Bragginn og bjöllurnar Örn Þórðarson skrifar 11. október 2018 07:00 Framkvæmdastjóri í meðalstóru sveitarfélagi getur ekki vitað um allt sem gert er á vegum sveitarfélagsins. Það getur borgarstjóri ekki heldur. Þess vegna verða þeir að reiða sig á viðvaranir, annað hvort frá starfsmönnum sínum eða íbúum. Hlusta þegar viðvörunarbjöllurnar gjalla. Nauthólsvegur 100 eða Bragginn vakti fyrst athygli mína fyrir tveim árum, þegar kynnt voru áform um að Reykjavíkurborg ætlaði að útbúa félagsaðstöðu í húsnæðinu fyrir nemendur í Háskólanum í Reykjavík, fyrir 82 milljónir króna. Áhugaverð hugmynd, en ég áttaði mig ekki á hvers vegna sveitarfélagið væri að útbúa félagsaðstöðu fyrir háskólanemendur, sem er ekki lögbundið verkefni eða telst til kjarnastarfsemi sveitarfélaga. Ég vildi miklu frekar útbúa félagsaðstöðu fyrir grunnskólabörn, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar. Þar er mikið verk óunnið og af nógu að taka. Frekar galin forgangsröðun fannst mér. Spurningar óþægilegar og óæskilegar Næst kom þessi bygging fyrir mínar sjónir 22. desember 2017, á fundi Innkauparáðs. Þar var verkið komið í 147 milljónir króna. Ég gerði athugasemd á fundinum og málið var tekið af dagskrá með þeim skýringum að verið væri að skoða málið innan stjórnsýslunnar. Næst mætti ég á fund Innkauparáðs 27. janúar og þá kom skýringin að málið væri á borði borgarlögmanns vegna fleiri athugasemda, frá 16. júní og 18. ágúst. Málið fékkst afgreitt með þessum athugasemdum, enda ábyrgð sveitarfélagsins sem verkkaupa mikil gagnvart verksala. Ég hafði ekki rödd í borgarstjórn á síðasta kjörtímabili, fyrir utan setu í hverfisráði Hlíða. Þar kom málið enn á dagskrá 28. febrúar og ég, ásamt hverfisráði, óskaði þá eftir svörum um hvað mikill kostnaður hefði fallið á verkefnið Nauthólsveg 100, Braggann. Fyrirspurnin var send inn í borgarkerfið. Fyrstu svör sem við fengum voru í formi spurningar; Hvað er nákvæmlega verið að spyrja um? Kannski var spurningin óljós og ekki á færi einstakra starfsmanna að svara, en hún hlýtur að hafa vakið athygli innan borgarkerfisins. Hringt viðvörunarbjöllum. Hugsanlega hefur verkefnið verið statt á þeim stað í kerfinu að allar spurningar voru óþægilegar og óæskilegar. Hvers vegna? Sveitarstjóri í meðalstóru sveitarfélagi sem ber ábyrgð á að framkvæma ákvarðanir sveitarstjórnar hefði tekið eftir þessari viðvörunarbjöllu. Borgarstjóri hefði átt að taka eftir þeim viðvörunarbjöllum sem látnar voru glymja í fundargerðum Innkauparáðs, fyrirspurnum til borgarlögmanns, athugasemdum ráðsmanna og ábendingum. Allar þessar viðvaranir voru skráðar í fundargerðum, sem voru síðan færðar fyrir borgarráð og borgarstjórn, til staðfestingar. Til staðfestingar! Hvernig getur það gerst að borgarstjóri, sem ber ábyrgð á því að framkvæmdir borgarinnar séu í samræmi við lög, samþykktir og fyrirmæli yfirboðara sinna, sinni ekki hlutverki sínu? Þessi ábyrgð er ekki valkvæð, að stundum axli sveitarstjóri ábyrgðina og stundum ekki. Og hún er ekkert óskýr. Lög kveða á um að stærri framkvæmdir fari í útboð á evrópska efnahagssvæðinu, smærri á innlendum markaði. Samþykktir borgarinnar og Innkauparáðs hnykkja enn betur á þessum ákvæðum. Eftir standa fyrirmæli borgaryfirvalda, borgarstjórnar, hvað var það sem þau ætluðust til varðandi félagsaðstöðu nemenda HR? Var það þeirra vilji að verkið yrði unnið fyrir tæpan hálfan milljarð. Varla. Hvernig gat það því gerst? Á sama tíma og viðvörunarbjöllur gullu um alla borg. Sveitarstjórar bera ábyrgð, viðvaranir starfsmanna og íbúa eru stjórntæki. Hvers vegna er það ekki þannig í Reykjavík og hjá borgarstjóra? Og hvers vegna var ákveðið að eyða hátt í hálfum milljarði í félagsaðstöðu háskólanema sem heyrir undir ríkið, þegar félagsaðstaða grunnskólanema, sem heyrir undir Reykjavíkurborg, er víða í algjörum ólestri? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri í meðalstóru sveitarfélagi getur ekki vitað um allt sem gert er á vegum sveitarfélagsins. Það getur borgarstjóri ekki heldur. Þess vegna verða þeir að reiða sig á viðvaranir, annað hvort frá starfsmönnum sínum eða íbúum. Hlusta þegar viðvörunarbjöllurnar gjalla. Nauthólsvegur 100 eða Bragginn vakti fyrst athygli mína fyrir tveim árum, þegar kynnt voru áform um að Reykjavíkurborg ætlaði að útbúa félagsaðstöðu í húsnæðinu fyrir nemendur í Háskólanum í Reykjavík, fyrir 82 milljónir króna. Áhugaverð hugmynd, en ég áttaði mig ekki á hvers vegna sveitarfélagið væri að útbúa félagsaðstöðu fyrir háskólanemendur, sem er ekki lögbundið verkefni eða telst til kjarnastarfsemi sveitarfélaga. Ég vildi miklu frekar útbúa félagsaðstöðu fyrir grunnskólabörn, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar. Þar er mikið verk óunnið og af nógu að taka. Frekar galin forgangsröðun fannst mér. Spurningar óþægilegar og óæskilegar Næst kom þessi bygging fyrir mínar sjónir 22. desember 2017, á fundi Innkauparáðs. Þar var verkið komið í 147 milljónir króna. Ég gerði athugasemd á fundinum og málið var tekið af dagskrá með þeim skýringum að verið væri að skoða málið innan stjórnsýslunnar. Næst mætti ég á fund Innkauparáðs 27. janúar og þá kom skýringin að málið væri á borði borgarlögmanns vegna fleiri athugasemda, frá 16. júní og 18. ágúst. Málið fékkst afgreitt með þessum athugasemdum, enda ábyrgð sveitarfélagsins sem verkkaupa mikil gagnvart verksala. Ég hafði ekki rödd í borgarstjórn á síðasta kjörtímabili, fyrir utan setu í hverfisráði Hlíða. Þar kom málið enn á dagskrá 28. febrúar og ég, ásamt hverfisráði, óskaði þá eftir svörum um hvað mikill kostnaður hefði fallið á verkefnið Nauthólsveg 100, Braggann. Fyrirspurnin var send inn í borgarkerfið. Fyrstu svör sem við fengum voru í formi spurningar; Hvað er nákvæmlega verið að spyrja um? Kannski var spurningin óljós og ekki á færi einstakra starfsmanna að svara, en hún hlýtur að hafa vakið athygli innan borgarkerfisins. Hringt viðvörunarbjöllum. Hugsanlega hefur verkefnið verið statt á þeim stað í kerfinu að allar spurningar voru óþægilegar og óæskilegar. Hvers vegna? Sveitarstjóri í meðalstóru sveitarfélagi sem ber ábyrgð á að framkvæma ákvarðanir sveitarstjórnar hefði tekið eftir þessari viðvörunarbjöllu. Borgarstjóri hefði átt að taka eftir þeim viðvörunarbjöllum sem látnar voru glymja í fundargerðum Innkauparáðs, fyrirspurnum til borgarlögmanns, athugasemdum ráðsmanna og ábendingum. Allar þessar viðvaranir voru skráðar í fundargerðum, sem voru síðan færðar fyrir borgarráð og borgarstjórn, til staðfestingar. Til staðfestingar! Hvernig getur það gerst að borgarstjóri, sem ber ábyrgð á því að framkvæmdir borgarinnar séu í samræmi við lög, samþykktir og fyrirmæli yfirboðara sinna, sinni ekki hlutverki sínu? Þessi ábyrgð er ekki valkvæð, að stundum axli sveitarstjóri ábyrgðina og stundum ekki. Og hún er ekkert óskýr. Lög kveða á um að stærri framkvæmdir fari í útboð á evrópska efnahagssvæðinu, smærri á innlendum markaði. Samþykktir borgarinnar og Innkauparáðs hnykkja enn betur á þessum ákvæðum. Eftir standa fyrirmæli borgaryfirvalda, borgarstjórnar, hvað var það sem þau ætluðust til varðandi félagsaðstöðu nemenda HR? Var það þeirra vilji að verkið yrði unnið fyrir tæpan hálfan milljarð. Varla. Hvernig gat það því gerst? Á sama tíma og viðvörunarbjöllur gullu um alla borg. Sveitarstjórar bera ábyrgð, viðvaranir starfsmanna og íbúa eru stjórntæki. Hvers vegna er það ekki þannig í Reykjavík og hjá borgarstjóra? Og hvers vegna var ákveðið að eyða hátt í hálfum milljarði í félagsaðstöðu háskólanema sem heyrir undir ríkið, þegar félagsaðstaða grunnskólanema, sem heyrir undir Reykjavíkurborg, er víða í algjörum ólestri?
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar