Af hverju ekki Ísland? Starri Reynisson skrifar 31. október 2018 17:18 Á síðustu árum hef ég sótt nokkrar ráðstefnur og aðrar pólitískar samkomur víðsvegar um Evrópu. Þegar fólk kemst að því hvaðan ég kem er fyrsta spurningin gjarnan “Af hverju er Ísland ekki í Evrópusambandinu?” Ég reyni yfirleitt að svara eftir bestu getu en mér hefur samt aldrei tekist að koma með neitt sérlega sannfærandi svar. Enda á ég sjálfur erfitt með að skilja af hverju. Aðild að Evrópusambandinu er alls ekki einhver töfralausn sem kæmi til með að kippa öllum okkar vandamálum í lag, en það er ekki nokkur spurning að kostirnir við aðild eru bæði fleiri og vega þyngra en gallarnir. Möguleikinn til þess að losa okkur við sveiflugjarnan og óstöðugan gjaldmiðil og taka upp Evruna er tvímælalaust einn af stærri kostunum. Það að geta haft áhrif á alla þá löggjöf sem við innleiðum hvort sem er vegna aðildar okkar að evrópska efnahagssvæðinu vegur líka þungt. Sem og aðild að yfirgripsmiklu styrkjakerfi sambandsins og samstarfsverkefnum t.d. á sviði samgangna, menningar, landbúnaðar og ungmennastarfs. Evrópusambandið hefur líka, í krafti stærðar sinnar, meira bolmagn til þess að gera góða og yfirgripsmikla fríverslunarsamninga en nokkurt ríkjanna þar inni, og töluvert betri samninga en Ísland á kost á eitt á báti. Það sem mér þykir þó vega þyngst er hugsjónin sem dreif stofnun sambandsins áfram. Hugsjónin um frið innan Evrópu, um frjáls viðskipti milli Evrópulanda, um frjálslynt opið samfélag byggt á grunngildum um lýðræði, frelsi, mannréttindi, virðingu og jafnrétti. Náið samstarf byggt á grunnstoðum fjórfrelsisins, frjálsri för fólks, fjármagns, varnings og þjónustu. Við eigum heima í slíku samstarfi. Í heimi þar sem hugmyndafræðileg átök milli lýðskrumara, fasista, einangrunnar- og þjóðernissinna annars vegar og frjálslyndra, alþjóðlega þenkjandi lýðræðissinna hins vegar eru stigvaxandi hljótum við að vilja vera í seinni fylkingunni. Við hljótum að vilja vera með Macron, Merkel og Trudeau í liði frekar en Trump, Pútín, Orban og Salvini. Skýrasta leiðin til þess er aðild að Evrópusambandinu og metnaðarfull þátttaka í stefnumótun þess. Í Evrópu eru 27 lönd sem eiga landfræðilega, efnahagslega og menningarlega samleið sammála um að náið samstarf þeirra á milli sé besta leiðin til að ná árangri, tryggja góð lífskjör fyrir íbúa þeirra, áhrif á alþjóðavettvangi til frambúðar og framgang friðar, lýðræðis og annara frjálslyndra gilda innan álfunnar. Af hverju ekki Ísland?Höfundur er alþjóðafulltrúi Uppreisnar: Ungliðahreyfingar Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starri Reynisson Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hef ég sótt nokkrar ráðstefnur og aðrar pólitískar samkomur víðsvegar um Evrópu. Þegar fólk kemst að því hvaðan ég kem er fyrsta spurningin gjarnan “Af hverju er Ísland ekki í Evrópusambandinu?” Ég reyni yfirleitt að svara eftir bestu getu en mér hefur samt aldrei tekist að koma með neitt sérlega sannfærandi svar. Enda á ég sjálfur erfitt með að skilja af hverju. Aðild að Evrópusambandinu er alls ekki einhver töfralausn sem kæmi til með að kippa öllum okkar vandamálum í lag, en það er ekki nokkur spurning að kostirnir við aðild eru bæði fleiri og vega þyngra en gallarnir. Möguleikinn til þess að losa okkur við sveiflugjarnan og óstöðugan gjaldmiðil og taka upp Evruna er tvímælalaust einn af stærri kostunum. Það að geta haft áhrif á alla þá löggjöf sem við innleiðum hvort sem er vegna aðildar okkar að evrópska efnahagssvæðinu vegur líka þungt. Sem og aðild að yfirgripsmiklu styrkjakerfi sambandsins og samstarfsverkefnum t.d. á sviði samgangna, menningar, landbúnaðar og ungmennastarfs. Evrópusambandið hefur líka, í krafti stærðar sinnar, meira bolmagn til þess að gera góða og yfirgripsmikla fríverslunarsamninga en nokkurt ríkjanna þar inni, og töluvert betri samninga en Ísland á kost á eitt á báti. Það sem mér þykir þó vega þyngst er hugsjónin sem dreif stofnun sambandsins áfram. Hugsjónin um frið innan Evrópu, um frjáls viðskipti milli Evrópulanda, um frjálslynt opið samfélag byggt á grunngildum um lýðræði, frelsi, mannréttindi, virðingu og jafnrétti. Náið samstarf byggt á grunnstoðum fjórfrelsisins, frjálsri för fólks, fjármagns, varnings og þjónustu. Við eigum heima í slíku samstarfi. Í heimi þar sem hugmyndafræðileg átök milli lýðskrumara, fasista, einangrunnar- og þjóðernissinna annars vegar og frjálslyndra, alþjóðlega þenkjandi lýðræðissinna hins vegar eru stigvaxandi hljótum við að vilja vera í seinni fylkingunni. Við hljótum að vilja vera með Macron, Merkel og Trudeau í liði frekar en Trump, Pútín, Orban og Salvini. Skýrasta leiðin til þess er aðild að Evrópusambandinu og metnaðarfull þátttaka í stefnumótun þess. Í Evrópu eru 27 lönd sem eiga landfræðilega, efnahagslega og menningarlega samleið sammála um að náið samstarf þeirra á milli sé besta leiðin til að ná árangri, tryggja góð lífskjör fyrir íbúa þeirra, áhrif á alþjóðavettvangi til frambúðar og framgang friðar, lýðræðis og annara frjálslyndra gilda innan álfunnar. Af hverju ekki Ísland?Höfundur er alþjóðafulltrúi Uppreisnar: Ungliðahreyfingar Viðreisnar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun