Logi segir framlög til geðheilbrigðismála ekki duga til Heimir Már Pétursson skrifar 11. október 2018 13:29 Formaður Samfylkingarinnar segir það viðbótarframlag til geðheilbrigðismála ekki duga til að bregðast við þeim mikla vanda sem steðjar að ungu fólki sérstaklega. Það væri sláandi hvað stór hluti ungs fólks reyndi að svipta sig lífi og hvað stór hluti fólks væru öryrkjar vegna geðrænna vandamála. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, spurði Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra út í aukin úrræði í geðheilbrigðismálum í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Víða væru brotalamir í þeirri þjónustu og þá sérstaklega þegar kæmi að ungu fólki. Samkvæmt tölum frá Landlæknisembættinu hafi sjö prósent drengja og tólf prósent stúlkna í framhaldsskólum reynt að svipta sig lífi.38 prósent öryrkja með geðræn vandamál „Ekki íhugað það, hæstvirtur ráðherra, heldur gert tilraun til að enda líf sitt. Þetta eru sennilega í kring um tvö þúsund ungmenni. Um þriðjungur háskólanema mælast auk þess með þunglyndi og sjálfsvíg eru algengasta dánarorsök karlmanna undir 25 ára aldri á Íslandi,“ sagði Logi. Þá væru 38 prósent öryrkja með geðræn vandamál sem aðalgreiningu fyrir sinni örorku. Ungt fólk sé hvatt til að leita sér hjálpar en þá þurfi að tryggja að auðvelt sé að verða sér út um aðstoð. „Ég spyr því hæstvirtan ráðherra hvaða áform eru uppi varðandi að gera geðheilbrigðisþjónustu aðgengilegri og ódýrari. Sérstaklega fyrir unga fólkið okkar. Hvort hafi verið rannsakað eða greint hvað það myndi spara samfélaginu að niðurgreiða sálfræðiþjónustu. Sér í lagi með fjölgun öryrkja með geðgreiningar,“ spurði Logi. Heilbrigðisráðherra sagði unnið að því að mannréttindi verði höfð meira að leiðarljósi í allri geðheilbrigðisþjónustu. „Með því að auka teymisvinnu í heilsugæslunni og aðkomu sálfræðinga í heilsugæslunni. Það erum við að gera núna í samræmi við geðheilbrigðisáætlun sem Alþingi hefur samþykkt og með sérstakar 650 milljónir eyrnamerktar þeirri styrkingu í heilsugæslunni í tillögu til fjárlaga,“ sagði Svandís.Ekki nóg Logi sagði 650 milljón króna aukningu framlaga til geðheilbrigðismála á fjárlögum væri ekki nóg. „Til að stórbæta aðgengi, fjölga sálfræðingum í heilsugæslu og hjá menntastofnunum og í fangelsum eins og kallað hefur verið eftir. Eða til að niðurgreiða sálfræðiþjónustu,“ sagði Logi. Heilbrigðisráðherra sagðist nú þegar hafa samþykkt tillögur starfshóps um aðgerðir til að sporna gegn sjálfsvígum og hún hafi reynt eins og hún geti til að gefa þeim tillögum vængi með fjármagni. Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir það viðbótarframlag til geðheilbrigðismála ekki duga til að bregðast við þeim mikla vanda sem steðjar að ungu fólki sérstaklega. Það væri sláandi hvað stór hluti ungs fólks reyndi að svipta sig lífi og hvað stór hluti fólks væru öryrkjar vegna geðrænna vandamála. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, spurði Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra út í aukin úrræði í geðheilbrigðismálum í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Víða væru brotalamir í þeirri þjónustu og þá sérstaklega þegar kæmi að ungu fólki. Samkvæmt tölum frá Landlæknisembættinu hafi sjö prósent drengja og tólf prósent stúlkna í framhaldsskólum reynt að svipta sig lífi.38 prósent öryrkja með geðræn vandamál „Ekki íhugað það, hæstvirtur ráðherra, heldur gert tilraun til að enda líf sitt. Þetta eru sennilega í kring um tvö þúsund ungmenni. Um þriðjungur háskólanema mælast auk þess með þunglyndi og sjálfsvíg eru algengasta dánarorsök karlmanna undir 25 ára aldri á Íslandi,“ sagði Logi. Þá væru 38 prósent öryrkja með geðræn vandamál sem aðalgreiningu fyrir sinni örorku. Ungt fólk sé hvatt til að leita sér hjálpar en þá þurfi að tryggja að auðvelt sé að verða sér út um aðstoð. „Ég spyr því hæstvirtan ráðherra hvaða áform eru uppi varðandi að gera geðheilbrigðisþjónustu aðgengilegri og ódýrari. Sérstaklega fyrir unga fólkið okkar. Hvort hafi verið rannsakað eða greint hvað það myndi spara samfélaginu að niðurgreiða sálfræðiþjónustu. Sér í lagi með fjölgun öryrkja með geðgreiningar,“ spurði Logi. Heilbrigðisráðherra sagði unnið að því að mannréttindi verði höfð meira að leiðarljósi í allri geðheilbrigðisþjónustu. „Með því að auka teymisvinnu í heilsugæslunni og aðkomu sálfræðinga í heilsugæslunni. Það erum við að gera núna í samræmi við geðheilbrigðisáætlun sem Alþingi hefur samþykkt og með sérstakar 650 milljónir eyrnamerktar þeirri styrkingu í heilsugæslunni í tillögu til fjárlaga,“ sagði Svandís.Ekki nóg Logi sagði 650 milljón króna aukningu framlaga til geðheilbrigðismála á fjárlögum væri ekki nóg. „Til að stórbæta aðgengi, fjölga sálfræðingum í heilsugæslu og hjá menntastofnunum og í fangelsum eins og kallað hefur verið eftir. Eða til að niðurgreiða sálfræðiþjónustu,“ sagði Logi. Heilbrigðisráðherra sagðist nú þegar hafa samþykkt tillögur starfshóps um aðgerðir til að sporna gegn sjálfsvígum og hún hafi reynt eins og hún geti til að gefa þeim tillögum vængi með fjármagni.
Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira