Hafa fundið brak og ökuskírteini en ekki flugvélina Samúel Karl Ólason skrifar 29. október 2018 07:41 Brak sem leitarmenn hafa fundið. AP/BNPB Flugvél Lion Air í Indónesíu brotlenti í sjóinn skömmu eftir flugtak frá Jakarta í nótt. 189 manns voru um borð og hefur enginn þeirra fundist á lífi. Brak úr flugvélinni hefur fundist á floti en ekki er vitað hvar flugvélin er. Ástæða brotlendingarinnar liggur ekki fyrir en um nýja flugvél af gerðinni Boeing 737 MAX 8 var að ræða. Þrettán mínútur eftir flugtak slitnaði sambandið við flugvélina og samkvæmt miðlum í Indónesíu hafði flugstjórinn beðið um að fá að snúa við til Jakarta. Sjórinn þar sem flugvélin brotlenti er samkvæmt BBC 30 til 40 metra djúpt. Meðal þess sem hefur fundist eru ökuskírteini og aðrir einkamunir farþega. Kafarar reyna nú að finna flugvélina á svæðinu þar sem talið er að hún hafi hrapað og þar sem brak hefur fundist.„Við vitum ekki hvort það eru einhverjir á lífi,“ sagði Muhmmad Syaugi, sem er yfir leitinni. Hann sagði björgunaraðila þó halda í vonina. Forstjóri Lion Air segir að „tæknilegt vandamál“ hafi komið upp í síðasta flugi flugvélarinnar en það hefði verið lagað að fullu. Hann sagðist þó ekki vita hvað hefði komið upp þegar hann var spurður. Flugstjóri flugvélarinnar var með rúmlega sex þúsund klukkustunda reynslu og flugmaðurinn með rúmlega fimm þúsund klukkustunda reynslu. Indónesískum flugfélögum var bannað árið 2007 að fljúga til Evrópu vegna þess hve tíð flugslys eru þar. Nokkur flugfélög fengu undantekningar og var bannið fellt niður að fullu í júní. Bandaríkin felldu niður sambærilegt bann árið 2016 eftir að hafa ekki hleypt flugfélögunum til Bandaríkjanna í tíu ár. WATCH: Debris from #LionAir flight #JT610 floating in the sea off Java, after it crashed shortly after take off from Jakarta (BNPB Indonesia) https://t.co/4jVWZli7ag pic.twitter.com/A8v34SYC85— Channel NewsAsia (@ChannelNewsAsia) October 29, 2018 Some debris from #JT610 that reported has crashed this morning. pic.twitter.com/sWRSdGgG8n— Taz Imansyah (@KaitouTaz) October 29, 2018 Asía Fréttir af flugi Indónesía Tengdar fréttir Óttast um afdrif 189 farþega Lion Air Flugmálayfirvöld staðfesta að vélin sé horfin og að 189 hafi verið um borð 29. október 2018 03:46 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Fleiri fréttir Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Sjá meira
Flugvél Lion Air í Indónesíu brotlenti í sjóinn skömmu eftir flugtak frá Jakarta í nótt. 189 manns voru um borð og hefur enginn þeirra fundist á lífi. Brak úr flugvélinni hefur fundist á floti en ekki er vitað hvar flugvélin er. Ástæða brotlendingarinnar liggur ekki fyrir en um nýja flugvél af gerðinni Boeing 737 MAX 8 var að ræða. Þrettán mínútur eftir flugtak slitnaði sambandið við flugvélina og samkvæmt miðlum í Indónesíu hafði flugstjórinn beðið um að fá að snúa við til Jakarta. Sjórinn þar sem flugvélin brotlenti er samkvæmt BBC 30 til 40 metra djúpt. Meðal þess sem hefur fundist eru ökuskírteini og aðrir einkamunir farþega. Kafarar reyna nú að finna flugvélina á svæðinu þar sem talið er að hún hafi hrapað og þar sem brak hefur fundist.„Við vitum ekki hvort það eru einhverjir á lífi,“ sagði Muhmmad Syaugi, sem er yfir leitinni. Hann sagði björgunaraðila þó halda í vonina. Forstjóri Lion Air segir að „tæknilegt vandamál“ hafi komið upp í síðasta flugi flugvélarinnar en það hefði verið lagað að fullu. Hann sagðist þó ekki vita hvað hefði komið upp þegar hann var spurður. Flugstjóri flugvélarinnar var með rúmlega sex þúsund klukkustunda reynslu og flugmaðurinn með rúmlega fimm þúsund klukkustunda reynslu. Indónesískum flugfélögum var bannað árið 2007 að fljúga til Evrópu vegna þess hve tíð flugslys eru þar. Nokkur flugfélög fengu undantekningar og var bannið fellt niður að fullu í júní. Bandaríkin felldu niður sambærilegt bann árið 2016 eftir að hafa ekki hleypt flugfélögunum til Bandaríkjanna í tíu ár. WATCH: Debris from #LionAir flight #JT610 floating in the sea off Java, after it crashed shortly after take off from Jakarta (BNPB Indonesia) https://t.co/4jVWZli7ag pic.twitter.com/A8v34SYC85— Channel NewsAsia (@ChannelNewsAsia) October 29, 2018 Some debris from #JT610 that reported has crashed this morning. pic.twitter.com/sWRSdGgG8n— Taz Imansyah (@KaitouTaz) October 29, 2018
Asía Fréttir af flugi Indónesía Tengdar fréttir Óttast um afdrif 189 farþega Lion Air Flugmálayfirvöld staðfesta að vélin sé horfin og að 189 hafi verið um borð 29. október 2018 03:46 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Fleiri fréttir Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Sjá meira
Óttast um afdrif 189 farþega Lion Air Flugmálayfirvöld staðfesta að vélin sé horfin og að 189 hafi verið um borð 29. október 2018 03:46