Ferðatími til og frá vinnu lengist Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. október 2018 19:00 Það tekur tvöfalt lengri tíma að aka til og frá vinnu í dag en það tók fyrir rúmum áratug. Fólk vill umbætur á stofnbrautum og Borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu. Skipulagsfræðingur segir umferðina aukast með bættum efnahag. Meðalfjöldi bíla á hvert heimili á höfuðborgarsvæðinu var 1,7 bíll sumarið 2018 en fólk er nú fjórtán mínútur að meðaltali að keyra í vinnuna. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem fyrirtækið Land-ráð gerði fyrir Vegagerðina. Hún tekir til sumarmánuðina júní, júlí og ágúst. Umer að ræða netkönnun meðal álitsgjafa MMR. Úrtakið var valið með tilviljunaraðferð. Alls svöruðu 1385 manns. Bjarni Reynarsson segir að ferðatími fólks hafi aukist mikið síðustu ár. „Ég hef verið að vinna þessar kannanir síðasta áratug fyrir Vegagerðina og meðalferðatími fólks hefur alveg tvöfaldast frá því fyrir hrun,“ segir Bjarni. Í könnuninni kemur fram að vaxandi stuðningur er við umbætur á stofnbrautakerfinu á höfuðborgarsvæðinu en 52% svarenda var á því en 48% sagði að borgarlína væri mikilvæg fyrir samgöngukerfið. Bjarni segir að efnahagsástand hafi mikil áhrif á umferðarþunga. „Fyrir fimm sex árum dró úr notkun einkabílsins en svo hefur velmegunin verið mikil síðustu ár og mikill innflutningur á bílum svo notkun einkabílsins hefur vaxið töluvert síðustu tvö til þrjú ár,“ segir Bjarni. Heldur dró úr notkun strætó sumarið 2018 borið saman við fyrri kannanir. Um 6% allra svarenda notaði þessa þjónustu sumarið 2018 sem er nokkuð lægra en sumarið 2014. Bjarni segir að þetta hafi komið á óvart. „Menn eru miklu jákvæðari gagnvart Borgarlínu, þar er svona tæknilegt og spennandi,“ segir hann. Bjarni telur að það muni taka sinn tíma að breyta ferðavenjum hér á landi. „Menn héldu að hægt væri að snúa olíuskipinu á punktinum en þetta tekur miklu, miklu lengri tíma,“ segir hann að lokum. Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Það tekur tvöfalt lengri tíma að aka til og frá vinnu í dag en það tók fyrir rúmum áratug. Fólk vill umbætur á stofnbrautum og Borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu. Skipulagsfræðingur segir umferðina aukast með bættum efnahag. Meðalfjöldi bíla á hvert heimili á höfuðborgarsvæðinu var 1,7 bíll sumarið 2018 en fólk er nú fjórtán mínútur að meðaltali að keyra í vinnuna. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem fyrirtækið Land-ráð gerði fyrir Vegagerðina. Hún tekir til sumarmánuðina júní, júlí og ágúst. Umer að ræða netkönnun meðal álitsgjafa MMR. Úrtakið var valið með tilviljunaraðferð. Alls svöruðu 1385 manns. Bjarni Reynarsson segir að ferðatími fólks hafi aukist mikið síðustu ár. „Ég hef verið að vinna þessar kannanir síðasta áratug fyrir Vegagerðina og meðalferðatími fólks hefur alveg tvöfaldast frá því fyrir hrun,“ segir Bjarni. Í könnuninni kemur fram að vaxandi stuðningur er við umbætur á stofnbrautakerfinu á höfuðborgarsvæðinu en 52% svarenda var á því en 48% sagði að borgarlína væri mikilvæg fyrir samgöngukerfið. Bjarni segir að efnahagsástand hafi mikil áhrif á umferðarþunga. „Fyrir fimm sex árum dró úr notkun einkabílsins en svo hefur velmegunin verið mikil síðustu ár og mikill innflutningur á bílum svo notkun einkabílsins hefur vaxið töluvert síðustu tvö til þrjú ár,“ segir Bjarni. Heldur dró úr notkun strætó sumarið 2018 borið saman við fyrri kannanir. Um 6% allra svarenda notaði þessa þjónustu sumarið 2018 sem er nokkuð lægra en sumarið 2014. Bjarni segir að þetta hafi komið á óvart. „Menn eru miklu jákvæðari gagnvart Borgarlínu, þar er svona tæknilegt og spennandi,“ segir hann. Bjarni telur að það muni taka sinn tíma að breyta ferðavenjum hér á landi. „Menn héldu að hægt væri að snúa olíuskipinu á punktinum en þetta tekur miklu, miklu lengri tíma,“ segir hann að lokum.
Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira