Hússjóður ÖBÍ lokar fyrir nýjar umsóknir í annað sinn á hálfri öld Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. október 2018 19:00 Brynja- hússjóður Öryrkjabandalagins er lokaður fyrir nýjum umsóknum í annað skipti í yfir fimmtíu ára sögu sjóðsins. Það tekur mörg ár að vinna úr þeim umsóknum sem liggja fyrir að sögn framkvæmdastjóra. Stjórnvöld virðist lítið gera fyrir þennan tekjulægsta hóp samfélagsins. Á heimasíðu hússjóðsins kemur fram að lokað hafi verið fyrir nýjar umsóknir vegna gríðarlegrar fjölgunar þeirra. Alls eru nú 600 manns á biðlista eftir húsnæði. Björn Arnar Magnússon framkvæmdastjóri sjóðsins segir biðlistann hafa þrefaldast síðustu þrjú ár. „Fólk er að leita til okkar þar sem við erum með mjög sanngjarna leigu og er að flýja háa leigu á markaði. Svo er lítið framboð af húsnæði sem skýrir þetta að hluta,“ segir Björn. Hússjóðurinn á um 800 íbúðir og kaupir um tuttugu á hverju ári. Framkvæmdastjórinn segir því að það taki mörg ár að útvega þeim 600 sem eru á biðlistanum nú þegar húsnæði. Staða fólks sé oft mjög bág. „Hún er oft mjög slæm. Fólk er oft búandi hjá ættingum í mjög misjöfnu húsnæði. Iðnaðarhúsnæði, geymslum eða öðru slíku húsnæði sem er ekki fólki bjóðandi,“ segir hann. Björn segir stjórnvöld bera mikla ábyrgð. „Stjórnvöld tala og tala en það virðist lítið vera gert fyrir þennan hóp sem er í þessari lægstu tíund tekjuhópa,“ segir Björn. Hann segir stöðuna versta hjá þeim sem eru 50 ára og eldri. „Þessi hópur er um helmingur af öllum sem sækja um og það er auðvitað dapurt þegar fólk komið á þennan aldur þarf að berjast í að leita sér að húsnæði og það virðist ekki vera neitt í boði,“ segir Björn. Brynja- hússjóður var stofnaður árið 1965 og er þetta í annað skipti í sögu hans sem þarf að loka honum vegna gríðarlegrar fjölgunar umsókna. Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Sjá meira
Brynja- hússjóður Öryrkjabandalagins er lokaður fyrir nýjum umsóknum í annað skipti í yfir fimmtíu ára sögu sjóðsins. Það tekur mörg ár að vinna úr þeim umsóknum sem liggja fyrir að sögn framkvæmdastjóra. Stjórnvöld virðist lítið gera fyrir þennan tekjulægsta hóp samfélagsins. Á heimasíðu hússjóðsins kemur fram að lokað hafi verið fyrir nýjar umsóknir vegna gríðarlegrar fjölgunar þeirra. Alls eru nú 600 manns á biðlista eftir húsnæði. Björn Arnar Magnússon framkvæmdastjóri sjóðsins segir biðlistann hafa þrefaldast síðustu þrjú ár. „Fólk er að leita til okkar þar sem við erum með mjög sanngjarna leigu og er að flýja háa leigu á markaði. Svo er lítið framboð af húsnæði sem skýrir þetta að hluta,“ segir Björn. Hússjóðurinn á um 800 íbúðir og kaupir um tuttugu á hverju ári. Framkvæmdastjórinn segir því að það taki mörg ár að útvega þeim 600 sem eru á biðlistanum nú þegar húsnæði. Staða fólks sé oft mjög bág. „Hún er oft mjög slæm. Fólk er oft búandi hjá ættingum í mjög misjöfnu húsnæði. Iðnaðarhúsnæði, geymslum eða öðru slíku húsnæði sem er ekki fólki bjóðandi,“ segir hann. Björn segir stjórnvöld bera mikla ábyrgð. „Stjórnvöld tala og tala en það virðist lítið vera gert fyrir þennan hóp sem er í þessari lægstu tíund tekjuhópa,“ segir Björn. Hann segir stöðuna versta hjá þeim sem eru 50 ára og eldri. „Þessi hópur er um helmingur af öllum sem sækja um og það er auðvitað dapurt þegar fólk komið á þennan aldur þarf að berjast í að leita sér að húsnæði og það virðist ekki vera neitt í boði,“ segir Björn. Brynja- hússjóður var stofnaður árið 1965 og er þetta í annað skipti í sögu hans sem þarf að loka honum vegna gríðarlegrar fjölgunar umsókna.
Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Sjá meira