frans páfi með blóðugt belti Romero frá því að hann var skotinn niður og staf, kaleik og messuklæði Páls sjötta páfa. Kaþólska kirkjan tekur menn í dýrlingatölu meðal annars á grundvelli kraftaverka sem eiga að hafa orðið. Í tilfelli Romero er vísað til þess að kona sem var nálægt dauða í fæðingu hafi lifað af eftir að eiginmaður hennar ákallaði og bað til Romero, að því er segir í frétt Reuters. El Salvador Mið-Ameríka Trúmál Tengdar fréttir Páfi og erkibiskup meðal þeirra sem teknir verða í dýrlingatölu Frans páfi hefur ákveðið að taka fyrirrennara sinn auk fimm annarra í dýrlingatölu í október næstkomandi. 19. maí 2018 14:00 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Frans páfi lýsti því yfir í morgun að Oscar Romero, erkibiskup El Salvadors, sem var myrtur af dauðasveitum árið 1980, hefði verið tekinn í dýrlingatölu kaþólsku kirkjunnar. Auk hans var Páll sjötti páfi og fimm aðrir lýstir dýrlingar. Um fimm þúsund Salvadorar höfðu ferðast til Rómar til að vera viðstaddir yfirlýsingu páfa. AP-fréttastofan segir að tugir þúsunda Salvadora hafi jafnframt vakað langt fram á nótt til að fylgjast með athöfninni í sjónvarpi og á risaskjám fyrir utan dómkirkjunar í San Salvador þar sem lík Romero liggur í grafhýsi. Romero var erkibiskup í San Salvador. Hann storkaði herforingjastjórn El Salvadors sem Bandaríkjastjórn studdi og talaði fyrir mannréttindum og réttindum fátæks fólks við upphaf blóðugs borgarastríðs sem geisaði í landinu frá 1980 til 1992. Í prédikunum sínum deildi Romero hart á herforingjastjórnina og vinstrisinnaða uppreisnarmenn og lýsti samstöðu með snauðum íbúum landsins. Varð hann að hetju margra í Rómönsku Ameríku fyrir vikið.Fólk vottar Romero virðingu sína viku eftir að hann var myrtur í mars árið 1980. Talið er að 75.000 manns hafi fallið í borgarastríðinu sem geisaði í tólf ár eftir dauða erkibiskupsins.Hægrisinnaðar dauðasveitir hliðhollar herforingjastjórninni skutu Romero til bana þegar hann þjónaði við messu í sjúkrahússkapellu árið 1980. Við athöfnina í morgun var Frans páfi með blóðugt belti Romero frá því að hann var skotinn niður og staf, kaleik og messuklæði Páls sjötta páfa. Kaþólska kirkjan tekur menn í dýrlingatölu meðal annars á grundvelli kraftaverka sem eiga að hafa orðið. Í tilfelli Romero er vísað til þess að kona sem var nálægt dauða í fæðingu hafi lifað af eftir að eiginmaður hennar ákallaði og bað til Romero, að því er segir í frétt Reuters.
El Salvador Mið-Ameríka Trúmál Tengdar fréttir Páfi og erkibiskup meðal þeirra sem teknir verða í dýrlingatölu Frans páfi hefur ákveðið að taka fyrirrennara sinn auk fimm annarra í dýrlingatölu í október næstkomandi. 19. maí 2018 14:00 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Páfi og erkibiskup meðal þeirra sem teknir verða í dýrlingatölu Frans páfi hefur ákveðið að taka fyrirrennara sinn auk fimm annarra í dýrlingatölu í október næstkomandi. 19. maí 2018 14:00