Déjà vu Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 20. október 2018 09:00 Svo virðist sem vetur sé að skella á bæði í efnahags- og veðurfarslegu tilliti. Fyrir okkur sem upplifað höfum tímana tvenna í þjóðarbúskapnum er stefið kunnuglegt. Krónan veikist skarpt. Laun þeirra sem verst eru settir hafa setið eftir á þensluskeiðinu. Verkalýðsfulltrúar vakna fyrst til lífsins nú, og krefjast launahækkana umfram það sem atvinnulífið getur borið. Heildsalar og birgjar tilkynna um verðhækkanir til smásala. Verðbólgan vaknar. Seðlabankinn grípur inn í gjaldeyrismarkaðinn til að koma í veg fyrir frekara fall krónunnar. Þeir sem geta færa sparnað sinn í öruggt skjól. Lífskjör fjölskyldna sem hafa getað tamið sér reglulegar utanlandsferðir og uppgrip í erlendum verslunum versna. Hagkerfið er að lenda eftir uppsveiflu síðustu ára. Á sama tíma kvarta neytendur undan háu verðlagi, og lærðir prófessorar saka alþjóðlegar stórverslanakeðjur um að níðast sérstaklega á Íslendingum. Grátkór útflutningsgreinanna, einkum sjávarútvegs, þagnar skyndilega, enda gósentíð fram undan með veikri krónu og ódýru vinnuafli. Nú þarf að fiska og fylla kisturnar áður en dansinn hefst á ný. Ferðamannageirinn hugsar á sömu nótum. Nú fer Ísland aftur að verða samkeppnishæfur áfangastaður eftir smávægilegt hikst. Uppsveiflan, sem nú virðist nýlokið, var auðvitað drifin áfram af sömu kröftum. Hún var hin hlið krónunnar, afsakið líkingamálið. Ísland varð ferðamannaland á einni nóttu. Hér var tiltölulega ódýrt vinnuafl, ódýrt að ferðast og ekki sérstaklega dýrt að vera. Frumkvöðlar í ferðaiðnaði böðuðu sig í erlendum gjaldeyri. Ferðamannaflaumurinn, ásamt öðrum kröftum, hafði hins vegar þau áhrif að krónan styrktist skyndilega. Allt í einu var Ísland orðið með dýrari áfangastöðum. Gamanið tók að kárna og skyndilega rann upp fyrir mörgum að þeir hefðu látið kappið bera skynsemina ofurliði. Sem fyrr, þegar rætt er um íslensk efnahagsmál, er hins vegar risastór uppvakningur staddur í herberginu miðju. Íslenska krónan. Ef Íslendingar byggju við annan og stöðugri gjaldmiðil þá væri hér engin verðtrygging. Vöxtur í ferðamannaiðnaði hefði getað verið stöðugur og sjálfbær. Útvegsmenn og -konur þyrftu ekki að búa við eilífar sveiflur. Laun hefðu hreyfst nokkurn veginn í takt við verðlag, eða að minnsta kosti þannig að hægt væri að gera hóflegri kröfur í kjarabaráttunni. Og síðast en ekki síst þá myndi H&M kosta nokkurn veginn það sama og í öðrum löndum. Krónuálag á neytendavarning væri óþarft. Ef fólk vill raunverulega kjarabót til langs tíma og stöðugt efnahagsástand ætti kröfugerðin að snúast um að hér verði tekinn upp alvöru gjaldmiðill. Þeir sem hæst hafa virðast hins vegar ekki hafa getu, eða vilja, til að líta upp úr hversdagsþrasinu og horfa á stóru myndina. Þangað til slík hreyfing skapast hér á landi munum við áfram búa við sveifluhagkerfi krónunnar. Upp og niður endalaust. Ár og dagar líða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Svo virðist sem vetur sé að skella á bæði í efnahags- og veðurfarslegu tilliti. Fyrir okkur sem upplifað höfum tímana tvenna í þjóðarbúskapnum er stefið kunnuglegt. Krónan veikist skarpt. Laun þeirra sem verst eru settir hafa setið eftir á þensluskeiðinu. Verkalýðsfulltrúar vakna fyrst til lífsins nú, og krefjast launahækkana umfram það sem atvinnulífið getur borið. Heildsalar og birgjar tilkynna um verðhækkanir til smásala. Verðbólgan vaknar. Seðlabankinn grípur inn í gjaldeyrismarkaðinn til að koma í veg fyrir frekara fall krónunnar. Þeir sem geta færa sparnað sinn í öruggt skjól. Lífskjör fjölskyldna sem hafa getað tamið sér reglulegar utanlandsferðir og uppgrip í erlendum verslunum versna. Hagkerfið er að lenda eftir uppsveiflu síðustu ára. Á sama tíma kvarta neytendur undan háu verðlagi, og lærðir prófessorar saka alþjóðlegar stórverslanakeðjur um að níðast sérstaklega á Íslendingum. Grátkór útflutningsgreinanna, einkum sjávarútvegs, þagnar skyndilega, enda gósentíð fram undan með veikri krónu og ódýru vinnuafli. Nú þarf að fiska og fylla kisturnar áður en dansinn hefst á ný. Ferðamannageirinn hugsar á sömu nótum. Nú fer Ísland aftur að verða samkeppnishæfur áfangastaður eftir smávægilegt hikst. Uppsveiflan, sem nú virðist nýlokið, var auðvitað drifin áfram af sömu kröftum. Hún var hin hlið krónunnar, afsakið líkingamálið. Ísland varð ferðamannaland á einni nóttu. Hér var tiltölulega ódýrt vinnuafl, ódýrt að ferðast og ekki sérstaklega dýrt að vera. Frumkvöðlar í ferðaiðnaði böðuðu sig í erlendum gjaldeyri. Ferðamannaflaumurinn, ásamt öðrum kröftum, hafði hins vegar þau áhrif að krónan styrktist skyndilega. Allt í einu var Ísland orðið með dýrari áfangastöðum. Gamanið tók að kárna og skyndilega rann upp fyrir mörgum að þeir hefðu látið kappið bera skynsemina ofurliði. Sem fyrr, þegar rætt er um íslensk efnahagsmál, er hins vegar risastór uppvakningur staddur í herberginu miðju. Íslenska krónan. Ef Íslendingar byggju við annan og stöðugri gjaldmiðil þá væri hér engin verðtrygging. Vöxtur í ferðamannaiðnaði hefði getað verið stöðugur og sjálfbær. Útvegsmenn og -konur þyrftu ekki að búa við eilífar sveiflur. Laun hefðu hreyfst nokkurn veginn í takt við verðlag, eða að minnsta kosti þannig að hægt væri að gera hóflegri kröfur í kjarabaráttunni. Og síðast en ekki síst þá myndi H&M kosta nokkurn veginn það sama og í öðrum löndum. Krónuálag á neytendavarning væri óþarft. Ef fólk vill raunverulega kjarabót til langs tíma og stöðugt efnahagsástand ætti kröfugerðin að snúast um að hér verði tekinn upp alvöru gjaldmiðill. Þeir sem hæst hafa virðast hins vegar ekki hafa getu, eða vilja, til að líta upp úr hversdagsþrasinu og horfa á stóru myndina. Þangað til slík hreyfing skapast hér á landi munum við áfram búa við sveifluhagkerfi krónunnar. Upp og niður endalaust. Ár og dagar líða.
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar