Gefur lítið upp um mansalsmál á Suðurnesjum Jóhann K. Jóhannsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 22. október 2018 11:03 Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Vísir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, vill lítið sem ekkert tjá sig um umfangsmikið mansalsmál sem lögregluembættið hefur nú til rannsóknar. Fyrst var greint frá málinu fyrir um tveimur vikum og kom þá fram að þrír hefðu verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna þess. Einn mannanna er enn í haldi en um helgina var sagt frá því að hann væri pakistanskur og grunaður um að hafa flutt tugi manna til Íslands á fölsuðum skilríkjum um tveggja ára skeið. Ólafur Helgi segir í samtali við fréttastofu að gæsluvarðhald yfir manninum renni út á miðvikudaginn. Ekki liggur fyrir hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald en Ólafur Helgi segir að málið verði metið seinni partinn á morgun eða fyrri part miðvikudags. Hinir tveir hafa verið úrskurðaðir í farbann. „Í sjálfu sér ætla ég ekki að staðfesta um hvað málið snýst. En það er til rannsóknar mál, það er talsvert umfangsmikið að skoða alla þætti þess þannig að það er ekkert hægt að segja á þessu augnabliki,“ segir Ólafur Helgi spurður út í mál pakistanska mannsins og hversu umfangsmikið það er. Um helgina var jafnframt greint frá því að lögreglan á Suðurnesjum hefði farið í húsleit við Snorrabraut. Þar hefði hópur fólks verið handtekinn en Ólafur Helgi vill ekki veita neinar upplýsingar um húsleitina. „Það er á þessu stigi ekki hægt að gefa neinar nánari upplýsingar um stöðu málsins eins og það stendur og við verðum bara að bíða og sjá til hvað það verður sem við fáum að sjá og getum rannsakað. Það er bara einfaldlega þannig.“En eru meintir þolendur enn hér á landi? „Það er nú málið. Við tjáum okkur ekki um það heldur hvort um sé að ræða þolendur eða ekki þolendur eða hvernig það er. Við vitum það ekki nægilega skýrt ennþá eins og er hvernig málið er vaxið og hvað er um að ræða,“ segir Ólafur Helgi. Lögreglumál Tengdar fréttir Þrír menn í gæsluvarðhaldi vegna gruns um vinnumansal Þrír menn voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald um helgina að kröfu lögreglunnar á Suðurnesjum. 9. október 2018 17:45 Grunaður um að hafa flutt tugi manna til landsins Maðurinn var handtekinn við komuna til landsins fyrir um hálfum mánuði síðan. 20. október 2018 19:20 „Erum ekki með nógu gott net til að grípa fólk“ Minnst tvö mál eru til rannsóknar hjá lögregluembættum vegna gruns um vinnumansal. Framkvæmdastjóri starfsgreinasambandsins segir óboðlegt að úrræði fyrir fórnarlöm vinnumansals liggi ekki skýrt fyrir og oft endi með því að mál þeirra séu aldrei leyst. 21. október 2018 18:13 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, vill lítið sem ekkert tjá sig um umfangsmikið mansalsmál sem lögregluembættið hefur nú til rannsóknar. Fyrst var greint frá málinu fyrir um tveimur vikum og kom þá fram að þrír hefðu verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna þess. Einn mannanna er enn í haldi en um helgina var sagt frá því að hann væri pakistanskur og grunaður um að hafa flutt tugi manna til Íslands á fölsuðum skilríkjum um tveggja ára skeið. Ólafur Helgi segir í samtali við fréttastofu að gæsluvarðhald yfir manninum renni út á miðvikudaginn. Ekki liggur fyrir hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald en Ólafur Helgi segir að málið verði metið seinni partinn á morgun eða fyrri part miðvikudags. Hinir tveir hafa verið úrskurðaðir í farbann. „Í sjálfu sér ætla ég ekki að staðfesta um hvað málið snýst. En það er til rannsóknar mál, það er talsvert umfangsmikið að skoða alla þætti þess þannig að það er ekkert hægt að segja á þessu augnabliki,“ segir Ólafur Helgi spurður út í mál pakistanska mannsins og hversu umfangsmikið það er. Um helgina var jafnframt greint frá því að lögreglan á Suðurnesjum hefði farið í húsleit við Snorrabraut. Þar hefði hópur fólks verið handtekinn en Ólafur Helgi vill ekki veita neinar upplýsingar um húsleitina. „Það er á þessu stigi ekki hægt að gefa neinar nánari upplýsingar um stöðu málsins eins og það stendur og við verðum bara að bíða og sjá til hvað það verður sem við fáum að sjá og getum rannsakað. Það er bara einfaldlega þannig.“En eru meintir þolendur enn hér á landi? „Það er nú málið. Við tjáum okkur ekki um það heldur hvort um sé að ræða þolendur eða ekki þolendur eða hvernig það er. Við vitum það ekki nægilega skýrt ennþá eins og er hvernig málið er vaxið og hvað er um að ræða,“ segir Ólafur Helgi.
Lögreglumál Tengdar fréttir Þrír menn í gæsluvarðhaldi vegna gruns um vinnumansal Þrír menn voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald um helgina að kröfu lögreglunnar á Suðurnesjum. 9. október 2018 17:45 Grunaður um að hafa flutt tugi manna til landsins Maðurinn var handtekinn við komuna til landsins fyrir um hálfum mánuði síðan. 20. október 2018 19:20 „Erum ekki með nógu gott net til að grípa fólk“ Minnst tvö mál eru til rannsóknar hjá lögregluembættum vegna gruns um vinnumansal. Framkvæmdastjóri starfsgreinasambandsins segir óboðlegt að úrræði fyrir fórnarlöm vinnumansals liggi ekki skýrt fyrir og oft endi með því að mál þeirra séu aldrei leyst. 21. október 2018 18:13 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Þrír menn í gæsluvarðhaldi vegna gruns um vinnumansal Þrír menn voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald um helgina að kröfu lögreglunnar á Suðurnesjum. 9. október 2018 17:45
Grunaður um að hafa flutt tugi manna til landsins Maðurinn var handtekinn við komuna til landsins fyrir um hálfum mánuði síðan. 20. október 2018 19:20
„Erum ekki með nógu gott net til að grípa fólk“ Minnst tvö mál eru til rannsóknar hjá lögregluembættum vegna gruns um vinnumansal. Framkvæmdastjóri starfsgreinasambandsins segir óboðlegt að úrræði fyrir fórnarlöm vinnumansals liggi ekki skýrt fyrir og oft endi með því að mál þeirra séu aldrei leyst. 21. október 2018 18:13