Bestseller á Íslandi tapaði 105 milljónum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 31. október 2018 07:00 Til samanburðar hagnaðist félagið um 316 milljónir króna árið 2016 en söluhagnaður rekstrarfjármuna upp á 489 milljónir króna litaði afkomuna það árið. Vísir/Vilhelm Bestseller á Íslandi, sem rekur meðal annars tískuvöruverslanirnar Vero Moda, Vila, Jack & Jones, Selected og Name It, tapaði liðlega 105 milljónum króna í fyrra samkvæmt ársreikningi félagsins, V.M. ehf. Til samanburðar hagnaðist félagið um 316 milljónir króna árið 2016 en söluhagnaður rekstrarfjármuna upp á 489 milljónir króna litaði afkomuna það árið. Bestseller á Íslandi seldi vörur fyrir samanlagt 1.379 milljónir króna á síðasta ári og dróst salan saman um 9,6 prósent frá fyrra ári. Álagning af vörusölunni nam tæpum 816 milljónum króna í fyrra en hún var um 893 milljónir króna árið 2016. Rekstrartap félagsins nam 7 milljónum á síðasta ári borið saman við rekstrarhagnað upp á 152 milljónir árið 2016. Félagið átti eignir upp á 1.295 milljónir króna í lok síðasta árs en þar af námu veltufjármunir 1.105 milljónum. Skuldirnar námu um 1.267 milljónum króna og þar af voru skammtímaskuldir 684 milljónir króna. Var eigið fé félagsins ríflega 28 milljónir króna í lok ársins og eiginfjárhlutfallið því um 2,2 prósent. V.M. er í eigu fjárfestingafélagsins Vörðu Capital sem er að stærstum hluta í eigu Jónasar Hagan Guðmundssonar og Gríms Garðarssonar. Í ársreikningnum er tekið fram að fjárfestingafélagið sé tilbúið til þess að styðja við áframhaldandi rekstur V.M. með eiginfjárframlagi sem nauðsynlegt er til að tryggja rekstrarhæfi félagsins. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Sjá meira
Bestseller á Íslandi, sem rekur meðal annars tískuvöruverslanirnar Vero Moda, Vila, Jack & Jones, Selected og Name It, tapaði liðlega 105 milljónum króna í fyrra samkvæmt ársreikningi félagsins, V.M. ehf. Til samanburðar hagnaðist félagið um 316 milljónir króna árið 2016 en söluhagnaður rekstrarfjármuna upp á 489 milljónir króna litaði afkomuna það árið. Bestseller á Íslandi seldi vörur fyrir samanlagt 1.379 milljónir króna á síðasta ári og dróst salan saman um 9,6 prósent frá fyrra ári. Álagning af vörusölunni nam tæpum 816 milljónum króna í fyrra en hún var um 893 milljónir króna árið 2016. Rekstrartap félagsins nam 7 milljónum á síðasta ári borið saman við rekstrarhagnað upp á 152 milljónir árið 2016. Félagið átti eignir upp á 1.295 milljónir króna í lok síðasta árs en þar af námu veltufjármunir 1.105 milljónum. Skuldirnar námu um 1.267 milljónum króna og þar af voru skammtímaskuldir 684 milljónir króna. Var eigið fé félagsins ríflega 28 milljónir króna í lok ársins og eiginfjárhlutfallið því um 2,2 prósent. V.M. er í eigu fjárfestingafélagsins Vörðu Capital sem er að stærstum hluta í eigu Jónasar Hagan Guðmundssonar og Gríms Garðarssonar. Í ársreikningnum er tekið fram að fjárfestingafélagið sé tilbúið til þess að styðja við áframhaldandi rekstur V.M. með eiginfjárframlagi sem nauðsynlegt er til að tryggja rekstrarhæfi félagsins.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Sjá meira