Mismunandi forsendur í útreikningi á launamun Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. október 2018 19:00 Prófessor í tölfræði segir kynbundinn launamun misskilning. Skipuleggjendur Kvennafrídagsins segja launamun kynjanna staðreynd. Hann felist í krónum og kjörum. Skipuleggjendur Kvennafrísdagsins fullyrða að konur sé með 26% lægri atvinnutekjur en karlar að meðaltali hér á landi. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra bendir hins vegar á í Facebookfærslu að marktækur tölfræðilegur launamunur sé 5%. Maríanna Clara Lúthersdóttir verkefnastýra Kvennafrísdagsins segir að verið sé að vísa í mismun á heildarkjörum. „Það má endalaust ræða um hvaða tölu á að nota, en við notuðum þessa tölu því við erum líka að berjast fyrir hinu þ.e. lengra fæðingarorlofi og fjölskylduvænna atvinnulífi og þá var augljóst að nota þessa tölu,“ segir Maríanna. Í nýjustu könnunum Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar er launamunur kynjanna 8% og 10% hjá VR. Steinunn Böðvarsdóttir fagstjóri hjá VR segir miðað við ákveðnar forsendur frá árinu 2013 í útreikningum. „Við lítum svo á að til að finna launamun kynjanna þurfum við að skoða málefnalegar breytur og við notum þær hjá VR og þar liggur 10% munur,“ segir Steinunn.Mismunandi forsendur eru notaðar í útreikningi á launamun. Maríanna Clara Lúthersdóttir segir mikilvægt að horfa til heildarlaunamunar kynjannaHún segir enn fremur mikilvægt að horfa til heildarlaunamunar. „Við hljótum að byrja að horfa á mismunandi stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Sú staða endurspeglast í heildarmun á launum kynjanna sem hjá VR er 14% . Sú staða sýnir okkur hvar kynin standa en ekki bara kynbundinn launamun. Þar hljótum við að byrja þessari baráttu fyrir jöfnum launum karla og kvenna,“ segir hún . Helgi Tómasson prófessor í tölfræði við Háskóla Íslandssegir hins vegar um misskilning að ræða í útreikningi og umræðu. „Það er ekki til neitt sem heitir kynbundinn launamunur, það er misskilningshugtak. Ef ekki er tekið tillit til hjónabands og kyns þá er niðurstaðan bara misskilningur,“ segir Helgi. Helgi vísar í alþjóðlegar kannanir þar sem kemur í ljós að hjúskaparstaða karla er einn helsti áhrifavaldur launa „Hjónabandið virðist hækka laun karla mjög mikið en laun hinna þriggja hópanna þ.e. giftra kvenna og ógiftra karla og kvenna er á svipuðu róli. Þetta samspil kyns og hjónabands er alþjóðlegt og það að illa takist að koma tölfræðinni til skila er líka alþjóðlegt,“ segir hann að lokum. Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Sjá meira
Prófessor í tölfræði segir kynbundinn launamun misskilning. Skipuleggjendur Kvennafrídagsins segja launamun kynjanna staðreynd. Hann felist í krónum og kjörum. Skipuleggjendur Kvennafrísdagsins fullyrða að konur sé með 26% lægri atvinnutekjur en karlar að meðaltali hér á landi. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra bendir hins vegar á í Facebookfærslu að marktækur tölfræðilegur launamunur sé 5%. Maríanna Clara Lúthersdóttir verkefnastýra Kvennafrísdagsins segir að verið sé að vísa í mismun á heildarkjörum. „Það má endalaust ræða um hvaða tölu á að nota, en við notuðum þessa tölu því við erum líka að berjast fyrir hinu þ.e. lengra fæðingarorlofi og fjölskylduvænna atvinnulífi og þá var augljóst að nota þessa tölu,“ segir Maríanna. Í nýjustu könnunum Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar er launamunur kynjanna 8% og 10% hjá VR. Steinunn Böðvarsdóttir fagstjóri hjá VR segir miðað við ákveðnar forsendur frá árinu 2013 í útreikningum. „Við lítum svo á að til að finna launamun kynjanna þurfum við að skoða málefnalegar breytur og við notum þær hjá VR og þar liggur 10% munur,“ segir Steinunn.Mismunandi forsendur eru notaðar í útreikningi á launamun. Maríanna Clara Lúthersdóttir segir mikilvægt að horfa til heildarlaunamunar kynjannaHún segir enn fremur mikilvægt að horfa til heildarlaunamunar. „Við hljótum að byrja að horfa á mismunandi stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Sú staða endurspeglast í heildarmun á launum kynjanna sem hjá VR er 14% . Sú staða sýnir okkur hvar kynin standa en ekki bara kynbundinn launamun. Þar hljótum við að byrja þessari baráttu fyrir jöfnum launum karla og kvenna,“ segir hún . Helgi Tómasson prófessor í tölfræði við Háskóla Íslandssegir hins vegar um misskilning að ræða í útreikningi og umræðu. „Það er ekki til neitt sem heitir kynbundinn launamunur, það er misskilningshugtak. Ef ekki er tekið tillit til hjónabands og kyns þá er niðurstaðan bara misskilningur,“ segir Helgi. Helgi vísar í alþjóðlegar kannanir þar sem kemur í ljós að hjúskaparstaða karla er einn helsti áhrifavaldur launa „Hjónabandið virðist hækka laun karla mjög mikið en laun hinna þriggja hópanna þ.e. giftra kvenna og ógiftra karla og kvenna er á svipuðu róli. Þetta samspil kyns og hjónabands er alþjóðlegt og það að illa takist að koma tölfræðinni til skila er líka alþjóðlegt,“ segir hann að lokum.
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Sjá meira