Áhættunnar virði? Davíð Þorláksson skrifar 24. október 2018 08:00 Ég lofa að þessi Bakþanki er ekki um Braggann. Það er alkunna að opinberar framkvæmdir standast sjaldan kostnaðar- eða tímaáætlanir. Rannsókn frá Háskólanum í Reykjavík sýnir að opinberar innviðaframkvæmdir á Íslandi fara að meðaltali um 70% fram úr áætlun og 90% stórra framkvæmda fara bæði fram úr tíma og kostnaði. Bárujárnsklædd bogalaga bygging í Nauthólsvík, sem ég ætla ekki að nefna, er allt í senn besta og versta dæmið um framúrkeyrslu á opinberum framkvæmdum. Versta dæmið því fjárhæðirnar eru litlar og besta dæmið því fjárhæðirnar eru litlar. Flestir eiga auðveldara með að setja 757 þúsund króna strá í samhengi en 9 milljarða króna framúrkeyrslu á Vaðlaheiðargöngum. Það verður að beina þeirri þverpólitísku óánægju sem nú er uppi í þann farveg að endurhugsa hvernig staðið er að opinberum framkvæmdum. Ein augljós leið er að sveitarfélög hætti að kaupa og endurgera gamlar fasteignir. Allir sem hafa gert upp gömul hús vita að það er áhættusamt. Best væri að eftirláta einkaaðilum að taka á sig þá áhættu en ekki að leyfa stjórnmála- og embættismönnum að gera það á áhættu skattgreiðenda. Sama gildir um innviðaframkvæmdir. Það ætti að eftirláta einkaaðilum oftar að taka á sig þá áhættu sem felst í uppbyggingu og rekstri innviða. Bent hefur verið á að um 2-300 milljarða króna innviðaverkefni séu nú í pípunum. Aðeins 20% framúrkeyrsla, sem meira að segja Pollýönnu myndi finnast ansi bjartsýnt viðmið, myndi duga til að byggja nýjan Landspítala. Það er því eftir miklu að slægjast með því að gera þetta betur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Ég lofa að þessi Bakþanki er ekki um Braggann. Það er alkunna að opinberar framkvæmdir standast sjaldan kostnaðar- eða tímaáætlanir. Rannsókn frá Háskólanum í Reykjavík sýnir að opinberar innviðaframkvæmdir á Íslandi fara að meðaltali um 70% fram úr áætlun og 90% stórra framkvæmda fara bæði fram úr tíma og kostnaði. Bárujárnsklædd bogalaga bygging í Nauthólsvík, sem ég ætla ekki að nefna, er allt í senn besta og versta dæmið um framúrkeyrslu á opinberum framkvæmdum. Versta dæmið því fjárhæðirnar eru litlar og besta dæmið því fjárhæðirnar eru litlar. Flestir eiga auðveldara með að setja 757 þúsund króna strá í samhengi en 9 milljarða króna framúrkeyrslu á Vaðlaheiðargöngum. Það verður að beina þeirri þverpólitísku óánægju sem nú er uppi í þann farveg að endurhugsa hvernig staðið er að opinberum framkvæmdum. Ein augljós leið er að sveitarfélög hætti að kaupa og endurgera gamlar fasteignir. Allir sem hafa gert upp gömul hús vita að það er áhættusamt. Best væri að eftirláta einkaaðilum að taka á sig þá áhættu en ekki að leyfa stjórnmála- og embættismönnum að gera það á áhættu skattgreiðenda. Sama gildir um innviðaframkvæmdir. Það ætti að eftirláta einkaaðilum oftar að taka á sig þá áhættu sem felst í uppbyggingu og rekstri innviða. Bent hefur verið á að um 2-300 milljarða króna innviðaverkefni séu nú í pípunum. Aðeins 20% framúrkeyrsla, sem meira að segja Pollýönnu myndi finnast ansi bjartsýnt viðmið, myndi duga til að byggja nýjan Landspítala. Það er því eftir miklu að slægjast með því að gera þetta betur.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar