Launaleynd og þyngdarlögmálið Sif Sigmarsdóttir skrifar 20. október 2018 08:00 Ég er hálftíma að „pósta“ einni „selfí“; það er nákvæmnisvinna að tryggja sjónarhorn sem hylur í senn hrukkur, undirhöku og augnpoka, ná mynd sem hæfir sjálfsímynd minni sem festist einhvers staðar í kringum tuttugu og fimm ára aldurinn. Þegar ég set myndir af börnunum á Facebook gæti ég þess að ekki sjáist í bakgrunninum glitta í óhreint tauið sem flæðir upp úr þvottakörfunni eins og seigfljótandi kvika sem færir líf mitt í kaf. Þegar ég birti myndir á Instagram af mat á veitingahúsi sem á meira skylt við skúlptúr en næringu læt ég ekki fylgja skjáskot af kreditkortayfirlitinu sem sýnir að kostnaðurinn við máltíðina endaði á yfirdrættinum. Hvers vegna ekki? Eins forpokað og það hljómar vil ég að ímynd mín sé sú að ég sé með allt á hreinu. Ég vil að fólk – pabbi minn og mamma, bræður og mágkonur, vinir og óvinir?… sérstaklega óvinir – haldi að ég sé með ‘etta. Þegar ég frétti af vefsíðunni Tekjur.is þar sem hægt er að fletta upp tekjum og skattaupplýsingum Íslendinga voru fyrstu viðbrögð mín: „Fokk nei!“ Vissi þetta lið ekki hvað ég hafði lagt mikla vinnu í að byggja upp fegraða ímynd mína? Nú gæti hver sem er flett því upp hvað ég er í raun mikill „lúser“. Ég var við það að ganga til liðs við hina réttlætisriddarana sem riðu hnarreistir milli stofnana með kveinstafi og lögbannskröfur þegar rifjaðist upp fyrir mér saga.Vopnuð upplýsingunum Fyrir þrjátíu árum flakkaði kona mér nákomin einnig milli stofnana. Hún var hins vegar með blað og blýant. Hana grunaði að laun hennar væru töluvert lægri en laun karlanna sem gegndu sambærilegum stöðum innan fyrirtækis sem hún starfaði hjá. Hún fékk grun sinn staðfestan er hún heimsótti skrifstofur og skrifaði niður útsvar samstarfsmanna. Þegar hún mætti í launaviðtal vopnuð upplýsingunum sagði starfsmannastjóri fyrirtækisins eitthvað á þá leið að ef hún fengi launahækkun kæmu „þær“ allar á eftir. Konan lét sig þó ekki og fékk loks launahækkun. Mótbárur starfsmannastjórans hafa setið í henni í þrjátíu ár. Fyrir rétt rúmu ári var breska ríkisútvarpið, BBC, skyldað til að birta lista yfir launahæstu starfsmenn stofnunarinnar. BBC hafði lengi verið gagnrýnt fyrir að greiða helstu sjónvarps- og útvarpsstjörnum sínum allt of há laun. Með ráðstöfuninni átti að stemma stigu við meintu bruðli en ráðamenn töldu að gegnsæi leiddi til þess að stofnunin yrði að halda sig á mottunni. Bretar fengu ástæðu til að hneykslast þegar listinn var birtur. Uppþotið snerist þó um annað en ofurlaun stórstjarnanna. Í ljós kom að kynbundinn launamunur innan stofnunarinnar var meiri en nokkurn hafði órað fyrir. Listinn varð BBC-konum vopn í baráttunni fyrir auknum jöfnuði.Ófyrirséðar hörmungar Andstæðingar Tekjur.is tala eins og uppátækið sé brot á einhvers konar náttúrulögmáli; að það að fikta í meintri friðhelgi einkalífsins með þessum hætti sé ónáttúra sem geti leitt til ófyrirséðra hörmunga – svona eins og sterkeindahraðall CERN í Sviss: Svarthol myndast, siðmenningin sogast inn í það og við blasa endalok veraldar. Að smíða samfélag er eins og að byggja hús. Við ráðum hvernig húsið lítur út. Einhver kann að segja: „Já, en við þurfum að fara að leikreglum.“ Satt er það. Leikreglum náttúrunnar komumst við ekki hjá að fylgja; þyngdarlögmálinu, lögmáli varmafræðinnar. En leikreglum gerðum af manna höndum má breyta eftir þörfum. Þótt hlutirnir séu á einn veg þýðir það ekki að þeir geti ekki verið öðruvísi. Dæmin sýna að kynbundinn launamunur þrífst á leynd. Ójöfnuður hvers konar þrífst á leynd. Samfélag okkar er hús sem er stöðugt í smíðum. Kannski er kominn tími á fleiri opin rými. Og kannski mættum við koma oftar til dyranna eins og við erum klædd, bera hrukkurnar og leyfa fólki að flissa yfir ástandinu á óhreina tauinu. Því það er svo gott að vera minntur á að ekkert okkar er í raun með ‘etta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fastir pennar Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er hálftíma að „pósta“ einni „selfí“; það er nákvæmnisvinna að tryggja sjónarhorn sem hylur í senn hrukkur, undirhöku og augnpoka, ná mynd sem hæfir sjálfsímynd minni sem festist einhvers staðar í kringum tuttugu og fimm ára aldurinn. Þegar ég set myndir af börnunum á Facebook gæti ég þess að ekki sjáist í bakgrunninum glitta í óhreint tauið sem flæðir upp úr þvottakörfunni eins og seigfljótandi kvika sem færir líf mitt í kaf. Þegar ég birti myndir á Instagram af mat á veitingahúsi sem á meira skylt við skúlptúr en næringu læt ég ekki fylgja skjáskot af kreditkortayfirlitinu sem sýnir að kostnaðurinn við máltíðina endaði á yfirdrættinum. Hvers vegna ekki? Eins forpokað og það hljómar vil ég að ímynd mín sé sú að ég sé með allt á hreinu. Ég vil að fólk – pabbi minn og mamma, bræður og mágkonur, vinir og óvinir?… sérstaklega óvinir – haldi að ég sé með ‘etta. Þegar ég frétti af vefsíðunni Tekjur.is þar sem hægt er að fletta upp tekjum og skattaupplýsingum Íslendinga voru fyrstu viðbrögð mín: „Fokk nei!“ Vissi þetta lið ekki hvað ég hafði lagt mikla vinnu í að byggja upp fegraða ímynd mína? Nú gæti hver sem er flett því upp hvað ég er í raun mikill „lúser“. Ég var við það að ganga til liðs við hina réttlætisriddarana sem riðu hnarreistir milli stofnana með kveinstafi og lögbannskröfur þegar rifjaðist upp fyrir mér saga.Vopnuð upplýsingunum Fyrir þrjátíu árum flakkaði kona mér nákomin einnig milli stofnana. Hún var hins vegar með blað og blýant. Hana grunaði að laun hennar væru töluvert lægri en laun karlanna sem gegndu sambærilegum stöðum innan fyrirtækis sem hún starfaði hjá. Hún fékk grun sinn staðfestan er hún heimsótti skrifstofur og skrifaði niður útsvar samstarfsmanna. Þegar hún mætti í launaviðtal vopnuð upplýsingunum sagði starfsmannastjóri fyrirtækisins eitthvað á þá leið að ef hún fengi launahækkun kæmu „þær“ allar á eftir. Konan lét sig þó ekki og fékk loks launahækkun. Mótbárur starfsmannastjórans hafa setið í henni í þrjátíu ár. Fyrir rétt rúmu ári var breska ríkisútvarpið, BBC, skyldað til að birta lista yfir launahæstu starfsmenn stofnunarinnar. BBC hafði lengi verið gagnrýnt fyrir að greiða helstu sjónvarps- og útvarpsstjörnum sínum allt of há laun. Með ráðstöfuninni átti að stemma stigu við meintu bruðli en ráðamenn töldu að gegnsæi leiddi til þess að stofnunin yrði að halda sig á mottunni. Bretar fengu ástæðu til að hneykslast þegar listinn var birtur. Uppþotið snerist þó um annað en ofurlaun stórstjarnanna. Í ljós kom að kynbundinn launamunur innan stofnunarinnar var meiri en nokkurn hafði órað fyrir. Listinn varð BBC-konum vopn í baráttunni fyrir auknum jöfnuði.Ófyrirséðar hörmungar Andstæðingar Tekjur.is tala eins og uppátækið sé brot á einhvers konar náttúrulögmáli; að það að fikta í meintri friðhelgi einkalífsins með þessum hætti sé ónáttúra sem geti leitt til ófyrirséðra hörmunga – svona eins og sterkeindahraðall CERN í Sviss: Svarthol myndast, siðmenningin sogast inn í það og við blasa endalok veraldar. Að smíða samfélag er eins og að byggja hús. Við ráðum hvernig húsið lítur út. Einhver kann að segja: „Já, en við þurfum að fara að leikreglum.“ Satt er það. Leikreglum náttúrunnar komumst við ekki hjá að fylgja; þyngdarlögmálinu, lögmáli varmafræðinnar. En leikreglum gerðum af manna höndum má breyta eftir þörfum. Þótt hlutirnir séu á einn veg þýðir það ekki að þeir geti ekki verið öðruvísi. Dæmin sýna að kynbundinn launamunur þrífst á leynd. Ójöfnuður hvers konar þrífst á leynd. Samfélag okkar er hús sem er stöðugt í smíðum. Kannski er kominn tími á fleiri opin rými. Og kannski mættum við koma oftar til dyranna eins og við erum klædd, bera hrukkurnar og leyfa fólki að flissa yfir ástandinu á óhreina tauinu. Því það er svo gott að vera minntur á að ekkert okkar er í raun með ‘etta.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar