Yfirgnæfandi líkur á áfrýjun Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. október 2018 20:30 Yfirgnæfandi líkur eru á að dómi Héraðsdóms Reykjavíkur um bætur vegna skipanar dómara við Landsrétt verði áfrýjað að sögn lögmanns stefnanda. Dómsmálaráðherra segir fulla ástæðu til að áfrýja en að ríkislögmaður taki ákvörðunina. Formaður Lögmannafélags Íslands segir bagalegt að slíkur órói ríki í kringum dómaraskipunina. Lúðvík Örn Steinarsson lögmaður Jóni Höskuldssonar héraðsdómara segir yfirgnæfandi líkur á að dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi skjólstæðingi hans samtals rúmar fimm milljónir króna í bætur vegna skipanar dómara við Landsrétt verði áfrýjað. Og það vegna röksemda fyrir lækkun bóta. Dómsmálaráðherra segir að ákvörðun um áfrýjun liggi ekki enn fyrir. „Það er nú svo að mínu mati, fljótt á litið, full ástæða, lögfræðilega til að áfrýja. Ég ætla að taka næstu viku til að setjast yfir þetta með ríkislögmanni. Það er auðvitað hann sem tekur ákvörðun um það,“ segir Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra. Hún segir dóminn þvert á vilja löggjafarvaldsins. „Mér sýnist nú þessi dómur í reynd hafa það í för með sér að Alþingi geti ekki haft nokkra skoðun á skipun dómara og það er þvert gegn löggjafarviljanum.“ Sigríður segist hafa viljað fá lengri tíma til að ákveða skipan dómara í Landsrétt. „Ég hefði hefði viljað hafa haft meiri tíma og þá spyrja mig margir: Ja, af hverju bara breyttir þú ekki lögunum. Það tel ég að hefði ekki verið gott.“ Málið snýst um að hæfnisnefnd taldi 15 einstaklinga hæfasta til að gegna embætti dómara við Landsrétt en Sigríður ákvað að skipta fjórum út fyrir aðra. „Það liggur fyrir að hefði ég lagt listann óbreyttan fyrir Alþingi, þá hefði Alþingi ekki samþykkt hann og mér hefði verið falið að finna einhver önnur nöfn. Vilji stóð til þess að auka vægi dómarareynslu í samblandi auðvitað við það markmið að tryggja það að dómarahópurinn allur yrði fjölbreyttur,“ segir Sigríður. Dómarareynsla Jóns Höskuldssonar hafi ekki uppfyllt þetta markmið. „Hann er með minni dómarareynslu en þeir fjórir sem ég setti inn.“ Formaður lögmannafélagsins segir að félagið hafi frá upphafi talið annmarka á málsmeðferð ráðherra. „Það er bagalegt að það skuli vera þessi órói og óróleiki í kringum þetta mál og í kringum þessa dómaraskipan,“ segir Berglind Svavarsdóttir, formaður lögmannafélagsins. Tengdar fréttir Ríkið dæmt til að greiða skaðabætur vegna skipanar dómara við Landsrétt Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða Jóni Höskuldssyni, héraðsdómara, fjórar milljónir króna í skaðabætur og 1,1 milljón króna í miskabætur vegna skipunar dómara við Landsrétt. 25. október 2018 13:47 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Sjá meira
Yfirgnæfandi líkur eru á að dómi Héraðsdóms Reykjavíkur um bætur vegna skipanar dómara við Landsrétt verði áfrýjað að sögn lögmanns stefnanda. Dómsmálaráðherra segir fulla ástæðu til að áfrýja en að ríkislögmaður taki ákvörðunina. Formaður Lögmannafélags Íslands segir bagalegt að slíkur órói ríki í kringum dómaraskipunina. Lúðvík Örn Steinarsson lögmaður Jóni Höskuldssonar héraðsdómara segir yfirgnæfandi líkur á að dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi skjólstæðingi hans samtals rúmar fimm milljónir króna í bætur vegna skipanar dómara við Landsrétt verði áfrýjað. Og það vegna röksemda fyrir lækkun bóta. Dómsmálaráðherra segir að ákvörðun um áfrýjun liggi ekki enn fyrir. „Það er nú svo að mínu mati, fljótt á litið, full ástæða, lögfræðilega til að áfrýja. Ég ætla að taka næstu viku til að setjast yfir þetta með ríkislögmanni. Það er auðvitað hann sem tekur ákvörðun um það,“ segir Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra. Hún segir dóminn þvert á vilja löggjafarvaldsins. „Mér sýnist nú þessi dómur í reynd hafa það í för með sér að Alþingi geti ekki haft nokkra skoðun á skipun dómara og það er þvert gegn löggjafarviljanum.“ Sigríður segist hafa viljað fá lengri tíma til að ákveða skipan dómara í Landsrétt. „Ég hefði hefði viljað hafa haft meiri tíma og þá spyrja mig margir: Ja, af hverju bara breyttir þú ekki lögunum. Það tel ég að hefði ekki verið gott.“ Málið snýst um að hæfnisnefnd taldi 15 einstaklinga hæfasta til að gegna embætti dómara við Landsrétt en Sigríður ákvað að skipta fjórum út fyrir aðra. „Það liggur fyrir að hefði ég lagt listann óbreyttan fyrir Alþingi, þá hefði Alþingi ekki samþykkt hann og mér hefði verið falið að finna einhver önnur nöfn. Vilji stóð til þess að auka vægi dómarareynslu í samblandi auðvitað við það markmið að tryggja það að dómarahópurinn allur yrði fjölbreyttur,“ segir Sigríður. Dómarareynsla Jóns Höskuldssonar hafi ekki uppfyllt þetta markmið. „Hann er með minni dómarareynslu en þeir fjórir sem ég setti inn.“ Formaður lögmannafélagsins segir að félagið hafi frá upphafi talið annmarka á málsmeðferð ráðherra. „Það er bagalegt að það skuli vera þessi órói og óróleiki í kringum þetta mál og í kringum þessa dómaraskipan,“ segir Berglind Svavarsdóttir, formaður lögmannafélagsins.
Tengdar fréttir Ríkið dæmt til að greiða skaðabætur vegna skipanar dómara við Landsrétt Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða Jóni Höskuldssyni, héraðsdómara, fjórar milljónir króna í skaðabætur og 1,1 milljón króna í miskabætur vegna skipunar dómara við Landsrétt. 25. október 2018 13:47 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Sjá meira
Ríkið dæmt til að greiða skaðabætur vegna skipanar dómara við Landsrétt Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða Jóni Höskuldssyni, héraðsdómara, fjórar milljónir króna í skaðabætur og 1,1 milljón króna í miskabætur vegna skipunar dómara við Landsrétt. 25. október 2018 13:47