Stór spurning sem erfitt er að svara Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. október 2018 09:00 Björn Bragi hefur beðið sautján ára stúlku afsökunar á að hafa áreitt hana. Vísir/Vilhelm Sjö sekúndna myndband sem fór í afar mikla dreifingu í netheimum á mánudagskvöld dró dilk á eftir sér. Vinsæll skemmtikraftur á fertugsaldri að káfa á sautján ára stúlku. Mikil reiði braust út. Í framhaldinu bað skemmtikrafturinn stúlkuna og foreldra hennar afsökunar. Stúlkan segist hafa orðið fyrir óþægindum vegna áreitis grínistans en tekur afsökunarbeiðnina góða og gilda. Rúmum sólarhring eftir að myndbandið fór í gríðarlega dreifingu, sem síðar átti eftir að koma í ljós að var í óþökk stúlkunnar, skiptist fólk í fylkingar í málinu. Allir eru sammála um að Björn Bragi Arnarsson hafi sýnt af sér ósæmilega hegðun. Hann er hættur sem spyrill í Gettu betur og einn stærsti vinnustaður landsins hefur afþakkað krafta hans. Skemmst er að minnast þess að bandarísk kona sakaði Orra Pál Dýrason, trommara í Sigur Rós, um nauðgun á dögunum. Orri hætti í framhaldinu í hljómsveitinni, sem hann hefur starfað í undanfarin sautján ár, jafnvel þótt hann þvertaki fyrir að hafa nauðgað konunni. Eiginkona hans, María Lilja Þrastardóttir sem farið hefur fremst í flokki þeirra sem segja að trúa eigi konum í kynferðisbrotamálum, segir konuna ljúga. Fyrrnefndir atburðir tveir, og svo fjölmargir aðrir hér heima og erlendis, koma í kjölfar #metoo byltingarinnar. Um ársgamlar byltingar þar sem konur úr fjölmörgum stéttum (t.d. læknar, konur í sviðslistum og kvikmyndagerð, konur af erlendum uppruna) hafa stigið fram og lýst kerfisbundnu vandamáli þar sem meginstefið er kynferðisleg áreitni og ofbeldi. Sögurnar á Íslandi skipta hundruðum og eru sláandi. Gerendur voru ekki nefndir á nafn í sögunum. Gyða Margrét Pétursdóttir, dósent í kynjafræði við HÍ. Óþægileg atvik í raun alvarleg Gyða Margrét Pétursdóttir, dósent í kynjafræði við Háskóla Íslands, hefur ásamt Önnudís Rúdólfsdóttur, dósent á menntavísindasviði, greint allar frásagnir íslenskra kvenna sem komu fram í MeToo byltingunni. Hún sagði í viðtali við Vísi á dögunum að rauði þráðurinn í sögunuum úr hópunum hafi verið að konur hafi áttað sig á að það sem konur höfðu áður talið óþægileg atvik, hafi í raun verið alvarleg. Það hafi gerst þegar aðrar konur stigu fram og sögðu frá sambærilegu atviki en kölluðu það réttu nafni – áreitni og ofbeldi. Nafnleysið hafi sýnt að vandamálið væri ekki einn og einn karlmaður heldur væri vandamálið kerfislægt. Samfélagslegt mein. Aftur á móti voru margir nafntogaðir karlmenn, aðallega úr stétt sviðslista en einnig fleiri stéttum, nafngreindir á samfélagsmiðlum og fjallað um í fjölmiðlum. Sumir báðust afsökunar á því sem þeir voru sakaðir um. Aðrir sögðust ekki vita hvað væri eiginlega verið að saka þá um. Í tilfelli Atla Rafns Sigurðarsonar er hann snúinn aftur á fjalir leikhússins. Eðlilega segja sumir á meðan aðrir eru hneykslaðir. Hið sama er að gerast erlendis. Grínistarnir Louis C.K og Aziz Ansari hafa báðir nýlega komið óvænt fram á grínklúbbnum Comedy Cellar í New York. Er þetta til marks um bakslag? Þegar þeir sem brotið hafa á konum, og í flestum tilfellum beðist afsökunar, snúa aftur á sviðið?Gyða Margrét var spurð að þessu í viðtali við Vísi á dögunum.En er það endilega bakslag? Hvernig ætlum við að bregðast við þeim sem áreita kynferðislega? Það er í raun spurning sem mér finnst vera algjörlega ósvarað.Afsökunarbeiðni leiðréttNokkrum klukkustundum eftir að myndbandið af Birni Braga fór í dreifingu birti hann yfirlýsingu á Facebook. Hann hefði sýnt af sér ósæmilega hegðun, rætt við stúlkuna og foreldra hennar og beðið hana afsökunar. Hegðun hans hefði verið óásættanleg. Yfirlýsing Björns Braga sem hann birti á Facebook aðfaranótt þriðjudags, nokkrum klukkustundum eftir að myndbandið fór í dreifingu.Viðbrögðin voru alls kyns. Sumir hrósa Birni Braga, aðrir þakka honum fyrir að axla ábyrgð, einhverjir segja afsökunarbeiðnina algjört lágmark og aðrir gefa skít í hana. Hildur Lilliendahl er ein þeirra. Hún „lagar“ yfirlýsinguna fyrir Björn Braga og uppsker mikil viðbrögð en alls kyns. „Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum,“ verður einum að orði í sjóðandi heitu athugasemdakerfi við færslu Björns Braga. Er rifjuð upp umfjöllun Kastljóss um Hildi á sínum tíma þar sem netníð hennar gegn söngkonunni Hafdísi Huld er rifjað upp.Lagfæringu Hildar má sjá í heild hér að neðan en þar gefur hún í skyn að grínistinn eigi erfitt með að skilja að konur séu alvöru manneskjur sem ráði yfir líkama sínum. Sömuleiðis að hann hafi hegðað sér oftar á þann veg sem sést í myndbandinu. Fær það stoð í frásögn Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur sem steig fram eftir að myndbandið fór í dreifingu og sagði Björn Braga jafnframt hafa áreitt sig kynferðislega.Annars lagaði ég þessa afsökunarbeiðni pic.twitter.com/oPaRUXUowz— Hildur ♀ (@hillldur) October 30, 2018 Fleiri ungar konur hafa stigið fram í kjölfar þess að myndbandið fór í dreifingu í gær og eftir atbuðarás dagsins. Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir, upphafskona Free the nipple, greinir frá því að rapparinn Herra Hnetusmjör hafi hringt í sig og beðið sig afsökunar eftir að hún greindi frá kynferðislegri áreitni af hans hálfu.Á þessum nótum, þá greip Herra Hnetusmjör einu sinni um klofið á mér og spurði mig hvort ég ætlaði ekki heim með sér fyrir nokkrum árum á Prikinu, það er EKKI afsökun hann hafi enn drukkið á þessum tíma eða það sé langt síðan— Adda (@addathsmara) October 29, 2018 Þó sé mikilvægt að hrósa fólki ekki of mikið fyrir að taka ábyrgð. Það eigi að vera venjan. Sömuleiðis sé engin ástæða til að hrósa fólki sem hafi ekki gert neitt af sér.Vill að þessu linniEftir stendur að sautján ára stúlka á Akureyri, fórnarlambið í málinu sem mest hefur verið rætt um á vinnustöðum og kaffihúsum landsins í dag, hefur fyrirgefið Birni Braga. Hún segist vissulega hafa orðið fyrir óþægindum af hálfu Björns Braga og ákveðið að taka mynd af því. Hún hafi þó aldrei ætlað að koma myndbandinu í dreifingu. Hún hafi sent nokkrum vinkonum og í framhaldinu hafi farið í hönd atburðarás sem hún hafði enga stjórn á.„Ég hef haft af þessu mikil óþægindi einkum frá fjölmiðlum þar sem verið er að gera úr þessu eitthvað sem ég upplifði ekki,“ segir stúlkan í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í kvöld. Hún segir atvikið ekki hafa verið alvarlega kynferðisleg áreitni. Hún sé 17 ára og fær um að meta sjálf samskipti við aðra einstaklinga og sín mörk. „Ég óska einlæglega að þessu linni.“Stóra spurninginEftir stendur stóra spurningin sem Gyða Margrét nefndi að ofan: „Hvernig ætlum við að bregðast við þeim sem áreita kynferðislega?“ Í tilfelli Björns Braga virðist ljóst að stúlkan ætlar ekki að kæra áreitni hans til lögreglu. Lögregla segist, eftir að hafa skoðað myndbandið, ekki munu aðhafast að fyrra bragði í málinu. Dómstóll götunnar hefur þó fellt dóm sinn í formi opinberrar smánunar. Í bland við almenna umræðu um athæfið má finna fjölmörg ummæli, myndbönd og myndir þar sem Birni Braga er líkt við dæmda barnaníðinga, grín hans í gegnum tíðina er tekið úr samhengi og virðist hlakka í mörgum netverjum.Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, fjallaði um opinbera smánun á málþingi Orator í fyrra. Hann sagði í samtali við Vísi mikilvægt að fólk sem vilji búa í réttarríki taki ekki þátt í að smána fólk opinberlega á samfélagsmiðlum fyrir mistök sín.Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild.Opinber smánun Kjarni réttarríkisins felst í því, að sögn Hafsteins, að samfélagið lúti lögum og að borgarar sem og valdhafar séu bundnir lögum. Opinber smánun hafi hér áður fyrr verið hluti af réttarkerfum vesturlanda en lögð af vegna þess að hún þótti of gróf. Opinber smánun eða niðurlæging var tiltölulega algeng refsing á nítjándu öld en var mestmegnis lögð af á tuttugustu öld. „Það fól í sér að í stað þess að fangelsa einstakling eða sekta, þá var hann niðurlægður opinberlega. Settur á torgið í gapastokk eða flengdur opinberlega, velt upp úr tjöru og fiðri og svo framvegis. Þetta leggst af í réttarkerfum okkar. Ekki vegna þess að þetta virki ekki, heldur vegna þess að þetta virkaði of vel. Þetta er of skaðlegt, þetta er of eitrað. Þetta eitrar samfélagið of mikið og skemmir einstaklingana of mikið. Þetta er lagt af í réttarkerfinu en þetta er komið aftur í rauninni, bara á samfélagsmiðlunum.“Fréttin var uppfærð klukkan 11:25 og fjarlægð mynd sem var dæmi um opinbera smánun. MeToo Tengdar fréttir Opinber smánun þótti ómanneskjulegt refsiúrræði en viðgengst daglega á samfélagsmiðlum Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagaðideild Háskóla Íslands, segir mikilvægt að fólk sem vilji búa í réttarríki taki ekki þátt í að smána fólk opinberlega á samfélagsmiðlum fyrir mistök sín. 17. febrúar 2017 09:00 Björn Bragi biðst afsökunar á því að hafa káfað á sautján ára stúlku Björn Bragi segir hegðun sína hafa verið óásættanlega. 30. október 2018 07:15 Stúlkan tekur afsökunarbeiðni Björns Braga góða og gilda Í yfirlýsingu segir stúlka sem Björn Bragi viðurkennir að hafa káfað á að í umfjöllun um atvikið hafi verið reynt að gera eitthvað úr því sem hún upplifði ekki. 30. október 2018 20:19 Lögregla mun ekki aðhafast í máli Björns Braga Framburður þolanda þarf að koma fram til þess að málið sé tekið til rannsóknar 30. október 2018 17:08 Sextán hópar, níu hundruð sögur og sex þúsund undirskriftir en hvað gerist næst? Ár er liðið frá því að MeToo myllumerkið fór á flug. Margt hefur breyst en ýmislegt ekki. 19. október 2018 09:00 Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Sjö sekúndna myndband sem fór í afar mikla dreifingu í netheimum á mánudagskvöld dró dilk á eftir sér. Vinsæll skemmtikraftur á fertugsaldri að káfa á sautján ára stúlku. Mikil reiði braust út. Í framhaldinu bað skemmtikrafturinn stúlkuna og foreldra hennar afsökunar. Stúlkan segist hafa orðið fyrir óþægindum vegna áreitis grínistans en tekur afsökunarbeiðnina góða og gilda. Rúmum sólarhring eftir að myndbandið fór í gríðarlega dreifingu, sem síðar átti eftir að koma í ljós að var í óþökk stúlkunnar, skiptist fólk í fylkingar í málinu. Allir eru sammála um að Björn Bragi Arnarsson hafi sýnt af sér ósæmilega hegðun. Hann er hættur sem spyrill í Gettu betur og einn stærsti vinnustaður landsins hefur afþakkað krafta hans. Skemmst er að minnast þess að bandarísk kona sakaði Orra Pál Dýrason, trommara í Sigur Rós, um nauðgun á dögunum. Orri hætti í framhaldinu í hljómsveitinni, sem hann hefur starfað í undanfarin sautján ár, jafnvel þótt hann þvertaki fyrir að hafa nauðgað konunni. Eiginkona hans, María Lilja Þrastardóttir sem farið hefur fremst í flokki þeirra sem segja að trúa eigi konum í kynferðisbrotamálum, segir konuna ljúga. Fyrrnefndir atburðir tveir, og svo fjölmargir aðrir hér heima og erlendis, koma í kjölfar #metoo byltingarinnar. Um ársgamlar byltingar þar sem konur úr fjölmörgum stéttum (t.d. læknar, konur í sviðslistum og kvikmyndagerð, konur af erlendum uppruna) hafa stigið fram og lýst kerfisbundnu vandamáli þar sem meginstefið er kynferðisleg áreitni og ofbeldi. Sögurnar á Íslandi skipta hundruðum og eru sláandi. Gerendur voru ekki nefndir á nafn í sögunum. Gyða Margrét Pétursdóttir, dósent í kynjafræði við HÍ. Óþægileg atvik í raun alvarleg Gyða Margrét Pétursdóttir, dósent í kynjafræði við Háskóla Íslands, hefur ásamt Önnudís Rúdólfsdóttur, dósent á menntavísindasviði, greint allar frásagnir íslenskra kvenna sem komu fram í MeToo byltingunni. Hún sagði í viðtali við Vísi á dögunum að rauði þráðurinn í sögunuum úr hópunum hafi verið að konur hafi áttað sig á að það sem konur höfðu áður talið óþægileg atvik, hafi í raun verið alvarleg. Það hafi gerst þegar aðrar konur stigu fram og sögðu frá sambærilegu atviki en kölluðu það réttu nafni – áreitni og ofbeldi. Nafnleysið hafi sýnt að vandamálið væri ekki einn og einn karlmaður heldur væri vandamálið kerfislægt. Samfélagslegt mein. Aftur á móti voru margir nafntogaðir karlmenn, aðallega úr stétt sviðslista en einnig fleiri stéttum, nafngreindir á samfélagsmiðlum og fjallað um í fjölmiðlum. Sumir báðust afsökunar á því sem þeir voru sakaðir um. Aðrir sögðust ekki vita hvað væri eiginlega verið að saka þá um. Í tilfelli Atla Rafns Sigurðarsonar er hann snúinn aftur á fjalir leikhússins. Eðlilega segja sumir á meðan aðrir eru hneykslaðir. Hið sama er að gerast erlendis. Grínistarnir Louis C.K og Aziz Ansari hafa báðir nýlega komið óvænt fram á grínklúbbnum Comedy Cellar í New York. Er þetta til marks um bakslag? Þegar þeir sem brotið hafa á konum, og í flestum tilfellum beðist afsökunar, snúa aftur á sviðið?Gyða Margrét var spurð að þessu í viðtali við Vísi á dögunum.En er það endilega bakslag? Hvernig ætlum við að bregðast við þeim sem áreita kynferðislega? Það er í raun spurning sem mér finnst vera algjörlega ósvarað.Afsökunarbeiðni leiðréttNokkrum klukkustundum eftir að myndbandið af Birni Braga fór í dreifingu birti hann yfirlýsingu á Facebook. Hann hefði sýnt af sér ósæmilega hegðun, rætt við stúlkuna og foreldra hennar og beðið hana afsökunar. Hegðun hans hefði verið óásættanleg. Yfirlýsing Björns Braga sem hann birti á Facebook aðfaranótt þriðjudags, nokkrum klukkustundum eftir að myndbandið fór í dreifingu.Viðbrögðin voru alls kyns. Sumir hrósa Birni Braga, aðrir þakka honum fyrir að axla ábyrgð, einhverjir segja afsökunarbeiðnina algjört lágmark og aðrir gefa skít í hana. Hildur Lilliendahl er ein þeirra. Hún „lagar“ yfirlýsinguna fyrir Björn Braga og uppsker mikil viðbrögð en alls kyns. „Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum,“ verður einum að orði í sjóðandi heitu athugasemdakerfi við færslu Björns Braga. Er rifjuð upp umfjöllun Kastljóss um Hildi á sínum tíma þar sem netníð hennar gegn söngkonunni Hafdísi Huld er rifjað upp.Lagfæringu Hildar má sjá í heild hér að neðan en þar gefur hún í skyn að grínistinn eigi erfitt með að skilja að konur séu alvöru manneskjur sem ráði yfir líkama sínum. Sömuleiðis að hann hafi hegðað sér oftar á þann veg sem sést í myndbandinu. Fær það stoð í frásögn Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur sem steig fram eftir að myndbandið fór í dreifingu og sagði Björn Braga jafnframt hafa áreitt sig kynferðislega.Annars lagaði ég þessa afsökunarbeiðni pic.twitter.com/oPaRUXUowz— Hildur ♀ (@hillldur) October 30, 2018 Fleiri ungar konur hafa stigið fram í kjölfar þess að myndbandið fór í dreifingu í gær og eftir atbuðarás dagsins. Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir, upphafskona Free the nipple, greinir frá því að rapparinn Herra Hnetusmjör hafi hringt í sig og beðið sig afsökunar eftir að hún greindi frá kynferðislegri áreitni af hans hálfu.Á þessum nótum, þá greip Herra Hnetusmjör einu sinni um klofið á mér og spurði mig hvort ég ætlaði ekki heim með sér fyrir nokkrum árum á Prikinu, það er EKKI afsökun hann hafi enn drukkið á þessum tíma eða það sé langt síðan— Adda (@addathsmara) October 29, 2018 Þó sé mikilvægt að hrósa fólki ekki of mikið fyrir að taka ábyrgð. Það eigi að vera venjan. Sömuleiðis sé engin ástæða til að hrósa fólki sem hafi ekki gert neitt af sér.Vill að þessu linniEftir stendur að sautján ára stúlka á Akureyri, fórnarlambið í málinu sem mest hefur verið rætt um á vinnustöðum og kaffihúsum landsins í dag, hefur fyrirgefið Birni Braga. Hún segist vissulega hafa orðið fyrir óþægindum af hálfu Björns Braga og ákveðið að taka mynd af því. Hún hafi þó aldrei ætlað að koma myndbandinu í dreifingu. Hún hafi sent nokkrum vinkonum og í framhaldinu hafi farið í hönd atburðarás sem hún hafði enga stjórn á.„Ég hef haft af þessu mikil óþægindi einkum frá fjölmiðlum þar sem verið er að gera úr þessu eitthvað sem ég upplifði ekki,“ segir stúlkan í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í kvöld. Hún segir atvikið ekki hafa verið alvarlega kynferðisleg áreitni. Hún sé 17 ára og fær um að meta sjálf samskipti við aðra einstaklinga og sín mörk. „Ég óska einlæglega að þessu linni.“Stóra spurninginEftir stendur stóra spurningin sem Gyða Margrét nefndi að ofan: „Hvernig ætlum við að bregðast við þeim sem áreita kynferðislega?“ Í tilfelli Björns Braga virðist ljóst að stúlkan ætlar ekki að kæra áreitni hans til lögreglu. Lögregla segist, eftir að hafa skoðað myndbandið, ekki munu aðhafast að fyrra bragði í málinu. Dómstóll götunnar hefur þó fellt dóm sinn í formi opinberrar smánunar. Í bland við almenna umræðu um athæfið má finna fjölmörg ummæli, myndbönd og myndir þar sem Birni Braga er líkt við dæmda barnaníðinga, grín hans í gegnum tíðina er tekið úr samhengi og virðist hlakka í mörgum netverjum.Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, fjallaði um opinbera smánun á málþingi Orator í fyrra. Hann sagði í samtali við Vísi mikilvægt að fólk sem vilji búa í réttarríki taki ekki þátt í að smána fólk opinberlega á samfélagsmiðlum fyrir mistök sín.Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild.Opinber smánun Kjarni réttarríkisins felst í því, að sögn Hafsteins, að samfélagið lúti lögum og að borgarar sem og valdhafar séu bundnir lögum. Opinber smánun hafi hér áður fyrr verið hluti af réttarkerfum vesturlanda en lögð af vegna þess að hún þótti of gróf. Opinber smánun eða niðurlæging var tiltölulega algeng refsing á nítjándu öld en var mestmegnis lögð af á tuttugustu öld. „Það fól í sér að í stað þess að fangelsa einstakling eða sekta, þá var hann niðurlægður opinberlega. Settur á torgið í gapastokk eða flengdur opinberlega, velt upp úr tjöru og fiðri og svo framvegis. Þetta leggst af í réttarkerfum okkar. Ekki vegna þess að þetta virki ekki, heldur vegna þess að þetta virkaði of vel. Þetta er of skaðlegt, þetta er of eitrað. Þetta eitrar samfélagið of mikið og skemmir einstaklingana of mikið. Þetta er lagt af í réttarkerfinu en þetta er komið aftur í rauninni, bara á samfélagsmiðlunum.“Fréttin var uppfærð klukkan 11:25 og fjarlægð mynd sem var dæmi um opinbera smánun.
MeToo Tengdar fréttir Opinber smánun þótti ómanneskjulegt refsiúrræði en viðgengst daglega á samfélagsmiðlum Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagaðideild Háskóla Íslands, segir mikilvægt að fólk sem vilji búa í réttarríki taki ekki þátt í að smána fólk opinberlega á samfélagsmiðlum fyrir mistök sín. 17. febrúar 2017 09:00 Björn Bragi biðst afsökunar á því að hafa káfað á sautján ára stúlku Björn Bragi segir hegðun sína hafa verið óásættanlega. 30. október 2018 07:15 Stúlkan tekur afsökunarbeiðni Björns Braga góða og gilda Í yfirlýsingu segir stúlka sem Björn Bragi viðurkennir að hafa káfað á að í umfjöllun um atvikið hafi verið reynt að gera eitthvað úr því sem hún upplifði ekki. 30. október 2018 20:19 Lögregla mun ekki aðhafast í máli Björns Braga Framburður þolanda þarf að koma fram til þess að málið sé tekið til rannsóknar 30. október 2018 17:08 Sextán hópar, níu hundruð sögur og sex þúsund undirskriftir en hvað gerist næst? Ár er liðið frá því að MeToo myllumerkið fór á flug. Margt hefur breyst en ýmislegt ekki. 19. október 2018 09:00 Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Opinber smánun þótti ómanneskjulegt refsiúrræði en viðgengst daglega á samfélagsmiðlum Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagaðideild Háskóla Íslands, segir mikilvægt að fólk sem vilji búa í réttarríki taki ekki þátt í að smána fólk opinberlega á samfélagsmiðlum fyrir mistök sín. 17. febrúar 2017 09:00
Björn Bragi biðst afsökunar á því að hafa káfað á sautján ára stúlku Björn Bragi segir hegðun sína hafa verið óásættanlega. 30. október 2018 07:15
Stúlkan tekur afsökunarbeiðni Björns Braga góða og gilda Í yfirlýsingu segir stúlka sem Björn Bragi viðurkennir að hafa káfað á að í umfjöllun um atvikið hafi verið reynt að gera eitthvað úr því sem hún upplifði ekki. 30. október 2018 20:19
Lögregla mun ekki aðhafast í máli Björns Braga Framburður þolanda þarf að koma fram til þess að málið sé tekið til rannsóknar 30. október 2018 17:08
Sextán hópar, níu hundruð sögur og sex þúsund undirskriftir en hvað gerist næst? Ár er liðið frá því að MeToo myllumerkið fór á flug. Margt hefur breyst en ýmislegt ekki. 19. október 2018 09:00