Handbolti

Tíu íslensk mörk í tapi Álaborgar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ómar í landsleik með Íslandi en hann hefur byrjað tímabilið frábærlega í Danmörku.
Ómar í landsleik með Íslandi en hann hefur byrjað tímabilið frábærlega í Danmörku. vísir/getty
Tíu íslensk mörk dugðu ekki fyrir Álaborg sem tapaði á útivelli fyrir Bjerringbro-Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Ómar Ingi Magnússon skoraði sex mörk og Janus Daði Smárason fjögur í liði Álaborgar sem tapaði með einu marki, 29-28.

Heimamenn í Bjerringbro-Silkeborg voru tveimur mörkum yfir í hálfleik 13-15. Bjerringbro er á toppi deildarinnar eftir átta leiki með þrettán stig, Álaborg er í því þriðja með tólf.

Í Frakklandi skoraði Geir Guðmundsson tvö mörk úr tveimur skotum fyrir Cesson-Rennes sem tapaði fyrir Nantes. Lokatölur í þeim leik voru einnig 29-28.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×