Um 100 birkiplöntur skemmdar í Þjórsárdal eftir hermennina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. október 2018 19:45 Um eitt hundrað birkiplöntur eru skemmdar eða ónýtar eftir traðk hermanna í Þjórsárdal um helgina á æfingu sem haldin var á föstudag og laugardag þar sem á milli þrjú hundruð og fjögur hundruð hermenn æfðu sig báða daga við að takast á við verkefni við misjafnar veðuraðstæður. Á svæðinu hafa sjálfboðaliðar plantað þúsundum birkitrjáa síðustu ár á vegum Hekluskóga. Framkvæmdastjóri Hekluskóga og skógfræðingar frá Skógræktinni fóru um svæðið í dag til að meta skemmdirnar. „Það er eitthvað af brotnum trjám sem er eðlilegt þegar það kemur stór hópur af fólki og gengur yfir svæðið en þetta eru örfá tré þannig að þetta er ekki mikið tjón“, segir Hreinn Óskarsson, sviðsstjóri hjá Skógræktinni og bætir því við að tjónið sé miklu minna miðað við þær lýsingar sem hann og hans fólk hafði fengið. Hreinn segir að strax sé komin upp hugmynd um að fá utanríkisráðherra og starfsfólk ráðuneytisins til að koma í Þjórsárdal næsta vor og planta eitt hundrað plöntum í stað þeirra sem hermennirnir skemmdu. „Ég býst við að það verði góðar undirtektir við því og ég efast ekki um að Guðlaugur Þór, utanríkisráðherra reyni að mæta“, segir Hreinn.En gáfu Hekluskógar leyfi fyrir æfingunni á skógræktarsvæðinu um helgina? „Það var í rauninni ekki spurt um leyfi heldur var tilkynnt um að það ætti að fara í heræfingu og miðað við lýsingarnir hvernig átti að standa að þessu þá höfðu menn engar áhyggjur að fólkið færi út fyrir veg, en það var sem sagt slegið upp tjaldbúðum og virðast ekki vera miklar skemmdir af því“, bætir Hreinn við. Fulltrúi frá Varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytinu mætti líka í Þjórsárdal í dag til að kanna með skemmdir á plöntunum. „Nú ætlum við að ræða betur við skógræktina og sjá hvort það hafi verið eitthvað tjón og ef það er þá bætum við það upp í samstarfi við Bandaríkin“, segir Snorri Matthíasson.Hreinn tekur ljósmynd af skemmdum á svæðinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fréttir Landbúnaður Stjórnsýsla Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Sjá meira
Um eitt hundrað birkiplöntur eru skemmdar eða ónýtar eftir traðk hermanna í Þjórsárdal um helgina á æfingu sem haldin var á föstudag og laugardag þar sem á milli þrjú hundruð og fjögur hundruð hermenn æfðu sig báða daga við að takast á við verkefni við misjafnar veðuraðstæður. Á svæðinu hafa sjálfboðaliðar plantað þúsundum birkitrjáa síðustu ár á vegum Hekluskóga. Framkvæmdastjóri Hekluskóga og skógfræðingar frá Skógræktinni fóru um svæðið í dag til að meta skemmdirnar. „Það er eitthvað af brotnum trjám sem er eðlilegt þegar það kemur stór hópur af fólki og gengur yfir svæðið en þetta eru örfá tré þannig að þetta er ekki mikið tjón“, segir Hreinn Óskarsson, sviðsstjóri hjá Skógræktinni og bætir því við að tjónið sé miklu minna miðað við þær lýsingar sem hann og hans fólk hafði fengið. Hreinn segir að strax sé komin upp hugmynd um að fá utanríkisráðherra og starfsfólk ráðuneytisins til að koma í Þjórsárdal næsta vor og planta eitt hundrað plöntum í stað þeirra sem hermennirnir skemmdu. „Ég býst við að það verði góðar undirtektir við því og ég efast ekki um að Guðlaugur Þór, utanríkisráðherra reyni að mæta“, segir Hreinn.En gáfu Hekluskógar leyfi fyrir æfingunni á skógræktarsvæðinu um helgina? „Það var í rauninni ekki spurt um leyfi heldur var tilkynnt um að það ætti að fara í heræfingu og miðað við lýsingarnir hvernig átti að standa að þessu þá höfðu menn engar áhyggjur að fólkið færi út fyrir veg, en það var sem sagt slegið upp tjaldbúðum og virðast ekki vera miklar skemmdir af því“, bætir Hreinn við. Fulltrúi frá Varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytinu mætti líka í Þjórsárdal í dag til að kanna með skemmdir á plöntunum. „Nú ætlum við að ræða betur við skógræktina og sjá hvort það hafi verið eitthvað tjón og ef það er þá bætum við það upp í samstarfi við Bandaríkin“, segir Snorri Matthíasson.Hreinn tekur ljósmynd af skemmdum á svæðinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Fréttir Landbúnaður Stjórnsýsla Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Sjá meira