Tekjur.is gæti þurft að nafngreina þá sem sækja upplýsingar af vefsíðunni Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 25. október 2018 06:00 Tekjur.is var hleypt af stokkunum föstudaginn 12. október. Tekjur.is Skattgreiðendur gætu átt rétt á að fá upplýsingar um hver óskaði eftir og fékk persónuupplýsingar þeirra í hendur á vefsíðunni Tekjur.is. Þetta segir Jóhann Tómas Sigurðsson, lögmaður og annar eigandi Lagahvols. Á síðustu vikum hefur verið fjallað um vefsíðuna Tekjur.is sem birtir upplýsingar um tekjur allra skattgreiðenda. Eru upplýsingarnar byggðar á skattskrá 2017 sem gefin er út af Ríkisskattstjóra. Notendur kaupa aðgang að vefsíðunni og geta í kjölfarið flett upp tekjum skattgreiðenda. Lögbannskröfu á Tekjur.is var hafnað af sýslumanni í síðustu viku en Persónuvernd hóf í kjölfarið athugun á því hvort heimild væri fyrir vinnslu þessara upplýsinga. Hafði Viskubrunnur ehf., ábyrgðaraðili vefsins, frest til 23. október til að svara stofnuninni. „Það hefur verið fjallað um ágreining um heimild til að vinna upplýsingarnar en réttindi skattgreiðenda, það er hins skráða, hafa fengið minni athygli. Þú sem skattgreiðandi getur sent fyrirspurn til þess sem er að vinna upplýsingarnar og honum ber þá skylda til þess að veita tilteknar upplýsingar,“ segir Jóhann Tómas. Jóhann vísar í lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, sem tóku gildi í sumar en þannig voru ákvæði svokallaðrar GDPR-reglugerðar lögfest á Íslandi. Segir Jóhann að lögin veiti einstaklingum heimild til að óska eftir upplýsingum um hvaða notendur hafa flett upp tekjum viðkomandi frá því að vefsíðan fór í loftið. „Þá vaknar sú spurning hvaða upplýsingar ábyrgðaraðilanum ber að veita. Það veltur á því hvort réttur skattgreiðanda, það er hins skráða, sé sterkari en réttur áskrifanda til þess að vera ekki nafngreindur. Ég tel að sterk rök hnígi að því en komi upp ágreiningur er það hlutverk Persónuverndar að skera úr um það.“ Jóhann segir að til þess að hægt verði að skera úr um málið þurfi skattgreiðandi að senda beiðni á Tekjur.is þess efnis að gefið verði upp hvaða áskrifendur hafi sótt upplýsingar um viðkomandi. Verði svar vefsins á þá leið að ekki sé unnt að nafngreina áskrifendurna er hægt að óska eftir áliti Persónuverndar. „Það kann að vera niðurstaðan að nágranninn á efri hæðinni eða frændi þinn fái upplýsingar um það að þú hafir flett honum upp á vefnum. Hin sakleysislega uppfletting í skjóli nafnleyndar er því aldrei án ábyrgðar.“ Samkvæmt lögunum getur viðkomandi sent fyrirspurn reglulega, jafnvel í hverjum mánuði, og á rétt á að fá svör án endurgjalds, eða gegn hóflegu gjaldi. Þá ber vefsíðunni að bregðast við fyrirspurninni innan hæfilegs tíma, og í síðasta lagi mánuði eftir að fyrirspurnin barst. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fengu skattskrár allra Íslendinga frá ríkisskattstjóra Tekjur.is fengu eintak af skattskrá allra Íslendinga frá ríkisskattstjóra í sumar. Fengu þeir sem standa að baki síðunni skrárnar afhentar á pappír sem þeir færðu síðan yfir á rafrænt form. 17. október 2018 08:55 Persónuvernd krefur Tekjur.is um svör Persónuvernd athugar nú birtingu félagsins Viskubrunns ehf. á skattskrárupplýsingum ársins 2016 á vefsíðunni Tekjur.is. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Persónuvernd. 19. október 2018 19:15 Hafnaði kröfu um lögbann á vefinn Tekjur.is Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafnaði í dag kröfu Ingvars Smára Birgissonar lögmanns um lögbann á vefinn Tekjur.is. 17. október 2018 18:06 Mest lesið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent Costco mun umturna íslenskum markaði Viðskipti innlent Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Viðskipti innlent Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Skattgreiðendur gætu átt rétt á að fá upplýsingar um hver óskaði eftir og fékk persónuupplýsingar þeirra í hendur á vefsíðunni Tekjur.is. Þetta segir Jóhann Tómas Sigurðsson, lögmaður og annar eigandi Lagahvols. Á síðustu vikum hefur verið fjallað um vefsíðuna Tekjur.is sem birtir upplýsingar um tekjur allra skattgreiðenda. Eru upplýsingarnar byggðar á skattskrá 2017 sem gefin er út af Ríkisskattstjóra. Notendur kaupa aðgang að vefsíðunni og geta í kjölfarið flett upp tekjum skattgreiðenda. Lögbannskröfu á Tekjur.is var hafnað af sýslumanni í síðustu viku en Persónuvernd hóf í kjölfarið athugun á því hvort heimild væri fyrir vinnslu þessara upplýsinga. Hafði Viskubrunnur ehf., ábyrgðaraðili vefsins, frest til 23. október til að svara stofnuninni. „Það hefur verið fjallað um ágreining um heimild til að vinna upplýsingarnar en réttindi skattgreiðenda, það er hins skráða, hafa fengið minni athygli. Þú sem skattgreiðandi getur sent fyrirspurn til þess sem er að vinna upplýsingarnar og honum ber þá skylda til þess að veita tilteknar upplýsingar,“ segir Jóhann Tómas. Jóhann vísar í lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, sem tóku gildi í sumar en þannig voru ákvæði svokallaðrar GDPR-reglugerðar lögfest á Íslandi. Segir Jóhann að lögin veiti einstaklingum heimild til að óska eftir upplýsingum um hvaða notendur hafa flett upp tekjum viðkomandi frá því að vefsíðan fór í loftið. „Þá vaknar sú spurning hvaða upplýsingar ábyrgðaraðilanum ber að veita. Það veltur á því hvort réttur skattgreiðanda, það er hins skráða, sé sterkari en réttur áskrifanda til þess að vera ekki nafngreindur. Ég tel að sterk rök hnígi að því en komi upp ágreiningur er það hlutverk Persónuverndar að skera úr um það.“ Jóhann segir að til þess að hægt verði að skera úr um málið þurfi skattgreiðandi að senda beiðni á Tekjur.is þess efnis að gefið verði upp hvaða áskrifendur hafi sótt upplýsingar um viðkomandi. Verði svar vefsins á þá leið að ekki sé unnt að nafngreina áskrifendurna er hægt að óska eftir áliti Persónuverndar. „Það kann að vera niðurstaðan að nágranninn á efri hæðinni eða frændi þinn fái upplýsingar um það að þú hafir flett honum upp á vefnum. Hin sakleysislega uppfletting í skjóli nafnleyndar er því aldrei án ábyrgðar.“ Samkvæmt lögunum getur viðkomandi sent fyrirspurn reglulega, jafnvel í hverjum mánuði, og á rétt á að fá svör án endurgjalds, eða gegn hóflegu gjaldi. Þá ber vefsíðunni að bregðast við fyrirspurninni innan hæfilegs tíma, og í síðasta lagi mánuði eftir að fyrirspurnin barst.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fengu skattskrár allra Íslendinga frá ríkisskattstjóra Tekjur.is fengu eintak af skattskrá allra Íslendinga frá ríkisskattstjóra í sumar. Fengu þeir sem standa að baki síðunni skrárnar afhentar á pappír sem þeir færðu síðan yfir á rafrænt form. 17. október 2018 08:55 Persónuvernd krefur Tekjur.is um svör Persónuvernd athugar nú birtingu félagsins Viskubrunns ehf. á skattskrárupplýsingum ársins 2016 á vefsíðunni Tekjur.is. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Persónuvernd. 19. október 2018 19:15 Hafnaði kröfu um lögbann á vefinn Tekjur.is Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafnaði í dag kröfu Ingvars Smára Birgissonar lögmanns um lögbann á vefinn Tekjur.is. 17. október 2018 18:06 Mest lesið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent Costco mun umturna íslenskum markaði Viðskipti innlent Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Viðskipti innlent Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Fengu skattskrár allra Íslendinga frá ríkisskattstjóra Tekjur.is fengu eintak af skattskrá allra Íslendinga frá ríkisskattstjóra í sumar. Fengu þeir sem standa að baki síðunni skrárnar afhentar á pappír sem þeir færðu síðan yfir á rafrænt form. 17. október 2018 08:55
Persónuvernd krefur Tekjur.is um svör Persónuvernd athugar nú birtingu félagsins Viskubrunns ehf. á skattskrárupplýsingum ársins 2016 á vefsíðunni Tekjur.is. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Persónuvernd. 19. október 2018 19:15
Hafnaði kröfu um lögbann á vefinn Tekjur.is Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafnaði í dag kröfu Ingvars Smára Birgissonar lögmanns um lögbann á vefinn Tekjur.is. 17. október 2018 18:06
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur