99 á aldrinum 18-25 bíða eftir að komast að á Vogi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. október 2018 19:06 Um hundrað ungmenni á aldrinum 18 til 25 ára eru á biðlista eftir að komast að á sjúkarhúsinu Vogi. Úrræðum fyrir börn undir 18 ára aldri hefur fækkað undanfarin tíu ár að sögn móður drengs sem glímdi við fíknivanda. Samkvæmt upplýsingum frá SÁÁ bíða nú 602 einstaklingar eftir að komast að á Vogi. Þar af munu 95 komast að á næstu 2 til 3 vikum. Af þeim rúmlega 600 sem bíða eru 99 ungmenni undir 25 ára aldri og átján þeirra komast að á næstu vikum. Börn undir 18 ára aldri fara aftur á móti aldrei á biðlista. Oftast er þá um að ræða bráðainnlagnir að beiðni foreldra eða barnaverndaryfirvalda.Tíminn skiptir sköpum Arna Sif Jónsdóttir situr í stjórn olnbogabarna, samtaka aðstandenda ungmenna í áhættuhegðun og neyslu. „Á vegum Barnaverndarstofu eru í dag þrjú úrræði. Það er sem sagt Lækjarbakki sem er fyrir bæði kynin, Laugaland sem er eingöngu fyrir stúlkur og síðan er meðferðargangur Stuðla,“ segir Arna. Samtökin hafa borið saman þau úrræði sem voru til staðar á árunum 2008 og 2009 við það sem nú er. „Þeim hefur bara fækkað, fækkað mikið. Þau voru sjö sem sagt og í dag eru þrjú.“ Þessi þrjú úrræði bjóði samtals upp á 18 lengri tíma meðferðarpláss. Á sama tíma hafi vandinn aftur á móti farið vaxandi og Arna segir dæmi um að ungmenni hafi þurft að bíða í allt að fjóra mánuði eftir úrræði. „Fjórir mánuðir er rosalega langur tími í lífi 14 eða 15 ára barns sem er byrjað í einhvers konar fikti eða neyslu, það getur versnað mjög mikið.“ Tíminn sem líði geti skipt sköpum, jafnvel upp á líf og dauða. „Það munar bara um eina pillu. Þau eru bara í lífshættu allan daginn þessir krakkar og það eru ekki bara krakkarnir, það er líka öll fjölskyldan sem liggur undir. Það eru yngri systkini, foreldrar, við erum að sjá foreldra sem hreinlega brenna bara út við að reyna að bjarga barninu sínu,“ segir Arna. Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Um hundrað ungmenni á aldrinum 18 til 25 ára eru á biðlista eftir að komast að á sjúkarhúsinu Vogi. Úrræðum fyrir börn undir 18 ára aldri hefur fækkað undanfarin tíu ár að sögn móður drengs sem glímdi við fíknivanda. Samkvæmt upplýsingum frá SÁÁ bíða nú 602 einstaklingar eftir að komast að á Vogi. Þar af munu 95 komast að á næstu 2 til 3 vikum. Af þeim rúmlega 600 sem bíða eru 99 ungmenni undir 25 ára aldri og átján þeirra komast að á næstu vikum. Börn undir 18 ára aldri fara aftur á móti aldrei á biðlista. Oftast er þá um að ræða bráðainnlagnir að beiðni foreldra eða barnaverndaryfirvalda.Tíminn skiptir sköpum Arna Sif Jónsdóttir situr í stjórn olnbogabarna, samtaka aðstandenda ungmenna í áhættuhegðun og neyslu. „Á vegum Barnaverndarstofu eru í dag þrjú úrræði. Það er sem sagt Lækjarbakki sem er fyrir bæði kynin, Laugaland sem er eingöngu fyrir stúlkur og síðan er meðferðargangur Stuðla,“ segir Arna. Samtökin hafa borið saman þau úrræði sem voru til staðar á árunum 2008 og 2009 við það sem nú er. „Þeim hefur bara fækkað, fækkað mikið. Þau voru sjö sem sagt og í dag eru þrjú.“ Þessi þrjú úrræði bjóði samtals upp á 18 lengri tíma meðferðarpláss. Á sama tíma hafi vandinn aftur á móti farið vaxandi og Arna segir dæmi um að ungmenni hafi þurft að bíða í allt að fjóra mánuði eftir úrræði. „Fjórir mánuðir er rosalega langur tími í lífi 14 eða 15 ára barns sem er byrjað í einhvers konar fikti eða neyslu, það getur versnað mjög mikið.“ Tíminn sem líði geti skipt sköpum, jafnvel upp á líf og dauða. „Það munar bara um eina pillu. Þau eru bara í lífshættu allan daginn þessir krakkar og það eru ekki bara krakkarnir, það er líka öll fjölskyldan sem liggur undir. Það eru yngri systkini, foreldrar, við erum að sjá foreldra sem hreinlega brenna bara út við að reyna að bjarga barninu sínu,“ segir Arna.
Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent