Basti: Erum með Íslandsmet í töpuðum boltum Svava Kristín Grétarsdóttir skrifar 22. október 2018 21:38 Basti fór yfir stöðuna í kvöld. vísir/ernir „Það er ekki nóg að halda í við lið eins og Val,” sagði Sebastian Alexandersson, þjálfari Stjörnunnar, eftir fimm marka tap gegn Val í Olís-deild kvenna. „Ég er ánægður með varnarleikinn hjá okkur. Að fá á sig aðeins 23 mörk gegn svona gríðalega öflugu liði eins og Val er bara frábært.” „Sóknarleikurinn hefur verið vandamál. Við erum með íslandsmet í töpuðum boltum. Þetta eru held ég að meðaltali 20 tapaðir boltar í leik.” „En ég hef engar áhyggjur af því, ég er með fullt af leikmönnum sem eru bara ryðgaðir og langt síðan þær hafa verið að spila. Við höfum ekki þann lúxus að vera með fullt af leikmönnum sem eru í standi og hafa verið að spila reglulega síðustu ár.” „Við erum eins og gott app, við erum komin í version 2.11, við þurfum að finna nokkra service pakka og patch þetta aðeins. Um leið og sóknarleikurinn dettur í gang þá hef ég engar áhyggjur á því að við tökum ekki bestu lið landsins.” „Við æfum ekki einu sinni varnarleik, við þurfum þess ekki því við erum með frábæra varnarmenn. Þetta er bara sókn daginn út og daginn inn.” „Að lokum þá smellur þetta hjá okkur. Það var margt uppá við í dag, meiri agi, meiri þolimæði og bið eftir betri færum. Á móti þessum góðu liðum þá er slakt skot bara eins og að skora sjálfsmark.” „En eins og staðan er núna þá er þetta rosalega erfitt, þetta er langtíma prógram sóknarlega. Því miður er staðan bara þannig að við erum búin að henda frá okkur þremur stigum sem við fáum ekki aftur og þurfum að sækja þau bara seinna í vetur á móti liðum sem eru betri en við.” „Hauka-liðið er eitt af þessum fjórum liðum sem eru klassa betri en við í dag, en það þýðir samt ekki að við séum ekki að fara að mæta í næsta leik til að taka tvö stig, við erum ekki í þessu bara til að vera með.” „Við verðum geðveik ef við ætlum að fara að spá í því hvernig leikurinn hefði farið ef við værum með alla okkar leikmenn, við erum ekki þar. Staðreyndin er sú að við erum fimm mörkum á eftir Val í dag og vonandi verðum við bili minna þegar við mætum þeim næst,” sagði Sebastian hress að lokum. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 28-33 │Valskonur minnkuðu forskot Fram Valur er að saxa á forskot Fram í Olís-deild kvenna en nú munar einungis stigi á liðunum. 22. október 2018 21:30 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira
„Það er ekki nóg að halda í við lið eins og Val,” sagði Sebastian Alexandersson, þjálfari Stjörnunnar, eftir fimm marka tap gegn Val í Olís-deild kvenna. „Ég er ánægður með varnarleikinn hjá okkur. Að fá á sig aðeins 23 mörk gegn svona gríðalega öflugu liði eins og Val er bara frábært.” „Sóknarleikurinn hefur verið vandamál. Við erum með íslandsmet í töpuðum boltum. Þetta eru held ég að meðaltali 20 tapaðir boltar í leik.” „En ég hef engar áhyggjur af því, ég er með fullt af leikmönnum sem eru bara ryðgaðir og langt síðan þær hafa verið að spila. Við höfum ekki þann lúxus að vera með fullt af leikmönnum sem eru í standi og hafa verið að spila reglulega síðustu ár.” „Við erum eins og gott app, við erum komin í version 2.11, við þurfum að finna nokkra service pakka og patch þetta aðeins. Um leið og sóknarleikurinn dettur í gang þá hef ég engar áhyggjur á því að við tökum ekki bestu lið landsins.” „Við æfum ekki einu sinni varnarleik, við þurfum þess ekki því við erum með frábæra varnarmenn. Þetta er bara sókn daginn út og daginn inn.” „Að lokum þá smellur þetta hjá okkur. Það var margt uppá við í dag, meiri agi, meiri þolimæði og bið eftir betri færum. Á móti þessum góðu liðum þá er slakt skot bara eins og að skora sjálfsmark.” „En eins og staðan er núna þá er þetta rosalega erfitt, þetta er langtíma prógram sóknarlega. Því miður er staðan bara þannig að við erum búin að henda frá okkur þremur stigum sem við fáum ekki aftur og þurfum að sækja þau bara seinna í vetur á móti liðum sem eru betri en við.” „Hauka-liðið er eitt af þessum fjórum liðum sem eru klassa betri en við í dag, en það þýðir samt ekki að við séum ekki að fara að mæta í næsta leik til að taka tvö stig, við erum ekki í þessu bara til að vera með.” „Við verðum geðveik ef við ætlum að fara að spá í því hvernig leikurinn hefði farið ef við værum með alla okkar leikmenn, við erum ekki þar. Staðreyndin er sú að við erum fimm mörkum á eftir Val í dag og vonandi verðum við bili minna þegar við mætum þeim næst,” sagði Sebastian hress að lokum.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 28-33 │Valskonur minnkuðu forskot Fram Valur er að saxa á forskot Fram í Olís-deild kvenna en nú munar einungis stigi á liðunum. 22. október 2018 21:30 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 28-33 │Valskonur minnkuðu forskot Fram Valur er að saxa á forskot Fram í Olís-deild kvenna en nú munar einungis stigi á liðunum. 22. október 2018 21:30