Ekki bankarnir, heldur krónan, olli hruninu Ole Anton Bieltvedt skrifar 11. október 2018 07:00 Skv. Gallup-könnun, sem var framkvæmd á vegum Já-Íslands á dögunum, eru 46% landsmanna fylgjandi því, að hér verði tekin upp evra, en 36% á móti. 18% munu ekki hafa tekið afstöðu. Ef afstaða þeirra einna, sem tóku afstöðu, er reiknuð, eru 56% landmanna fylgjandi upptöku evru, en 44% á móti. Smám saman hafa menn verið að átta sig á því, hvílíkur bölvaldur krónan hefur verið fyrir fjölskyldur og fyrirtæki landsins, vegna óstöðugleika hennar og sveiflna og þeirrar óvissu og oft gífurlegu áfalla, sem hún hefur leitt yfir landsmenn. Okurvextir þeir og það greiðsluálag, sem þeir hafa valdið skuldurum landsins, er þá ótalið. Fer vel á því, að staðreyndirnar í kringum krónuna séu greindar og settar fram nú í tilefni af því, að 10 ár eru liðin frá hruni, en það er með ólíkindum, að fáir eða engir skuli hafa fjallað um það, að það var einmitt íslenzka krónan, örmyntin, sem kom okkur í hrunið og eyðilagði líf og efnahagslega stöðu verulegs hluta þjóðarinnar; einstaklinga, fjölskyldna og fyrirtækja. Ef hér hefði verið evra 2008, ekki króna, og við í ESB, hefði aldrei komið til hins skelfilega hruns, sem gekk yfir og skemmdi menn og málefni í slíkum mæli, að eyðileggingarinnar gætir enn, ekki sízt í tilfinningalífi og þar með velferð landsmanna. Hundruðum eða þúsundum fjölskyldna er enn haldið í gíslingu bankanna vegna taps og skulda úr hruninu, sem aldrei var unnt að greiða. Þessi meðferð fórnarlamba hrunsins er stjórnvöldum og bönkum, nú 10 árum seinna, til háborinnar skammar. Það er verið að rifja upp ýmislegt, sem á að hafa leitt til hrunsins, og virðast menn aðallega leita skýringa á hruninu í örtvaxandi bankakerfi þess tíma og mistökum innan þess. Undirritaður hafnar þessari greiningu. Stóru bankarnir virðast allir hafa staðið vel, og nutu trausts endurskoðenda og alþjóðlegra eftirlits- og matsaðila fram á síðustu stundu. Ef bankarnir hér hefðu fengið sama bakstuðning og liðsinni ríkisvalds og björgunarsjóðs ESB og Evrópska seðlabankans og bankar allra evru- og ESB-þjóða fengu, má ætla, að þeir hefðu staðið af sér storma hinnar alþjóðlegu fjármálakreppu, og, að megnið af þeim verðmætum, sem í bönkunum var, hefði varðveitzt og haldizt í höndum landsmanna. Almenningur og fyrirtæki hefðu heldur ekki orðið fyrir neinni skuldabreytingu eða hækkun á skuldum sínum. Með evru hefðu allar eignir og skuldir fólks og fyrirtækja haldizt óbreyttar. Mistökin, sem leiddu til hrunsins, voru, frá bæjardyrum undirritaðs, að þeir menn, sem fóru með stjórn landsins áratuginn fyrir hrun, báru ekki gæfu til eða höfðu ekki vitsmuni eða skilning til að sjá, hversu háskalegt það var, að okkar litla þjóð skyldi byggja efnahag sinn, afkomu og efnalegt öryggi á örmynt, sem enga burði hafði eða gat haft. Á HÍ-vefsíðu Gylfa Magnússonar, dósents í hagfræði, má sjá, að frá 1935 til 2001 fór vísitala neyzluverðs úr 100 í 20.451 stig, sem jafngildir því, að verðgildi krónunnar var komið niður í 0,005% í lok þessa tímabils, miðað við stöðu hennar í upphafi þess. 0,005%! Önnur hlið á málinu er, að það, sem hægt var að kaupa fyrir 1 kr. 1914, þurfti 390 kr. til að greiða 2001. Hvernig gátu ráðherrar og alþingismenn aldamótaáranna horft upp á þessa þróun, látið eins og ekkert væri og ekkert aðhafst!? Voru menn blindir, skynlausir eða réði það vald, sem krónunni fylgdi – möguleikar til stórfelldra efnahagslegra tilfærslna milli hagsmunahópa í þjóðfélaginu – för? Sumir hafa reynt að kalla eigin gjaldmiðil, krónuna, mikilvægan þátt sjálfstæðis okkar. Ef slíkri útfærslu er beitt, liggur beinast við að tala um sjálfstæði til sjálfseyðileggingar. Á hrunárinu hækkaði erlend mynt um helming í krónum. Húsbyggjendur eða húskaupendur, sem fjármögnuðu hús sín með gengistryggðum lánum eða lánum í erlendri mynt, lentu í því, að skuldir þeirra tvöfölduðust á 12-18 mánuðum. Slík þróun, utan valda- eða áhrifasviðs skuldara, er ekki bara efnahagslega skemmandi, heldur mannskemmandi, ef ekki manndrepandi. Skilur verulegur hluti landsmanna, jafnvel 44%, þetta virkilega ekki enn? Í öllu falli er það mikið gleðiefni, að greinilegur meirihluti þjóðarinnar skilur loks, hvað klukkan slær með krónuna, og er tilbúinn til að fara í alvörugjaldmiðil, reyndar þann styrkasta í heimi, sameiningartákn Evrópu, evruna. Sex aðrar þjóðir hafa tekið upp evru án ESB-aðildar; Kósóvó, Svartfjallaland, Vatíkanið, Mónakó, San Marínó og Andorra. Við gætum byrjað þar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ole Anton Bieltvedt Skoðun Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Skv. Gallup-könnun, sem var framkvæmd á vegum Já-Íslands á dögunum, eru 46% landsmanna fylgjandi því, að hér verði tekin upp evra, en 36% á móti. 18% munu ekki hafa tekið afstöðu. Ef afstaða þeirra einna, sem tóku afstöðu, er reiknuð, eru 56% landmanna fylgjandi upptöku evru, en 44% á móti. Smám saman hafa menn verið að átta sig á því, hvílíkur bölvaldur krónan hefur verið fyrir fjölskyldur og fyrirtæki landsins, vegna óstöðugleika hennar og sveiflna og þeirrar óvissu og oft gífurlegu áfalla, sem hún hefur leitt yfir landsmenn. Okurvextir þeir og það greiðsluálag, sem þeir hafa valdið skuldurum landsins, er þá ótalið. Fer vel á því, að staðreyndirnar í kringum krónuna séu greindar og settar fram nú í tilefni af því, að 10 ár eru liðin frá hruni, en það er með ólíkindum, að fáir eða engir skuli hafa fjallað um það, að það var einmitt íslenzka krónan, örmyntin, sem kom okkur í hrunið og eyðilagði líf og efnahagslega stöðu verulegs hluta þjóðarinnar; einstaklinga, fjölskyldna og fyrirtækja. Ef hér hefði verið evra 2008, ekki króna, og við í ESB, hefði aldrei komið til hins skelfilega hruns, sem gekk yfir og skemmdi menn og málefni í slíkum mæli, að eyðileggingarinnar gætir enn, ekki sízt í tilfinningalífi og þar með velferð landsmanna. Hundruðum eða þúsundum fjölskyldna er enn haldið í gíslingu bankanna vegna taps og skulda úr hruninu, sem aldrei var unnt að greiða. Þessi meðferð fórnarlamba hrunsins er stjórnvöldum og bönkum, nú 10 árum seinna, til háborinnar skammar. Það er verið að rifja upp ýmislegt, sem á að hafa leitt til hrunsins, og virðast menn aðallega leita skýringa á hruninu í örtvaxandi bankakerfi þess tíma og mistökum innan þess. Undirritaður hafnar þessari greiningu. Stóru bankarnir virðast allir hafa staðið vel, og nutu trausts endurskoðenda og alþjóðlegra eftirlits- og matsaðila fram á síðustu stundu. Ef bankarnir hér hefðu fengið sama bakstuðning og liðsinni ríkisvalds og björgunarsjóðs ESB og Evrópska seðlabankans og bankar allra evru- og ESB-þjóða fengu, má ætla, að þeir hefðu staðið af sér storma hinnar alþjóðlegu fjármálakreppu, og, að megnið af þeim verðmætum, sem í bönkunum var, hefði varðveitzt og haldizt í höndum landsmanna. Almenningur og fyrirtæki hefðu heldur ekki orðið fyrir neinni skuldabreytingu eða hækkun á skuldum sínum. Með evru hefðu allar eignir og skuldir fólks og fyrirtækja haldizt óbreyttar. Mistökin, sem leiddu til hrunsins, voru, frá bæjardyrum undirritaðs, að þeir menn, sem fóru með stjórn landsins áratuginn fyrir hrun, báru ekki gæfu til eða höfðu ekki vitsmuni eða skilning til að sjá, hversu háskalegt það var, að okkar litla þjóð skyldi byggja efnahag sinn, afkomu og efnalegt öryggi á örmynt, sem enga burði hafði eða gat haft. Á HÍ-vefsíðu Gylfa Magnússonar, dósents í hagfræði, má sjá, að frá 1935 til 2001 fór vísitala neyzluverðs úr 100 í 20.451 stig, sem jafngildir því, að verðgildi krónunnar var komið niður í 0,005% í lok þessa tímabils, miðað við stöðu hennar í upphafi þess. 0,005%! Önnur hlið á málinu er, að það, sem hægt var að kaupa fyrir 1 kr. 1914, þurfti 390 kr. til að greiða 2001. Hvernig gátu ráðherrar og alþingismenn aldamótaáranna horft upp á þessa þróun, látið eins og ekkert væri og ekkert aðhafst!? Voru menn blindir, skynlausir eða réði það vald, sem krónunni fylgdi – möguleikar til stórfelldra efnahagslegra tilfærslna milli hagsmunahópa í þjóðfélaginu – för? Sumir hafa reynt að kalla eigin gjaldmiðil, krónuna, mikilvægan þátt sjálfstæðis okkar. Ef slíkri útfærslu er beitt, liggur beinast við að tala um sjálfstæði til sjálfseyðileggingar. Á hrunárinu hækkaði erlend mynt um helming í krónum. Húsbyggjendur eða húskaupendur, sem fjármögnuðu hús sín með gengistryggðum lánum eða lánum í erlendri mynt, lentu í því, að skuldir þeirra tvöfölduðust á 12-18 mánuðum. Slík þróun, utan valda- eða áhrifasviðs skuldara, er ekki bara efnahagslega skemmandi, heldur mannskemmandi, ef ekki manndrepandi. Skilur verulegur hluti landsmanna, jafnvel 44%, þetta virkilega ekki enn? Í öllu falli er það mikið gleðiefni, að greinilegur meirihluti þjóðarinnar skilur loks, hvað klukkan slær með krónuna, og er tilbúinn til að fara í alvörugjaldmiðil, reyndar þann styrkasta í heimi, sameiningartákn Evrópu, evruna. Sex aðrar þjóðir hafa tekið upp evru án ESB-aðildar; Kósóvó, Svartfjallaland, Vatíkanið, Mónakó, San Marínó og Andorra. Við gætum byrjað þar.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun