"Tímabært að negla þrjótinn“ Jakob Bjarnar skrifar 29. október 2018 11:19 Björn Leví segir það rangt að Píratar hafi þjófkennt Ásmund, þar til nú. Víst er að málið lýsir verulegum ýfingum milli Pírata og Sjálfstæðismanna á þingi. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur farið fram á að akstursskýrslur Ásmundar Friðrikssonar, verði rannsakaðar sérstaklega. Á engan kost annan en láta skoða Ásmund sérstaklega Björn Leví greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni nú í morgun. Hann vitnar til orða Ásmundar á þingi 10. október þar sem Ásmundur kvartaði undan því að Píratar séu „fólkið sem stendur upp í þessum sal trekk í trekk, ber upp á mann lygar, hefur sagt að ég væri þjófur, hafi stolið peningum af þinginu — og þau þurfa ekki að standa neinum reikningsskil.“ Björn Leví segir þetta hingað til hafa verið ósatt. „Enginn þingmaður Pírata hefur ásakað Ásmund um slíkt ... fyrr en núna.“ Björn Leví segist ekki eiga annan kost en beina spjótum sérstaklega að Ásmundi í þessu sambandi. Erindi hans til Forsætisnefndar þess efnis að hinar umdeildu akstursskýrslur yrðu rannsakaðar sérstaklega, var vísað frá á þeim forsendum að það sneri ekki að neinum tilgreindum. Vísir fjallaði ítarlega um þetta mikla hitamál sem kom upp í upphafi árs. Efast um að útskýringar Ásmundar standist skoðun Því biður Björn um það sérstaklega að endurgreiðslur á aksturskostnaði Ásmundar verði rannsakaðar. „Til þess að vera viss um að rannsókn á amk. einum þingmanni eigi sér stað. Ástæðan fyrir því að ég bendi á Ásmund? Tvær ástæður, til að byrja með af því að hann er með langhæsta aksturskostnaðinn og það sem er mikilvægara, fólk sem hann hefur „fundað með“ hefur haft samband við mig og véfengt að þeir fundir eigi að geta talist sem endurgreiðanlegur starfskostnaður.“ Sjá má útskýringar Björns Leví í heild sinni hér neðar en í athugasemdum er þessu skrefi fagnað og segir þar meðal annars að um þjóðþrifaverk sé að ræða og „tímabært að negla þrjótinn“. Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Þórhildur segir rökstuddan grun um að Ásmundur hafi dregið sér fé Reglur og lög landsins virðast aðeins gilda um almenning en ekki efsta lag þjóðfélagsins. Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, í Silfrinu í ríkissjónvarpinu í morgun. 25. febrúar 2018 14:21 „Ég er ekki einu sinni með bílpróf“ Hringurinn þrengist um þá sem ekki vilja greina frá akstursgreiðslum. 16. febrúar 2018 16:21 600 þúsund krónur í aksturskostnað í janúarmánuði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk greiddar 599.720 krónur vegna ferða á eigin bíl fyrir janúar á þessu ári. 9. mars 2018 18:46 Eva Pandora sagði óvart ósatt: Fékk tæpar 1,2 milljónir endurgreiddar vegna aksturs Eva Pandora Baldursdóttir fyrrum þingmaður Pírata í norðvesturkjördæmi var í 10. sæti listans yfir þá þingmenn sem óku mest árið 2017 en áður hafði hún sagt að hún væri ekki á topp tíu listanum. 26. febrúar 2018 22:00 Mest lesið Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur farið fram á að akstursskýrslur Ásmundar Friðrikssonar, verði rannsakaðar sérstaklega. Á engan kost annan en láta skoða Ásmund sérstaklega Björn Leví greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni nú í morgun. Hann vitnar til orða Ásmundar á þingi 10. október þar sem Ásmundur kvartaði undan því að Píratar séu „fólkið sem stendur upp í þessum sal trekk í trekk, ber upp á mann lygar, hefur sagt að ég væri þjófur, hafi stolið peningum af þinginu — og þau þurfa ekki að standa neinum reikningsskil.“ Björn Leví segir þetta hingað til hafa verið ósatt. „Enginn þingmaður Pírata hefur ásakað Ásmund um slíkt ... fyrr en núna.“ Björn Leví segist ekki eiga annan kost en beina spjótum sérstaklega að Ásmundi í þessu sambandi. Erindi hans til Forsætisnefndar þess efnis að hinar umdeildu akstursskýrslur yrðu rannsakaðar sérstaklega, var vísað frá á þeim forsendum að það sneri ekki að neinum tilgreindum. Vísir fjallaði ítarlega um þetta mikla hitamál sem kom upp í upphafi árs. Efast um að útskýringar Ásmundar standist skoðun Því biður Björn um það sérstaklega að endurgreiðslur á aksturskostnaði Ásmundar verði rannsakaðar. „Til þess að vera viss um að rannsókn á amk. einum þingmanni eigi sér stað. Ástæðan fyrir því að ég bendi á Ásmund? Tvær ástæður, til að byrja með af því að hann er með langhæsta aksturskostnaðinn og það sem er mikilvægara, fólk sem hann hefur „fundað með“ hefur haft samband við mig og véfengt að þeir fundir eigi að geta talist sem endurgreiðanlegur starfskostnaður.“ Sjá má útskýringar Björns Leví í heild sinni hér neðar en í athugasemdum er þessu skrefi fagnað og segir þar meðal annars að um þjóðþrifaverk sé að ræða og „tímabært að negla þrjótinn“.
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Þórhildur segir rökstuddan grun um að Ásmundur hafi dregið sér fé Reglur og lög landsins virðast aðeins gilda um almenning en ekki efsta lag þjóðfélagsins. Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, í Silfrinu í ríkissjónvarpinu í morgun. 25. febrúar 2018 14:21 „Ég er ekki einu sinni með bílpróf“ Hringurinn þrengist um þá sem ekki vilja greina frá akstursgreiðslum. 16. febrúar 2018 16:21 600 þúsund krónur í aksturskostnað í janúarmánuði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk greiddar 599.720 krónur vegna ferða á eigin bíl fyrir janúar á þessu ári. 9. mars 2018 18:46 Eva Pandora sagði óvart ósatt: Fékk tæpar 1,2 milljónir endurgreiddar vegna aksturs Eva Pandora Baldursdóttir fyrrum þingmaður Pírata í norðvesturkjördæmi var í 10. sæti listans yfir þá þingmenn sem óku mest árið 2017 en áður hafði hún sagt að hún væri ekki á topp tíu listanum. 26. febrúar 2018 22:00 Mest lesið Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Sjá meira
Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00
Þórhildur segir rökstuddan grun um að Ásmundur hafi dregið sér fé Reglur og lög landsins virðast aðeins gilda um almenning en ekki efsta lag þjóðfélagsins. Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, í Silfrinu í ríkissjónvarpinu í morgun. 25. febrúar 2018 14:21
„Ég er ekki einu sinni með bílpróf“ Hringurinn þrengist um þá sem ekki vilja greina frá akstursgreiðslum. 16. febrúar 2018 16:21
600 þúsund krónur í aksturskostnað í janúarmánuði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk greiddar 599.720 krónur vegna ferða á eigin bíl fyrir janúar á þessu ári. 9. mars 2018 18:46
Eva Pandora sagði óvart ósatt: Fékk tæpar 1,2 milljónir endurgreiddar vegna aksturs Eva Pandora Baldursdóttir fyrrum þingmaður Pírata í norðvesturkjördæmi var í 10. sæti listans yfir þá þingmenn sem óku mest árið 2017 en áður hafði hún sagt að hún væri ekki á topp tíu listanum. 26. febrúar 2018 22:00